Vísir - 08.09.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. september 1961
VÍSIR
7
Strætisvagnar Reykjavíkur
eru mikið fyrirtæki og ég held
mér sé óhætt að segja yfirleitt
vinsælt hjá bæjarbúum. Eg er
persónulega búinn að vera
fastur viðskiptavinur þess í
bráðum 20 ár og það í allstór-
um stíl. Á þeim tírna hefur
það afar sjaldan komið fyrir,
að mér hafi fundizt ég hafa al-
varlega ástæðu til umkvart-
ana. Það var jú á tímabili fyr-
ir einum 10—12 árum síðan
að margt var þar í ólestri, mest
vegna alvarlegs vagnaskorts,
en nú held ég að óvíða muni
að finna sams konar fyrirtæki,
sem gefi betri þjónustu eða
hafi eins góð farartæki fyrir
jafn lág fargjöld og hér eru.
Það er töluvert í tízku hér á
íslandi að skammast og jagast
við öll opinber fyrirtæki, finna
þeim allt til foráttu. Sjálfur
hef ég gert þetta, en ekki nema
mér hafi fundizt full ástæða
til. Á sama tíma hef ég látið
þau njóta sannmælis og viður-
kennt það, sem þau hafa vel
gert. Ég álít að strætisvagna-
þjónustan i Reykjavík eigi hól
skilið í mun ríkari mæli en að-
finnslur og því á hún að fá það.
Maður verður var við að það
er áhugi fyrir því að veita góða
þjónustu, jafnt hjá þeim, sem
stjórna þessu fyrirtæki og
þeim, er standa í eldinum, aka
okkur um bæinn og svo sann-
arlega mæta ýmsu misjöfnu.
Mér finnst einnig, að við far-
þegarnir höfum mannazt tölu-
vert á síðustu árum. Um tveir
þriðju okkar kaupa farmiða og
það má víst heita algjör und-
antekning að við heimtum að
vagnstjóri skipti fyrir okkur
peningum. Við erum einnig að
venja okkur af því að troðast,
eins og fé á garða að vögnun-
um. Það er helzt niður á torgi
að svoleiðis á sér stað ennþá.
Við skulum hætta því líka.
En margt má færa til betri
vegar ennþá og það á að vera
keppikefli allra að gera það.
Það er t.d. mikil nauðsyn. að
sérstakir menn séu til aðstoðar
vagnstjórum á stöðvunum á
Lækjartorgi og við Kalkofns-
veg, þegar mest er annríkið um
hádegið og þó sérstaklega á
Gamla Bíó
sýnir nú
„Bræðurnir
Karamasov“,
sem gerð er
eftir bók Dos-
toyevskis. —
Bókin er mik-
ið listaverk og
margþætt. Trúuðum er hún
sterk trúboðun, sálfræðingar
telja hana beztu sálfræðilega
sögu, sem gerð hefur verið,
diplomatar lesa hana enn til að
kynnast rúsneskum þjóðarein-
kennum, og að auki er hún
spennandi ástarsaga og glæpa-
saga. Ekki var við því að búast, |
að takast mætti að ná öllum
þessum atriðum til fullnustu. |
Það er þó reynt, og þó að mynd- j
in taki nærri-tvo og hálfan tíma,
verður lítið annað eftir, þegar j
upp er staðið, en gamla formúi- j
an: pilturinn hittir stúlkuna,!
missir stúlkuna og fær hana j
aftur. í stað þess að leggja
megináherzlu á einn þátt sög-
unnar, er öllum meiri háttar j
senum troðið inn með þeim ár-
angri, að myndin er líkust ýtar-
legu efnisyfirliti.
Jafn frábær misnotkun á lit-
um mun varla haf. sézt. Ef ein-
hver er glaður, er hann og um-
hverfið allt ljósgult. Reiðir eru
tómatarauðir, daprir sægrænir,
og elskendur rauðir. Þetta get-
ur verið sérkennilegt. þegar
fólk í mismunandi skapi stend-
ur hlið við hlið.
Lee J. Cobb stendur sig bezt
af leikurunum, sem hinn ger-
spillti og hálfbr.iálaði faðir, Yul
Brynner leikur hinn ofsafengna
Dimitri, með mikilii ró og
spekt. Maria Schell er töfrandi
falleg, en Grushenka hennar
verður glettin stelpa, í stað kon-
unnar, sem ýmist var slungin
og djöfulleg eða saklaus sem
barn. Richard Basehart virðist
aldrei átta sig á Ivan, og er á
svipinn eins og snaran sé að
herðast um hálsinn á honum.
Munkinn, Alyosha, leikur Will-
iam Shatner og gerir úr honum
vel upp alinn sunnudagaskóla-
dreng.
Það er ekki á færi annarra
en snillinga að vinna úr lista-
verki eins og bók þessari, en
þeir virðast, því miður, hafa
verið uppteknir annars staðar.
Ekki er nema sanngjarnt að
taka það fram. að maður sem
ekki hefur lesið bókina. myndi
sennilega skemmta sér vel.
Ó. S.
kvöldin, Þá eru vagnarnir oft
seinir og því mikið undir því
komið að greiðlega gangi að af-
greiða þá þar. Stundum eru
menn til staðar til að hleypa
farþegum inn um afturdyr, en
það virðast oftast vera íhlaupa-
menn, sem gera það af greiða-
semi. Það er líka kominn tími
til að hafa kort af leiðunum
uppi í öllum. vögnum. Þær eru
nú orðnar svo margar að jafn-
vel við innanbæjarmenn átt-
um okkur ekki á því, hvernig
allar þeirra aka, hvað þá utan-
bæjarfólk. Flestir vagnarnir
eru á sömu leiðum mest af
tímanum og geta því þessi kort
verið í þeim að staðaldri, ann-
ars ætti að vera hægt að ganga
frá þeim þannig, að auðvelt
væri að flytja þau milli vagna.
Einnig vildi ég bcnda á að
gott væri að hafa fleiri leiðir,
sem gengju milli bæjarhlut-
anna, austur og vestur. Nokk-
ur breyting hefur orðið ti 1
batnaðar á þessu upp á síðkast-
ið. en betur mætti ennþá. Leið
22 er góð. en það ætti ekki að
láta allan biðtímann falla á
stöðina á Laugarásveginum.
heldur hafa einnig fastan tíma
til brottfarar t.d á Miklubraut
Eleiri biðskýli þarf eihnig að
reisa, sérstaklega vil ég benda
á hornið á Rétta'holtsvegi og
Éovavegf. Þar liggia um marg
i ar leiðir og f.iölfarnnr og þai
1 er ekkert afdrep að fá. einmg
; mjög næðinssamt F.n sem sagt.
j ég tel. að við megum vera
St.rætó okkar þakk'át fvrir
I margt og vonandi tekst að
halda við þeirri góðvild sem
nú ríkir yfirleitt i samskiptum
þess og bæjarbúa.
Víðförli.
Vigfús Guð-
mundsson,
gestgjafi, hélt
áfram lestri
cerðasögu sinn
ar, „Norður
Noreg‘.‘ Hann
:agði skemmti
lega frá því,
sem fyrir augu hans bar á leið-
inni frá Bodö til Finnmerkur,
Lýsingar á staðháttum og at-
vinnulífi íbúanna voru all góð-
ar, sérstaklega frá bæjunum, t.
d. Tromsö, en sá bær er mjög
vinsæll ferðamannabær. Þaðan
er líka m. a. mikill útflutning-
ur á frystum laxi, og er ræðis-
maður íslands í borginni stærsti
útflytjandinn. Einn flutti hann
út rúmlega 200 tonn á síðasta
ári. Vigfús ræddi um versnandi
saltfiskmarkaði við fiskimenn
í Lofóten, en hann er kunnug-
ur víða í Suður- og Mið-Ame-
ríku, en þar éta menn mikið af
saltfiski. Eflaust hefði Vigfús
haft nóg frá að segja í mörg
erindi í viðbót,, og nokkur galli
var það á þessari frásögu, að
hann var ailtaf að fara fljótt yf-
ir sögu, stikla á stóru og barma
sér yfir þvi, að timinn væri nú
senn á þrotum. í öllum þéssum
ílýti fór flutnnigurinn meira og
minna úr skorðum. Þrátt fyrir
þennan galla hafa margir haft
gagn og gaman af þessari terða-
sögu, og vonandi segir Vigfús
hlustendum seinna af nýjum
ferðalögum sínum.
Sigurðúr A. Magnús^on,
jblaðamaður flutti mjög athygl-
isvert erindi, og vona ég, að sem
flestir lilustenda liafi hlýtt á
það af athygli. Þetta var hin
vikulega erlenda rödd, að þessu
sinni timaritsgrein eftir Peter
Dimitriu, sem nefndist „Vanda-
mál rúmenskra menntamanna“.
Peter Dimitriu er þekktur rúm-
enskur rithöfundur, sem flúði
vestur fyrir tjald og býr nú í
Frakklandi. Hann hafði verið
í miklum metorðum hjá vald-
höfum Rúmeníu, hlotið bók-
menntaverðlaun og ýmsan heið-
ur annan, en hann var í áróð-
ursför vestur fyrir tjald, þegar
liann notaði tækifærið til að
flýja. í greininni lýsti hann á
eftirminnilegan hátt viðbrögð-
um menntamanna við valda-
töku kommúnista og lífinu
undir járnhæl þeirra. Hann
reyndi að útskýra, hvers vegna
menntamenn í hinum komm-
únistíslru ríkjum hefðu látið
tilleiðast að lilíta þeim tak-
mörkunum, sem „menningar-
lögreglan“ setur, og þeir jafnvel
reynt að gera valdhöfunum til
geðs, þótt þeir væru raupveru-
lega andsnúnir þessu hug-
myndakerfi. Einnig drap hann
á tímabilið 1954—58, þegar
hlákan mikla var þau austur
frá, og nokkuð var slakað á
taumunum, en þá fylltust koll-
egar hans í Rúmeníu nýrri von
um að batna myndi i ári. En
sú von brást þó, og fjöldi vina
Dimitrui var hnepptur i fang-
lsJi eða framdi sjálfsmorð í ör-
væntingu sinni. Bækur voru
Framh. á bls. 10.
Minnisvar
afhjúpaður í Fossvo
Fórust 23 ásanrt 2 íslencfingum
við Snæfellsnes 1942.
■ r
sjomenn
Kalli frændi
í dag verður afhjúpaður
í Fossvogskirkjugarði minnis-
varði yfir 23 pólska sjómenn,
sem drukknuðu, er skip þeirra
fórst við Snæfellsnes á stríðsár-
unum. Með skipinu fórust og 2
Islcndingar en aðeins tveir skip
verja komust af, íslenzkur og
nólskur.
Það vav vöruflutningaskipið
„Vigry“, 2800 smálestir, sem
fórst á Skóganesi á Snæfellsnesi
16. janúar 1942 .Ekki hafði vitn-
azt um slysið fyrr en það varum
garð gengið, því að Slysavarna-
félag íslands hafði oft erfitt um
vik um samband við slrip á
stríðsárunum. Með skipinu fór-
ust tveir íslendingar, Ragnar
Pálsson úr Hvefagerði. f. 1907
og átti 1 barn ungt, og Garðar
Norðfjörð Magnússon (bróðir
Sigurðar A. bJaðamanns) úr
Reykjavík, f. 1916. — Annar
þeirra tveggja, sem af komust.
var íslenzkur piltur, Bragi
Kristjánsson, þá til heimilis á
Mýrargötu 7 í Reykjavík.
Athöfnin í Fossvogskirkju-
garði á föstudag fer fram kl. 2
síðdegis, og afhjúpar borgar-
stjórinn í Reykjavík minnis-
varðann, sem reistur liefur ver-
ið af pólska sendiráðinu í Rvík.