Vísir - 08.09.1961, Page 3

Vísir - 08.09.1961, Page 3
Föstudagur 8. september 1961 v 1 S í rt Svipmynd úr lífi sjónunnsins. Skemmtiferðafólk er á siglingu heim til íslands. ís- lendingar sem verið hafa suður á Majorka, fólk sem hefur heimsótt Nýhöfn eða Tivoli síðustu vikuna, fólk sem verður setzt í þægilegan skrifstofustól í Reykjavík eftir nokkra daga, það hefur ákveðið að sigla heim, þar á það skemmtlega daga um borð í glaðværum félagsskap við drykkju á Carlsberg og tollfríu whiský. Allt í einu berst neyðar- skeyti. fslenzkt fiskiskip er aS sökkva. Heklu er stefnt úr leið, ferðin aukin. Fréttir berast um að fiskiskipið sé sokkið, áhöfnin hafi far- ið í gúmbát. Það er kröpp bára og allhvasst. Leit er hafin að bátnum á víðáttum hafsins og tekst svo vel til að hann finnst skjótlega. Nokkrum klukkustundum síðar kemur bandarískt her- skip, sem tók skipsbrots- menn upp, í veg fyrir Heklu. Sami gúmbáturinn er lagður út og skipsbrotsmennirnir sex róa á honum yfir að hlið Heklu. Skemmtiferðafólkið safnast saman út að borð- stokknum. Kaldur gustur hefur allt í einu komið inn í líf þeirra, þeir hafa fengið svolitla skyndimynd úr lífi sjómannsins á hafinu. — Þessar myndir birtast hér í myndsjánni í dag, en þær tóku Elías Júlíusson og Þjóð- verji nokkur, og sýnir þegar Ketchner kom að Heklu.. Fólkið horfir á er skipbrots- mennirnir af Sleipni róa yfir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.