Vísir - 25.09.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 25.09.1961, Blaðsíða 10
10 VtSIB Mánudagur 25. september 19G1 MYNDLIST Nú í sumar munu nokkrir erlendir myndlistamenn hafa komið hingað til lands og dvalið hér um skeið. Erindi þeirra mun einkum vera það, að kynnast íslenzkri náWúru, umhverfi ólíku því, sem þeir hafa áður þekkt. Vonandi verður förin til nokkurs árangurs fyrir list þeirra. Einn þessara lista- manna sýnir þessa dagana í Ásmundarhúsi við Freyju- götu, en hann er kominn alla leið frá ævintýralandinu Mexico. List þessa fjarlæga lands mun flestum hér ókunn, nema þá af orðspori, en nöfn þeirra Rivera og Orozco eru t.d. þekkt um allan heim. Þessir aldamótamenn og aðrir mótuðu á sterkan og sérstæðan hátt upphaf að nýju tímabili í list þjóðar sinnar, en byggðu hana á þjóðlegum erfðum og mörg- um ævafornum. En þegar svo er_ þá verður yngri mönnum oft erfiður eftir- róðurinn og kjósa þá margir hverjir heldur að leita inn á aðrar brautir, en að standa í skugga forgöngumann- anna. En sé þetta vandamál erfitt viðfangs þá er sú hætta heldur ekki langt undan, að lenda í einhverju, sem kalla mætti alþjóðlega grautar- gerð, sem hvorki ber sín heimalands mót, né heldur merki um persónulegt sjálf- stæði. Á þessari sýningu Chapa er 41 mynd og flestar mál- aðar með olíulitum. Er Viðtal dagsins — Framh. af 4. síðu. safnstjóri, er fer miklum að- dáunarorðum um hann og list hans í neðanmálsgrein í Berlingske Tidende 16. sept. sl., er nefnist Islands natur og kunst. Hann segir m. a. >að við nánari kynni af lífs- starfi Kjarvals við skoðun málverka hans í listasafn- inu og einkasöfnum verði menn að viðurkenna, að þessi listamaður hafi betur en nokkur annar listmálari „sýnt okkur sál íslands“. — Eg gekk um sali með Jóni og virti fyrir mér mál- verkin. Þau voru þarna í tugatali, stillt upp við veggi, því að búið var að taka þau niður, því að brátt streymir sumarglöð æskan inn í salina, þar sem ísland blasti við sjónum í allt sumar í lita- dýrð Kjarvals. A. Th. nokkuð þétt skipað í salinn, en kemur þó ekki svo mjög að sök. Listamaðurinn málar að jafnaði með aðskildum pensilstrikum og er grunn- urinn auður á milli. Lita- spil verður því lítið, enda notar hann mjög Ijósa liti og ekki sterka. Formin eru óákveðin, ef nokkur eru. Bezt finnst mér að þær myndir hafi telcizt, sem kalla má með nokkrum rétti hlut- lægar, svo sem t.d. Fjöll í rauðum og bláum litum, — Trjágróður í svala nætur og Kínahverfið, en í þeim hafa þensilstrikin að minnsta kosti ákveðinn tilgang. Eg tel afsakanlegt þó búizt hafi verið við einhverju sér- stæðara og þróttmeira frá svo fjarlægu og merkilegu iandi, þótt undirstaðan væri ekki aftan úr forneskju eða stíllinn sóttur í smiðju þeirra Rivera eða Orozco því aldamótamennirnir eru ekki lærifeður lengur. Felix. Siguringi tónskáld opnar málverkasýningu. SÍÐASTL. laugardag opnaði sína fyrstu málverkasýningu í Bogasalnum Siguringi Hjörleifs- son, sem áður er þjóðkunnur sem tónskáld og einnig hefur gefið út Ijóðabók, en kennari við Austurbæjarskólann hefur hann verið frá byrjun. Eru flestar myndirnar af landslagi víðsvegar af fslandi. Voru 12 myndir seldar í gærkvöldi, þar af seldust á fyrsta hálftíman- um 9 myndir. Enda þótt þetta sé fyrsta sýn ing Siguringa, er hann ekki al- ger viðvaningur í listinni. Síð- ustu ár Ásgríms Jónssonar ferð- aðist Siguringi mikið með hon- um á málaraferðum hans ásamt Jóni bróður Ásgríms, og hefir áður verið á það minnzt í við- tali við Jón, er birtist hér í Visi í fyrra. Hann lærði og hjá Kurt Zier fyrir mörgum árum í Handíðaskólanum, seinna hjá Sigurði Sigurðssyni listmálara, og loks hefir hann notið kennslu þýzka listmálarans og forn- fræðingsins Haye W. Hansen, sem mörgum er hér kunnur og hefir haldið hér sýningu. Siguringi hefir málað flestar þessar myndir síðustu tvö árin og eru flestar til sölu. Sýningin stendur yfir til 3. október, opin virka daga kl. 14—22, en á sunnudögum kl. 10—22. Ásmundur Sveinsson og Jón Gunnar við höggmynd hins síðarnefnda á afmælissýningunni. Tilky nning Samkvæmt samningi vorum við Vinnuveitendasamband íslands, verður leigugjald fyr- ir vörubifreiðar í tímavinnu, frá og með deginum í dag og þar til öðruvísi verður ákveð- ið, sem hér segir: Fyrir 2% tonns vörubifreiðar Kr. Dagv. 101.25 Eftirv. 113.75 1 Næt. & helgid. 126.24 pr. klst. 2% til 3 tonna hlassþunga — 114.30 126.80 139.29 — — 3 — 3y2 — — — 127.40 139.90 152.39 — — 3% — 4 — — — 139.35 151.85 164.34 — — 4 — 41/2 — — — 150.25 162.75 175.24 — — 4 y2 — 5 — — — 159.00 171.30 183.99 — — 5 — 5y2 — — — 166.60 179.10 191.59 — — 5% — 6 — — — 174.25 186.75 199.24 — — 6 — 6% — — — 180.75 193,25 205.74 eVz — 7 — — — 187.30 199.80 212.29 7 — 7% — — — 193.85 206.35 218.84 — — 7% — 8 — — — 200.40 212.90 225,39 — — Aðrir taxtar hækka í sama hlutfalli. Reykjavík, 24. sept. 1961. Vörubílstjórafélagið ÞRÓTTUR. 1) „Áttu við, að þú raun verulega elskir mig“?- spurði Wala hikandi. ) Mario kinkáði kolli: „Og það hef ég gert lengi, og sannað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.