Vísir - 05.09.1961, Page 7

Vísir - 05.09.1961, Page 7
Þriðjudagur 5. september 1961 VlSIR 7 MYNDLIST Hinrik tollheimtumaiur. Fjórar milljónir og þrjú KundruS þúsund. Býður nokkur betur? ÞaS var uppboS á lista- verkum hjá fyrirtækinu Sotheby í London fyrir tæpu ári síSan. Hinrik hafði enga minni- máttarkennd og efaðist ekki um, að hann væri snillingur. Hann kenndi tónlist, málara- list og framsagnarlist, en ekki munu allir nemendanna hafa borið mikla virðingu fyrir meistaranum. Vollard, íistaverkasalinn frægi, segir H. Rousseau: Juniet og fjölskylda. Uppboðshaldarinn endur- tók spurningu sína en boðið var ekki hækkað, svo að hann sló málverkið, en það var eftir Henri Rousseau, sem kallaður hefur verið tollheimtumaður (Le (dou- anier), en var reyndar aðeins undirtylla á einhverri smá- tollstöð í París. Á síðastliðnu vori var stór yfirlitssýning í París á málverkum Hinriks, en þar sem að mörg þeirra beztu voru ekki með og fjöldinn svo mikill, þá var sagt að broslega hliðin hafi orðið nokkuð áberandi, en hún er víst staðreynd, hvað sem öðru líður, og dregur ekki úr gildi þess, sem vel er gert. Hinrik tollheimtumaður var frumstæður smáborgari, sem þráði mjög viðurkenn- ingu samborgaranna og, að sjálfsögðu, tákn heiðursfylk- ingarinnar. Hann fæddist ár- ið 1844 og dó í París árið 1910 og lifði því ekki þá miklu frægð, sem verk hans hafa hlotið. Ekki er vitað hvenær hann byrjaði að mála, en talið er að hann mun ekki hafa verið alger- lega menntunarlaus g því sviði. Árið 1885 voru myndir eftir hann á sýningu, en í heldur lítils metnum sýning- arsal, en þó veitti listmálar- inn Signac honum athygli og varð það til þess, að hann átti betri kosta völ um sýn- ingar eftir það. Þó mun al- mennt hafa verið skopazt að þessum listaverkum. þá sögu, að einn þeirra hafi fengið Hinrik til þess að fara með ávísun fyr- ir sig í banka, en þegar hann sá að Hinrik kom út þaðan orðsbundinn dóm, rétt til málamynda, þar sem dóm- arinn taldi hann tæplega á- byrgan gerða sinna, með hliðsjón af málverkunum. J^ú koma þeir til sögunnar, er mestan þátt áttu í að skapa frægð þessa óvenju- lega listamanns. Má þar til nefna rithöfundinn Jarry, sem var einn af hinum reiðu ungu mönnum síns tíma, skáldið Appollinaire, Pic- asso og fleiri, er sjálfir voru á leið til frægðar og gátu því látið Hinrik njóta góðs af vaxandi áhrifum sínúm. Urðu þá ýmsar þjóðsögur til, sem orðið hafa býsna líf- seigar í listasögunni, eins og t. d. þátttaka Hinriks í her- förinni til Mexico með Baz- aine marskálki. Þessi saga myndaðist til þess að út- skýra það undarlega íyrir- bæri, að um og eftir 1904 fór Hinrik að mála myndir úr frumskógum og var þar margt með undarlegum hætti en gert af mikilli vandvirkni, enda eru þær taldar með því bezta sem Juniet og fjölskylda (Ijósmyndin). í fylgd með tveimur lög- regluþjónum, þá tók hann til fótanna. Nú voru góð ráð dýr, en þá datt verjandanum það snjallræði í hug, að leggja fram tvö málverk í réttinum, er höfðu þau áhrif, að Hinrik slapp með skil- Kalli frændi hann málaði og komi þar fram hpgmyndaflug hans og upprunaleg listgáfa. En nú hafa einhverjir hnýsnir fræðimenn komið við á bið- stofu miðaldra konu í Cher- bourg, sem kennir píanóspil, og fundið þar gamla bók og lúða, sem vöruhúsið Lafay- ette gaf eitt sinn út, og hefur inni að halda 200 myndir af Framh a hls 10 Jakob Gísla- son, raforku- málastjóri jók við fréttirnar með frásögn af nýafstað- inni ráðstefnu Sfjórnunarfé- lags íslands. Hann sagði frá tildrögum að stofnun þessa félags, sem enn er ekki orðið ársgamalt, mark- miðum þess og viðfangsefnum. Ég er þess fullviss, að félag þetta á eftir að gegna mikil- vægu hlutverki í atvinnulifi landsmanna, því sannarlega veitir ekki af að gefa nánari gaum stjórnunar- og hagræð- ingar-málum. Öllum almenn- ingi er þó óljós tilgangurinn og starfsemin, og finnst nafn fé- lagsins eitt nógu undarlegt. Þess vegna ætti að kynna félag- ið betur og helga því rúman tíma í útvarpinu í vetur. Andrés Kristjánsson, rit- stjóri, talaði um daginn og veg- inn. Hann byrjaði á því að tala um ágústmánuð og sumarið, sem senn kveður. Heyfeng og stirt tíðarfar spjallaði hann um, en kom því næst að kornrækt- inni, sem nú er meiri hér en nokkru sinni áður, og helgaði hann þeim málum bróðurhlut- ann af tíma sínum. Undir hinu fróðlega erindi varð mér á að hugsa um það, hve lítið hefur verið rætt og ritað um hina stór auknu kornrækt, sem mér finnst, að sé ekki svo lítill við- burður í okkar fáskrúðugu at- vinnusögu. Næst kom Andrés að stóra afmælinu hjá litlu borginni og var ég honum hjart anlega sammála um, að bram- boltið hafi verið í meira lagi. í sambandi við Reykjavíkur- kynninguna kom hann að skípulagsmálum og stakk upp á því, að mjóum verzlunargöt- (um yrði lokað fyrir bílaumferð, (en þegar hafa sézt uppdrættir |að slíkum rólegum götum, sem |ætlunin mun vera að reyna í ' Grjótaþorpinu. Sjávardýrasafni j og fuglarannsóknarstöð vill í Andrés láta koma upp á eyjum við Reykjavík og munu margir vilja sjá þá hugmynd komast í framkvæmd. Erindi sitt flutti Andrés af festu og stillingu, en þá er hann kom að útsvörum og sköttum, fór honum að hitna í hamsi. Hann nefndi það rang- sleitni og einræði að meina mönnum að ferðast til útlanda, nema þeir hafi fengið til þess leyfi hjá ríki og bæ, sem hai'a þau sérréttindi að geta hneppt menn í átthagafjötra, hafi þe?r eigi staðið full skil á opinber- um gjöldum. Hann sagðist vona, að einhverjir alþingismenn myndu brátt reyna að fá þess- um einstæðu lagaákvæðum breytt. Þetta erindi var vel samið og prýðilega flutt. Mjög þótti mér gaman að lieyra Egil Bjarnason og Jón R. Kjartansson syngja saman gluntana, af þrótti og innileik. Vonandi hafa templarar ekki látið þessa óguðlégu söngva koma flatt upp á sig, og þeim unnizt tími til að drepa á tækj um sínum í tæka tíð. Einar Guðmundsson, kennari, þýddi og las smásöguna „Hönd vofunnar", eftir Selmu Lager- löf. Þetta var að mörgu leyti góð saga og spennandi, en mér fannst botninn detta algjörlega úr henni. Einar las söguna í sérkennilegum mæðutón, en þýðingin virtist allvel gerð, nema hvað mér fannst einkenni legt að heyra hann tala um, að tanngarðarnir hefðu skolfið í stúlkunni. Magnaðan bændaþátt flutti Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. Hann býsnaðist fyrst og fremst yfir innflutnnigi á notuðum dráttarvélum og kunni hann sannarlega að haga orðum sínum. Vítt og breitt ræddi hann síðan landbúnaðar- mál og bar saman við sjávarút- veginn. Bryddaði þar mjög á hinum gamla ríg milli þessara tveggja höfuðatvinnugreina, og fannst manni, sem maður sæti á kosningafundi í sveit. Þetta var óvenju skörulega flutt er- indi, og beitti Guðmundur ó- spart talnadæmum með öryggi þess manns, sem er síðastur á mælendaskránni. Tónverkið „9. maí“, sem tek- ið var upp á tónlistarhátíð í Prag féll mér vel i geð, en kam- mertónlistin fannst mér heldur leið og hélt ég oft, að nál grammóíónsins færi hring eftir hring í sömu gróp, en þó rætt- ist úr og loks lauk verkinu. — Þetta átti víst að vera svona. Þá lauk dagskránni og ég flýtti mér að loka fyrir áður en þjóð söngurinn byrjaði. Hvað skyldu annars margir hlustendur hlusta á þann söng til enda? Þórir S. Gröndal.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.