Vísir - 08.09.1961, Síða 15

Vísir - 08.09.1961, Síða 15
Föstudagur 8. sept. 1961 VÍSIR * Astin sigrar allt. Mary Burchell. 14 — Ég hef ekkert bréf fengið frá þér, góða mín, sagði hann. Og svo brosti hann út í annað munnvikið: — Ég er hræddur um að þetta sé gamla sagan, Dreda. Það er ekki í fyrsta sinn sem þú hefur verið annars hugar þegar þú skrifaðir utan á bréf. Ef ég man rétt lentui bréfin þín stundum á skökk-! um stað. — Nei, nei. Ég veit að árit- ■ unin á bréfinu var rétt. Égj hafði sérstaklega gát á því j vegna þess að ... — Svei mér ef ég fer ekki að verða forvitinn. Og um leið hryggur yfir að hafal ekki fengið þetta bréf, sagði Oliver létt. En Erica tók eft- ir að honum var órótt og að hann hélt fast í rúðukarm- inn á bílnum. Vitanlega var honum ráð- gáta hvað orðið hafði af bréf- inu. Og hún fór að brjóta heilann um hver hefði náð í bréfið og komið því fyrir kattamef. En Erica sem gat svarað spumingunni sat kyr eins og mús og óskaði að ekki yrði illindi út af þessu. Það var nærri því óhugsandi að þau létu við svo búið standa. Dreda virtist að minnsta kosti ekki ætla sér það. — Þetta er blátt áfram hlægilegt! Einhvers staðar hlýtur bréfið að vera, sagði hún. Allt í einu virtist hún gera sér ljóst að hún væri að missa virðuleikann, einmitt þegar hún þurfti mest á hon- um að halda. Hún reyndi að stilla sig og loks tókst henni að verða nokkurn vegin róleg aft'ur. — Jæja, það verður ekki við því gert. Og í rauninni skiftir það ekki miklu máli . . . Hún renndi hörðum aug- unum til Ericu og svo aftur á Oliver. — Kannske það sé eins gott að það lenti í óskil- um, þegar maður lítur á það, sem gerzt hefur í dag. Og svo hló hún. Það var hláturinn, sem verkaði svo mjög á Oliver, þóttist Erica sjá. Henni lá við að halda að hann mundi þrífa í Dredu og heimta a hún segði sér hvað stóð bréfinu. En áður en hann sagði nokkuð sagði Dreda kuldalega: — En nú verð ég að Iofa ykkur að komast á stað. Það er ófyrirgefanlegt að tefja fólk, sem er að leggja upp í brúðkaupsferð. Og hvað sem öðm líður verð ég í þessum hluta veraldarinnar þegar þið komið aftur. Hvert ætlið þið, annars?Eða er það leyndarmál ? — Nei, það er ekkert leyndarmál, sagði Oliver, og það var auðheyrt, að honum var erfitt um að tala. — Við ætlum til Italíu — og verð- um lengst af í Verona. — Verona? Dreda endur- tók orðið þannig að það hljómaði eins og músik. — Það er staður allra staða, sérstaklega þegar um brúð- kaupsferð er að ræða. Það er rómantískasti staðurinn á jarðríki. — Já, sagði Oliver nærri því harkalega. — Erica hlakkar til að sjá Verona. Og ég — mig langar til að sýna henni bæinn. — Vitanlega. Bros Dredu varð enn fal- legra en ella, vegna þess að það vottaði fyrir þrá í því. — En hvað ég öfunda yður, Erica! Erica sagði eitthvað, til málamynda, en í rauninni hafði hún enga hugmynd um hvað það var sem hún sagði. Svo tók hún eftir að Dreda leit á hana með forvitni áð- ur en hún sagði: — Ég man ekki eftir neinni Ericu í hópnum okkar í gamla daga. En þér hafið kannske ekki komið hingað fyrr en eft'r að ég fór frá : Englandi ? — Ég geri ráð fyrir þvi. j En annars kjmntist ég ekki Oliver í samkvæmum. Ég var einkaritari hans. — Einkaritari hans! Er það mögulegt? Þá eruð þér með öðrum orðum ein af þessum hræðilega duglegu manneskjum. Og þér hugsið um allar hans reiður — t. d. bréfin ? „ jí,_ að nokkru leyti... — Það var forvitnilegt, sagði Dreda og dró seiminn og hafði ekki brosandi augun af Ericu. — Svo að þér hugs- uðuð um bréfin hans .. . Ég skil. . . En Ericu var ekki létt í huga er hún var að velta fyr- ir sér hve mikið Dreda hefði eiginlega skilið. Hún tók varla eftir því sem gerðist og hvemig kveðjum- ar fóm fram, eða að hún og Oliver voru loksins komin af stað. Henni fannst hún heyra óminn af tortryggnisrödd Dredu fyrir eyrum sér og gat ekki gleymt augnaráði henn- ar. Góður kæliskápur er gulli betri KÆLISkAPURINN ER EFTIRLÆTI HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA Hin hamingjusama húsmóðir, sem á KELVTN'ATOR, getur alltaf hrósað honum við vinkonu sina. V e r ð : 6 cubfet. Kr. 11.335,— 7,7 cubfet. Kr. 13.390,— 9,4 cubfet. Kr. 15.965.— Kynnið yður kosti KELVINATOR Verið hagsýn — Veljið Kelvinator AUSTURSTÆTI 14 SIMI 11687 Þetta batnaði dálítið eftir að hún og Oliver vom orðin ein í lestinni. Hver mínúta sem leið flutti þau lengra burt frá Dredu, og kannske þyrftu þau aldrei að sjá hana aftur . . . Hún hafði verið er- lendis árum saman . . . Kann- ske hún .. . Svo mundi Erica eftir setn ingunni: — „Hvað sem öðru líður verð ég í þessum hluta veraldarinnar þegar þið kom- ið aftur.“ Það var ekki það, sem hún hafði ætlað sér, ef marka mátti bréfið. Af einhverri á- stæðu hafði hún breytt á- formi sínu. Og ef til vill var það gert út af Oliver. Erica hlustaði á urrið í hjólunum og fannst það ógn- andi. Og síðar hlustaði hún á skmðninginn í flugvéla- hreyflunum og fannst hann ógnandi líka. En þó var henni ljóst að annað var meir ógnandi en þetta vélahljóð. Og það var þögli Olivers. Hann var lítill málskrafs- maður. Og hún hafði ekki búist við að hann talaði mik- ið. En þetta þegjandi sinnu- leysi, sem hann var stundum að reyna að hrista af sér, gat aðeins þýtt eitt: Hann hlaut að vera að hugsa um hvað hefði staðið í bréfinu. Og í sambandi við það hlaut hann að spyrja sjálfan sig, hvort Dreda hefði boðið honum sættir, og þeim mögu- leika hefði hann vafalaust tekið feginsamlega, ef hann hefði vitað um hann. — Skyldi nokkur stúlka í heiminum hafa byrjað brúð-| kaupsferðina sína svona ?! hugsaði Erica raunamædd. j Þau gistu á einu frægastá lúxushótelinu í París. Það fór hrollur um Ericu er hún sá nafnið, því að það var það sama sem hafði staðið á bréf- hausnum frá Dredu. Glæsileg herbergjasam- stæða hafði verið tryggð þeim og Erica reyndi að imynda sér að hún hefði gaman af öllu þessu glysi og íburði. En í rauninni naut hún alls ekki lífsins. Hún grét sig í svefn í rúmi sem hæft hefði drottn- ingu, og líklega lá Oliver andvaka í öðru álíka rúmi og kvaldist af tilhugsuninni um Dredu. Erica gat vitanlega ekki við öðru búist en þessu, því að bónorð hans hafði ekki gefið nein fyrirheit. En samt fannst henni hugraun að þaií ætti að halda áfram að lifa saman eins og ókunnugair manneskjur. Daginn eftir héldu þau ferðinni áfram. Þau gistu næstu nótt á öðru lúxushótel- inu, og Oliver var svo viðut- an, að Erica mundi alls ekki K V I S T A sinn hátt vildi ég gjaman bjóða yfirmanni mínnm heim til að bragða þinn ljúffenga mat, en hinsvegar er góð vinna ekki á hverju strái. ®PIS oyo.wu-t* Þér vitið ekki hve feginn ég er að heyra, að ég hafi í rauninni lausa skrúfu, ég var farinn að halda að ég væri svona.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.