Vísir - 08.09.1961, Side 6
6
Ví S T R
Föstudag-ur 8. sept. 1961
Utan úr heimi
Lífvörður Kennedy’s
Þegar John F. Kennedy var
fyrir skömmu að leika golf,
veittu áhorfendur því athygli
að tveir grannvaxnir menn
voru án afláts í nánd við for-
setann. Mennimir voru
klæddir sportfötum eins og
kennedy. Þeir höfðu golfkylf-
ur í leðurhylkjum. En þeir
tóku kylfumar aldrei upp til
þess að slá með þeim.
Mennirnir skimuðu í allar
áttir og ekkert fór fram hjá
þeim. Þetta voru lífverðir
Kennedy. Hjá kylfunum í leð-
urhylkjunum höfðu þeir
hlaðnar vélskammbyssur —
svona til vara.
Svo er mál með vexti að
forseti U.S.A. fer ekkert án
þess að einn eða fleiri af líf-
verði hans fylgi honum.
Þessir menn hafa ekki ann-
að á sinni könnu en að gæta
forsetans og koma í veg fyr-
ir að honum sé gert mein.
Sama máli gegnir um konu
hans o gböm. Þeirra er gætt
gaumgæfilega.
Lífvarðarmennirnir *kunna
annað meira en berja niður
árásarmenn ef með þyrfti.
Þeir eru sérfræðingar í að
finna faldar vítisvélar, þeir
þekkja eiturefni og hættuleg-
ar lofttegundir. Þeir geta not-
að „geiger“mæla og greint
geislavirkni hluta eða efna o.
fl.
Þegar Kennedy flýgur frá
einum stað til annars, er æ-
tíð einn lífvörður hans í vél-
inni, sem getur stjómað flug-
vél og tekið krappar beygjur,
og einhver, sem ef þörf ger-
ist, getur séð forsetanum fyr-
ir fallhlíf og ýtt honum út
með einu sparki.
Fari forsetinn á refaveið-
ar þurfa „seeret-service*
mennimir að fylgja honum
ríðandi. Fari hann á skíði
verða lífverðamenn að kunna
á skíðum. Fari hann út að
synda, þurfa eftirlitsmenn-
imir að kunna sund og vera
reiðubúnir að bjarga forset-
anum frá dmkknun ef þörf
gerist. Fari Kennedy í opin-
bert samkvæmi er það nauð-
synlegt að lífvarðarmenn séu
góðir samkvæmis-menn „í
kjóli og hvítt“.
Forsetinn má ekki ganga
eitt einasta skref án þess að
hafa lífvörð með sér.
En fyrirmælin um konu
hans Jaequeline Kennedy em
ekki eins ströng. Hún getur
sjálf ákveðið hvort hún vill
hafa lífvörð eða ekki, er hún
fer eitthvað án þess um op-
inbera heimsókn eða sam-
kvæmi sé að ræða. En hún
kýs þó oftast að einhver líf-
varðarmaður fari með henni,
er hún fer til dömumorgun-
verða og tedrykkju.
Þá em bömin. Caroline er
þriggja ára og John F. litli
varð sex mánaða í maí í vor.
Bamanna skal gætt. Hér er
einkum um þá hættu að ræða
að bömunum verði rænt.
Þegar Caroline er að leika
sér í garðinum bak við Hvíta
húsið, er þar ætíð einn eða
fleiri menn úr lífverðinum og
er hún að ári liðnu fer að
sækja smábamaskóla, mun
einhver af hinum þrekmiklu
lífvarðarmönnum sitja í einu
homi kennslustofunnar og
fylgjast með því hvemig
teikning, útklippingar og ým-
islegt föndur er kennt. Böm-
in em einnig látin hafa yfir
vísur. T.d. „Ég veit um læ-
virkjahreiður".
Sé John F. litla ekið eitt-
hvað í bamavagninum fer líf-
varðarmaður í humátt á eftir
og er reiðubúinn að koma til
hjálpar ef þörf krefur.
Inni í Hvíta húsinu verð-
ur „secret-service" að vaka
yfir öryggi forsetans og f jöl-
skyldu hans, bæði þegar mat-
ast er í borðstofunni og dval-
ið er í dagstofunni.
Ef hr. og frú Kennedy vilja
hafa frið og ró — vera ein —
verða þau að fara upp í einka
íbúðina — á fyrstu hæð.
Þangað hafa lífvarðarmenn
ekki rétt til að fara né ber
skylda til þess.
1 einkaíbúðinni geta for-
setahjónin verið eins og ann-
að fólk.
• Nýlega er komin út mikil bók
um ,,Lindbergh-málið“ (bams-
ránsmálið). Þetta er mikið
verk, nœrri 600 síður, en höf-
undurinn, George Waller, hef-
ur unnlð að bóldnni í 25 ár.
Fiskur
á dagskrá.
Dagana 19.—27. septem-
ber verður haldin á vegum
matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar S. Þ. (FAO) ráð-
stefna sem f jallar um vanda-
mál í sambandi við næring-
argildi fisks og annarra fisk-
afurða. Ráðstefnan fer fram
í Washington.
Ráðstefnunni verður skipt
í fimm deildir, sem hver f jall-
ar um sitt sérstaka efni, þ.e.
a.s. „Hlutverk fiskafurða
meðal matvæla okkar“, „Efna
samsetning fisks og fiskaf-
úrða“, „Fiskur og fiskafurð-
ir í mataræði ýmissa landa“,
„Fiskur og fiskafurðir sem
fæðutegundir" og „Eftir-
spum eftir físki til manneld-
is og möguleikar á að auka
neyzluna".
FAO býst við þátttöku frá
mörgum hinna 88 aðild-
arríkja, en auk þess sækja
ráðstefnuna vísindamenn frá
ýmsum löndum og alþjóða-
stofnunum.
V
Nr. 20/1961
TILKYNNEffG
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækjaverk-
smiðjunnar h.f., Hafnarfirði:
Eldavél, gerð 2650 ..................... Kr. 3.950.00
_ _ 4403A — 5.250.00
_ _ 4403B — 5.950.00
_ _ 4403C — 6.550.00
_ _ 4404A — 5.850.00
_ _ 4404B — 6.550.00
_ _ 4404C — 7.100.00
Hitahólf .................................. — 600.00
Þvottapottur 100 1....................— — 3.600.00
— 50 1....................... — 2.750.00
Kæliskápur, L-450 ......................... — 8.425.00
Þilofn 250 w............................. — 420.00
— 300 w............................ — 440.00
— 400 w............................ — 460.00
— 500 w............................. — 535.00
— 600 w............................ — 590.00
— 700 w..............:............. — 640.00
— 800 w............................ — 720.00
— 900 w............................ — 800.00
— 1000 w.......................... — 910.00
— 1200 w............................ — 1.060.00
— 1500 w............................ — 1.220.00
— 1800 w............................ — 1.460.00
Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafn-
arfirði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við of-
angreint hámarksverð.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 7. sept. 1961.
Verðlagsstjórinn.
Á hverju sumri efnir
blaðið Milwaukee Joumal
til kappsiglinga á flatbytn-
um með utanborðshreyfla,
og fer þessi keppni fram
á Refaá, Fox River, sem
rennur skammt frá borg-
inni. Þessi mynd var tek-
in, þegar keppnin fór fram
fyrir nokkrum dögum, en
þá hvolfdi bátnum undir
Jim nokkrum Muehl, þeg-
ar keppnin stóð sem hæst,
og Bill Leutner, sem var
rétt á eftir, brunaði beint
yfir hann. Muehl skrám-
aðist lítið eitt — og svo
varð hann náttúrlega
hundblautur, en að öðru
leyti slapp liann „með
skrekkinn“.
Þetta glæsilega skip er
eina nýja hafskipið, sem
hóf farþegaflutninga milli
gamla og nýja heimsins á
þessu ári. Það heitir Em-
press of Canada, 27.300
lestir og því stærsta skip,
sem heldur uppi ferðum til
Montreal, hafnarborgar-
innar miklu við St. Láren-
tíusar-fljót. Fyrir stríð átti
félag það, sem er eigandi
þessa skips, Canadian Pa-
cific, enn stærra skip í At-
lantshafssiglingum. Það
hét Empress of Britain og
var 42.500 lestir, en það
komst ekki lengra en til
Quebec. Empress of Can-
ada getur flutt 1048 far-
þega í ferð. Það kostaði
um hálfa áttundu milljón
sterlingspunda.