Vísir - 08.09.1961, Qupperneq 1
VÍSIR
Sjópróf hófust
Qlafur Thors tekur
sér hvíld frá störf-
um til ársíoka.
e morgun^
I morgun klukkan rúm-
lega 10 hófust sjópróf
vegna Sleipnis frá Keflavík,
er sökk á dögunum suÖur í
hafi. Yfirmenn bátsins voru
mættir er sjóprófin hófust.,
Forseti dómsins, ísleifur
Arnason, hafði lagt fyrir
lögmann þeirra, Ölaf
Þorgrímsson, hrl., að hann
legði fram sem allra ýtar-
legasta skýrslu frá skip-
stjóranum, Bimi Hauki
Magnússyni varðandi slysið
og aðdraganda þess.
í dómnum eiga sæti auk ís-
leifs Árnasonar,; þeir Þorsteinn
Loftsson, vélfræðiráðunautur
Fiskifélagsins og Jónas Jóns-
son skipstjóri. Sveinbjörn Jóns
son hrl. v ar talsmaður vá-
tryggjenda. Þá voru sem á-
heyrnarfulltrúar Páll Ragnars-
son og Guðmundur Gíslason
frá skipaskoðuninni.
Ekki um
eyri.
EKKERT miðar áfram í samn-
ingaumleitunum stéttarfélags
verkfræðinga og vinnuveit-
enda þeirra.
Verkfræðingar hafa ekki
slegið af kröfum sínum um
einn eyri, en það hafði flogið
fyrir. Fundir hafa verið fáir
undanfarið og er ekki vitað
hvenær næsti fundur verður
boðaður.
Áður en skipstjórinn var
kallaður fyrir dóminn, sneri
dómforseti, ísleifur Árnason,
sér til blaðamanna sem við-
staddir voru: frá Vísi og Þjóð-
viljanum. Kvaðst hann vilja
beina til þeirra tilmælum dóms
ins þess efnis, að hann óskaði
þess að þeir birtu ekkert um
rannsókn máls þessa efnislega,
Framh. á bls. 5.
109 er-
iend skip
Mikill floti erlendra
fiskiskipa er við land um
þessar mundir. I fyrra-
dag, er Rán fór í könn-
unarferS meðfram fisk-
veiðitakmörkunum, um-
hverfis landið, taldi á-
höfnin alls 76 togara og
voru yfir 60 þeirra á
veiðum við 12 mílna
mörkin.
Síldveiði- og móður-
skipafloti Rússa við
landið mun aldrei hafa
verið jafn stór og nú, en
skipin eru einkum út af
Norðausturlandinu. —
Voru talin 11 mjög stór
móÖurskip og 22 síld-
veiðiskip í hinum rúss-
neska flota, að því er
Landhelgisgaezlan skýrði
blaðinu frá í gær.
IÁ' Bjarni Benedikfsson
gegnir störfum forsæt-
isráðherra og Jóhann
Hafstein störfum dóms-
málaráðherra.
Ólafur Thors.
Bjarni Benediktsson.
Eftirfarandi fregn barst blaðinu frá ríkisráðs-
ritara um hádegisbilið í dag:
Á fundi ríkisráðs í dag skýrði forsætisráð-
herra Ölafur Thors frá því, að hann hefði í
hyggju, að taka sér hvíld frá störfum frá 14.
þ.m. til ársloka 1961, að læknisráÖi. Var ráð-
herra Bjarna Benediktssyni falið að gegna störf-
um forsætisráðherra í fjarveru Ölafs Thors.
Jafnframt var Jóhann Hafstein, alþingismað-
ur skipaður ráðherra í ráÖuneyti íslands og fer
hann með dóms- og kirkjumál og önnur ráðherra-
störf, er Bjarni Benediktsson hafði með höndum.
Hvíld a5 læknisráði
Johann Hafstein.
— segir forsætisráðherra.
I tilefni þessarar
fréttar náði Vísir tali af
Ölafi Thors forsætisráð-
herra. Hann sagði:
Ég hefi í rauninni engu
sérstöku við þetta að bæta,
nema þá helzt því, að enda
þótt starfsdagurinn sé oft
langur og stundum erilssam
ur hefi ég í mörg ár aðeins
einu sinni tekið mér tveggja
vikna hvíld.
Læknir minn ráðleggur
mér nú að bæta þetta upp
með lengri hvíld en venja
er til það er að segja frá
miðjum þessum mánuði og
til áramóta. Aldrei þessu
vant hefi ég ákveðið að
hlýða, enda veit ég að það
breytir engu um gang þjóð-
málanna“.
Erfitt
NÚ ERU óvanalega mörg lækn
ishéruð, sem ekki hefur tekizt
að skipa lækna í, eða 12 alls,
sagði landlæknir Sigurður Sig-
urðsson, þegar Vísir leitaði eft-
ir fréttum hjá honum í morg-
un.
Hinsvegar sitja þarna kandí-
latar, sagði landlæknir, til
stutts tíma, og það er ekki
hægt að segja um hvort hægt
yrði að fá mann í stað einhvers
sem ætlaði að hætta. Það hefur
verið mjög erfitt að fá lækna
til þess að fara út á land.
Stundum eru allir kandídatar
uppteknir, þegar við þurfum
að ná okkur í mann.
Þrjú héruð eru alveg læknis-
laus, Flatey, Djúpuvíkurhérað
og Bakkagerðishérað í Borgar-
firði eystra.
Þessi mál eru í athugun hjá
mér og öðrum viðkomandi að-
ilum, sagði landlæknir Ég
mun væntanlega skila álits-
gerð um þessi mál næstu daga.
1S km raflína
að SkégaskóEa.
Raforkumálaráðherra, Ing-
ólfur Jónsson, hefur brugðizt
skjótt við til lausnar þeim
vanda sem steðjað hefur að
skólanum að Skógum, vegna
brunans i rafstöðinni þar.
Hefur ráðherrann lagt fyrir
Eirík Briem rafmagnsveitu-
stjóra að sjá um að þegar í
stað verði lögð raflína frá raf-
línukerfi Sogsins til skólans.
Framh. á 5. síðu.