Vísir - 08.09.1961, Qupperneq 16
VISIR
Föstudagur 8. september
Rættum
gatnagerö
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær
var rætt um gatnagerð bæjar-
ins. Það kom meðal annars
fram : ræðum bæjarfulltrúa,
að þeir telja nauðsynlegt fyrir
bæinn að hann fái nýjan tekju
stofn fyrir gatnagerð. Var rætt
um benzínskatt eða hluta hans
í bessu sambandi.
Gunnlaugur Pétursson var í
sæti Geirs Hallgrímssonar,
borgarstjóra, sem er í sumar-
fríi.
Fyrsti haust-
• r
snjor.
Fyrsti liaustsnjórinn sást í
fjöllum við Eyjafjörð í fyrra-
dag, en þá voru fjallabrúnir
gráar í rót.
í byggð rigndi mikið aðfara-
nótt þriðjudagsns, en snjóaði
hinsvegar .til fjalla. Ekki hefir
næturfrost komið ennþá á lág-
lendi, en í nótt komst hitinn
niður í þrjú stig. f morgun er
hitinn kominn upp í 5 stig með
bjartviðri og sólskini.
íslenzkt sælgæti í stórnm
stíl á Ameríkumarkað.
Linda h.f. á Akureyrí endurbyggir
verksmiðjur t því skyni.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda á Akureyri mun nú
hefja útflutning á súkkulaði til Bandaríkjanna, en þar
hafa boðizt miklir markaðir. Undanfarin fjögur ár
hefir verksmiðjan flutt út súkkulaði til Noregs og
Danmerkur. Verks-íniðjan tekur til starfa nú um helg-
ina í nýjum húsakynnum.
Eyþór Tómasson, eigandi
fyrirtækisins, sagði í við-
tal við Vísi í morgun að stærð
nýja verksmiðjuhússins væri
3000 fermetrar á þrem hæðum,
eða samtals 10.300 rúm-
metrar. Gamla verksmiðju-
húsið, sem Linda hafði fram-
leiðslu sína í, var 900 fermetra
stórt, en nú hefur Áfengisverzl.
ríkisins ikeypt það og flytur
þangað með útibú sitt á Ak-
ureyri.
Eyþór sagði, að Lindaverk-
smiðjan nýja væri ekki aðeins
langsamlega fullkomnasta verk
smiðja sinnar tegundar hér á
landi, heldur mætti leita langt
út fyrir endimörk landsins
að jafn fullkominni súkkulaði-
verksmiðju. Vélakosturinn er
frá Vestur-Þýzkalandi að lang-
mestu leyti, og af fullkomnustu
gerð, þannig, að framleiðslan
er sjálfvirk að svo miklu leyti
sem unnt er.
Vísir innti Eyþór eftir því
hvort innanlandsmarkaðurinn
væri nógu mikill fyrir jafn
stórvirkar vélar. Hann svaraði
því til, að endurbygging verk-
smiðjunnar með margföldum
afköstum á við þá gömlu, væri
fyrst og fremst miðuð við út-
flutning á súkkulaði og sælgæti.
Linda byrjaði fyrir fjórum ár-
um að flytja út súkkulaði til
Danmerkur og síðan til Noregs,
eyn nú væri Ameríkumarkaður
fyrir hendi og það í svo stórum
stíl, að Eyþór kvaðst mundu
fullhertur að anna eftirspurn-
inni. Hann sagði, að þar væru
að opnast hinir ótrúlegustu
möguleikar. Samningsaðilar
væri þegar búnir að koma sér
saman um verð og gæði, en
Framh. á bls. 5.
Ctý •/
Þórhallur Maack, sem er
scndill á ritstjórn Vísis, heldur
hér á merkilegu björgunartæki
sem mjög er að ryðja sér til
rúms vegna þess hve fyrir-
hafnarlítið það er. Það heitir
SARAH og er alveg sjálfvirkt.
Það þolir að liggja í sjó. Flug-
vél sem leitar að nauðstöddum
báti með svona tæki, heyrir í
neyðarsendi þess í mikilli fjar-
lægð, sömuleiðis leitarskíp.
Rafhlöður tækisins gera því
kleift að senda viðstöðulaust í
24 klst. Sjá stutta frétt á bls.
9.
AusturvöIIur er og hefur lengi verið einn fallegasti blettur í
Reykjavík. Enn hefur það aukið á ánægju bæjarbúa, að nú eru
blómabeðin upplýst er skyggja/tekur. Þessa skemmtilegu mynd
tók ljósmyndari Vísis, Ingimundur Magnússon þar.
Vh'sir hefur haft fregnir
af því austan úr Svíþjóð að
bókaútgáfa ein í Stokk-
hólmi, Steinsviks Bokforlag
sé nú að undirbúa heildar-
útgáfu allra Islendinga-
sagna.Það er norrænufræð-
ingurinn dr. Áke Ohlmarks
sem vinnur að þýðingu
sagnanna og stendur verk-
ið nú sem hæst. Eftir því
sem Vísir hefur fregnað
mun ætlunm að sögurnar
komi út allar nokkurnveg-
ínn samtímis eða með mjög
stuttu millibih.
Mikilvirkur þýðari.
Dr, Ohlmarks dvaldist hér
á íslandi sem sænskur sendi-
kennari fyrir stríð á árunum
1935 og 36. Hann lærði ís-
lenzku vel og hefur sérstak-
lega á síðustu árum unnið að
þýðingum og útgáfum á Eddu-
kvæðum. Hann hefur gefið út
nokkrar bækur með þýðingu á
Eddukvæðum, Eddans Guda-
sánger 1948, Eddans Hjálte-
sánger 1954, Eddica . minora
1955, Eddica apocrypha 1956
og Islands hedna skaldediktn-
ing 1957.
Kramh á 5. síðu
A-kaldi og
skýjað í dag.
Stinnings-
k kaldi í nótt.