Vísir


Vísir - 05.09.1961, Qupperneq 1

Vísir - 05.09.1961, Qupperneq 1
 VISIR Aðeins rðmiep 740 laxar úr Elliðaánum. í gærkvöldi lauk laxveiðinni í Elliðaánum, erfíð- asta laxveiðisumri sem laxveiðimenn hér í bænum muna eftir í þessari annars góðu laxveiðiá! Er veið- inni Iauk í gærkvöldi voru þar komnir á land 743 laxar. í sumar var leyft að veiða á fimm laxastangir samtímis í ánum, og með því fyrirkomu- lagi sem á veiðinni er höfð, komst tala laxveiðimanna, er voru í tveim „hollum“, tveir menn um hverja stöng, upp í 20 menn á <Jag. Þyngsti lax sem veiddist í Elliðaánum á þessu sumri var 14 pund, og veiddi hann á flugu Stefán Sigmundsson. Yfirleitt var laxinn í ánum 4—7 þund á þyngd. f líixakistuna fyrir neðan Elliðaárstöðina hafa gengið í sumar um 29000 laxar. Geta má þess að laxveiðin í fyrra var kringum 1300 laxar. Nú hefst veiðitímabil sjó- bfrtingsins í Elliðaánum. — Fyrsti maðurinn í þá veiði í morgun var Hjörleifur Hjðr- leifsson skrifstofustjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Marinó Sigurðsson vörður við árnar, sagði að það hefði stundum verið nærri því grát- legt fyrir veiðimennina, að standa með stöngina úti í straumnum, en bæði fyrir aftan þá og fyrir framan stukku lax- arnir, en vildu ekki taka. í gær á síðasta degi veið- innar veiddust 8 laxar og fékk Gísli Pétursson læknir fjóra þeirra, 4—5 punda. Gísli er einn hinna gömlu og reyndu laxveiðimanna sem verið hafa áratugum saman í Elliðaánum. Hjörleifur Hjörleifsson fyrstur til sjóbirtingsveiða. Myndin vart tekin kl. 9 í (Ljósm morgun. — . Vísis I.M.) BATUR S0KK I M0RGUN V.", .v.v '■■■_■_■■_■■• Klukkan 11 í morgun voru skipverjar komnir í gúmbjörgunarbátinn, nema skipstlórinn. !■■■■■■■! I ■ ■ ■ ■ ■ ■■ I ★ Klukkan rúmlega 11 í morgun var gamall Keflavíkurbátur, Sleipnir KE-26, að sökkva djúpt á hafi úti, á leið til landsins frá Bretlandi. Skipsmenn allir, 6 að tölu, voru komnir í björgunarbátinn, en formaðurinn var þá enn við talstöðina, en hafði öruggt samband við nálæg skip og flugvél. Klukkan rúmlcga 8 í morg- un heyrðu strandstöðvar á Austurlandi og í Vestmanna- cyjum neyðarköll frá Sleipni. Var hann staddur um 180 sjó- mílur suður af Dyrhólaey. Sagði skipstjórinn, að svo mik- ill leki væri kominn að bátn- um, að vólin hefði stöðvazt og benzíndæla bátsins bilað. Bað hann nærstödd skip um að koma þegar til hjálpar. Annað tveggja skipa, sem næst voru staðnum. er strand- ferðaskipið Hekla, sem er á heimleið. Var hún i rúmlega 70 sjómílna fjarlægð frá Sleipni. Hélt Hekla þegar á vettvang. Var búizt við að hún yrði komin hinum nauðstöddu mönnum til hjálpar um klukk- an 13 í dag. Amerískt skip, sem nærstatt var, hélt einnig á vett- vang. Klukkan rúmlega 11 i morg- un var amerísk flugvél komin í námunda við Sleipni, og hafði skipstjórinn á hinum sökkv- andi bát samband við flugstjór- Grein fjár- málaráðherra Gunnar Thoroddsen mun rita grein hér í blaðið á morgun, er fjallar um breytingar þær á tollalöggjöfinni, sem fyrirhugaðar eru. ann. Um líkt leyti hafði Rán, flugbátur landhelgisggæzlunn- ar, farið á loft. Klukkan rúmlega 11 voru skipsmenn á Sleipni komnir um borð í gúmmíbjörgunarbát, en Yfirheyrslur út af kafbátnum undan Stokksnesi fóru fram á Djúpavogi í gær. Skipverjar á vélbátnum Mími frá Beykja- vík komu fyrir rétt hjá sýslu- manninum í S-Múlasýslu, Axel Tulinius. Þeir sögðu að allt benti til þess að nótin hefði festst með eðlilegum hætti, í sjávarbotn- inum. Og hún kom heil upp aft- ur. skipstjórinn var enn um borð í Sleipni, við talstöðina, sem fyrr segir. Talið var, að Sleipnir myndi sökkva þá og þegar. Vindur var norðvestan 6, þar Framh. á 5. siííu. Um kafbátinn var það að segja að hann hafi komið utan af hafi með grænt og hvítt Ijós í toppnum, en snúið skyndilega við, og siglt út á haf aftur. Ekki sást svo greinilega í kafbátinn að hægt væri að greina hvaðan hann var. Aðeins einn maður sá kaf- bátinn, sá sem var í brúnni. Það var hins vegar ekki hann. sem sagði Tímanum frá. A&eins einn sá kafbátsins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.