Vísir - 08.09.1961, Blaðsíða 4
4
VlSIR
Föstudagur 8. september
Skrifar doktorsrit-
gerð um orðið holt.
Hér hefir dvalizt um
skeið útlendur mennta-
maður, Arne Brekke
magister í. málvísindum,
í þeim tilgangi að viða
að sér efni í doktorsrit-
gerð um eittf íslenzkt orð
— holt, aðallega eins og
það kemur fyrir í ís-
lenzkum bdejarnöfnum.
Fréttamaður Vísis hitti
Arne Brekke að máli í gær
og spurði hann um feril
hans og áform í sambandi
við dvölina hér.
— Ég hef heyrt, að þér
séuð búsettur í Chicago. Er-
uð þér sem sagt norskur
Ameríkumaður, eða Vestur-
Norðmaður, eins og við köll-
um þá landa okkar Vestur-
fslendinga, sem eru orðnir
grónir amerískir þegnar.
— Ekki er ég nú gamall
í hettunni sem Ameríku-
maður, því að það var fyrst
1949, að ég hélt til Banda-
ríkjanna til háskólanáms,
og þar hef ég ílenzt, er
kvæntur bandarískri konu,
Beverly, sem er hér með
mér og reyndar fjölskyldan,
6 ára drengur og telpur tvær,
4ra ára og 14 mánaða. Ég
er sem sagt orðinn banda-
rískur bórgari, þó að ég
hætti aldrei að líta á mig
sem Norðmann, og það er
víst eins og Vestur-íslend-
ingarnir gera. Við erum bú-
in að dveljast hér þrjár vik-
ur, en held heimleiðis í
fyrramálið. Mér þykir frá
miklu ógerðu að hverfa hér,
og ég hef hugsað mér að
koma aftur að vori og
dveljast þá í eitt ár. En við
komum úr langri ferð, ferða-
mannahóp um 12 lönd Evr-
ópu.
— Var það sem sagt
skemmtiferð?
— Ég hef nú oft farið slík-
ar ferðir með hópa og þá
komið við hér áður í leið-
inni. Satt að segja hef ég
með höndum ferðaþjónustu,
hef í fimm ár verið um-
boðsmaður Loftleiða í
Chicago. Ég hef eiginlega
fyrst nú ferðazt eitthyað hér
út á landið, enda þótt dvöl-
in hafi verið allt of stutt. Ég
fór með fjölskylduna austur
í Þórsmörk og vorum þar
eina helgi. Við gleymum
seint náttúrufegurðinni þar,
sólarlaginu og hinu sér-
kennilega landslagi í Stakk-
holtsgjá og á fleiri stöðum,
sem við sáum. Það eru ó-
tvírætt miklir möguleikar
til að laða ferðamenn hing-
að og sýna þeim fleiri staði
og náttúrufyrirbrigði, auk
þeirra, sem venjulegast er
farið með á og er auðvitað
sjálfsagt, Þingvelli, Gullfoss
og Geysi o. s. frv. Litbrigðin
hér og form fjallanna eiga
áreiðanlega engan sinn líka,
og er ég þó sæmilega stoltur
af náttúrufegurð míns föð-
urlands, Noregs. Þar er líka
náttúrufegurð, sem ekki er
annarsstaðar upp á bjóða, en
það er líka ólíkt meira hag-
nýtt hvað ferðamenn snertir
en hér hefir verið gert til
þessa. Því á ísland mikla
framtíð sem ferðamanna-
land.
— En svo við snúum okk-
ur að námsferli yðar og á-
huga fyrir íslenzkum fræð-
um.
— Já, það er sú saga til
þess, að ég fékk áhuga á að
læra íslenzku og kynnast ís-
landi, að áður en ég útskrif-
aðist stúdent heima í Noregi,
lærði ég nokkuð í forn-
íslenzku, eða eins og það er
kallað heima, „gammel-
norsk“. Og seinna lærði ég
meira í þeim fræðum þegar
ég hóf háskólanám vestan
hafs, svo að ég gat lesið
fornritin ykkar. Mig langaði
til að læra nútíma íslenzku,
og það , gerðist, þegar ég
stundaði nám við Chicago-
háskóla, að ég kynntist Árna
Helgasyni í Chicago, og
hann kenndi mér og fleiri
stúdentum talsvert í talmál-
inu, auk þess sem ég lærði af
kennslubók dr. Stefáns Ein-
arssonar. Nú skil ég íslenzku
mikið til á bók og einnig
þegar hægt er talað, en mig
skortir æfingu til að tala
hana reiprennandi. Talmál
lærir maður reyndar aldrei
fyllilega nema með því móti
að dveljast í landinu sjálfu,
og ég vonast til að það verði
hér áður en langt líður. Há-
skólanám mitt vestra var
fyrst í ensku máli og bók-
menntum, einnig í þýzku, og
þegar maður lærir þýzka
málfræði, ekki sízt að fornu,
þræðist íslenzkan oft saman
við, svo mikill skyldleiki
sem er með málunum Ég hef
lokið prófunum B. A. og M.
A. og kenni þýzku við
Chicago-háskóla, jafnframt
ferðaskrifstofustarfinu.
— Og svo ætlið þér að
verða doktor í einu íslenzku
orði?
— Já, það er nú það, og
ekki eins einfalt og ætla má
í fljótu bragði. Tilgangur
minn er að rekja merkingu
orðsins holt í íslenzku og þá
Arne Brekke.
sér í lagi í íslenzkum bæja>
nöfnum og merkingarbreyt-
ingu orðsins, því að það
þýðir ekki sama í ýmsum
sýslum, og hvernig stendur
á því? Það ætla ég að leitast
við að sýna fram á með rann
sóknum, seg ég veit, að er
ekki áhlaupaverk. Þessi
stutta dvöl mín hér að þessu
sinni og heimildasöfnun gef-
ur mér talsvert að vinna að
í vetur, en ég þarf að koma
aftur og ferðast meira um
landið til að afla enn frekari
gagna. Ýmsir norrænufræð-
ingar hafa skrifað um orðið
holt, en það er ekkert að
ráði. Af íslenzkum fræði-
mönnum er held ég Finnur
heitinn Jónsson prófessor sá
eini, sem tekið hefir orðið til
athugunar, en lítillega, í rit-
gerð sinni um bæjanöfn á
fslandi. En öllu sanka ég
saman, sem um þetta hefir
verið skrifað, og ég hef haft
góða samvinnu við starfs-
menn íslenzku orðabókar-
innar hér, skógræktarstjóra
og fengið hjá honum öll árs-
rit Skógræktarfélagsins, sem
verður mér áreiðanlega að
miklu liði. Orðið holt er
vitaskuld skylt þýzka orðinu^
„Holz“, sem þýðir viður. Allt
bendir því til þess, að bæir
sem skýrðir hafa verið með
endingunni -holt, hafi verið
byggðir fyrr á öldum, þar
sem var skógur hér á landi.
Við höfum skýringar í fs-
lendinga sögunum á þessu. í
Laxdælú segir t. d. frá Hjarð-
arholti í Dölum, þar sem
sauðféð, hjörðin, var fyrst
höfð í rjóðrinu, en bærinn
síðan byggður þar. Eins
skýrir sagan frá Brautar-
holti á Kjalarnesi, þar sem
gata hefir verið rudd gegn-
um skóg. Nöfnin Raftholt og
Næfurholt eru sjálfsagt kom-
in til af því, að þar
héfir byggingaVefni, í rafta
og til skjóls, verið notað úr
skóglendinu. Því teljum við
víst, að með þessum nafn-
giftum frá landnámsöld hafi
menn ætíð haft í huga trjá-
lendi á þeim stöðum.
— En þegar tímar líða,
verður breyting á þessu og
orðið fær aðra merkingu, og
ég held að sú breyting verði
eftir að skógurinn fer að
hverfa. Ég hef ferðazt um
Árnes- og Rangárvallaýslur
til að skoða bæi, sem enda á
-holt. taka myndir af þeim
og umhverfinu. f Árnessýslu
eru a. m. k. 55 holta-bæir.
Og ég hef þegar séð, að
nafnið hefir mismunandi
merkingu í þessum tveim
sýslum einum, eftir stað-
háttum. Ýmist er þetta með
grasivöxnum hólum með
mýrum umhverfis, eða á
mjög ófrjóu landi, sums-
staðar grýtt land, á öðrum
stöðum flatneskja.
— Hvenær hófuð þér þess-
ar rannsóknir?
— Rannsóknir mínar eru
ekki enn byrjaðar, fyrst er
að viða að sér efni, og ég
sneri mér fyrst að þessu í
ferúar s.l. Áreiðanlega hefir
áhugi minn á þessu kviknað
af því að norrænukennari
minn vestra var Gösta
Franzén, sem er sérfræðing-
ur í bæjarnöfnum og af-
burðasnjall fræðimaður, og
ég mun áreiðanlega leita til
hans um margt. Að lokum
má geta þess, að nemandi
hans var einnig ungfrú
Margaret Arndt, sem er orð-
inn doktor við háskólann og
ekkert blávatn í norrænum
fræðum. Hún hefir nú lokið
við nýja þýðingu á Laxdæla
sögu og lætur fylgja þýðing-
unni skýringar upp á,
hvorki meira né minna en
300 síður og American-
Scandinavian stofnunin gef-
ur út bráðlega. Ungfrúin er
ekki ókunn hér, því að hún
dvaldist hér hálft annað ár.
Skipstjórinn á að gefa
sem ýtarlegasta skýrslu.
í gær átti Vísir tal
við Isleif Árnason fulltrúa
borgardómara og spurð'
ist fyrir um það hvenær
sjópróf myndu hefjast út
af Sleipni.
ísleifur svaraði því til að
hann hefði lagt fyrir lögmann
útgerðarinnar að skipstjórinn
á bátnum sendi og legði fram
þegar sjópróf hefjast sem
allra ýtarlegasta skýrslu um
allan aðdraganda að því að
Heldur sjálfs-
morð en hæli.
Kravchenko, 46 ára, rúss-
neskur skemmtiferðamaður,
framdi sjálfsmorð í Caen, Nor-
mandí, 28. f.m.
Hann varpaði sér út um
glugga á fjórðu hæð gistihúss-
ins, sem hann bjó í. Lögreglan
í Caen kveðst hafa fundið bréf
frá honum, þar sem hann lýs-
ir sig ósamþykkan ríkjandi
stjórnarfari og stefnu í Sovét-
ríkjunum, og vilji heldur „fara
þessa leið“ heldur en biðja um
hæli sem pólitískur flóttamað-
ur.
báturinn. fórst, og fleira sem
það mál snerti.
Af þessum ástæðum kvað
ísleifur sig ekki hafa getað á-
kveðið tímann er sjópróf skyldu
jhefjast.
Hiísbruni
á Skógum.
Véla- og smíðahús Skóga-
skólans og öll smíðakennslu-
tæki hans eyðilögðust í eldi
í fyrrinótt.
Eldsins varð vart um kl. 2
um nóttina, en var þá svo magn-
aður orðinn, að þýðingarlaust
var með öllu að reyna nokkr-
ar slökkvitilraunir. Klukkan
þrjú var húsið brunnið til
grunna.
Þarna er um mjög tilfinnan-
legt tjón að ræða, þar sem bæði
húsið og áhöldin voru í lágri
tryggingu. Auk þess er skól-
inn rafmagnslaus og því ekki
fyllilega tryggt, að hann geti
tekið til starfa á tilskildum
tíma, en það er eftir rúmar
þrjár vikur.
Um upptök eldsins er ókunn-
ugt, en gizkað er á að kvikn-
að hafi út frá neista.