Vísir - 25.09.1961, Blaðsíða 13
Mánudagur 25. sept. 19öl
VfSIB
13
Storm P.
Krossgáta
— Hugsið þér aldrei um gát-
ur lífsins?
— Eg sem geng mina kross-
gátu eftir gangstéttinni á
hverjum degi.
— Útvárpiö —
í kvöld:
420:00 Um daginn og veginn
(Snorri Sigfússon námsstj.).
— 20:20 Einsöngur: Sigurður
Ólafsson syngur. — 20:40 Upp
lestur: „Móhammeð ben Lhao-
ussin", bókarkafli eftir Anto-
ine de saint Exupery. Erlingur
E. Halldór'sson þýddi. — Erling
ur Gíslason leikari flytur. —
V.V4*»V.W*W»W»V
21:00 Tónleikar: Fiðlukonsert
nr. 4 í d-moll eftir Paganini.
— 21:30 Utvarpssagan: „Gyðj-
an og uxinn" eftir Kristmann
Guðmundsson; XVI. (Höf. les).
— 22:00 Fréttir og veðurfr. —
22:10 Um fiskinn (Stefán Jóns
son f réttamaður). — 22:25
Kammertónleikar: Strengja-
kvartett í C-dúr, op. 59 nr. 3
TVlVEGIS hefur gefizt tilefni
til þess að undanförnu, að ræða
eilítið um leigubílstjóra, þ. e.
einstaka menn í þeirri stétt. 1
fyrra skiptið vegna sölu á eitr-
uðu áfengi, og í hitt skiptið
vegna okurs á vindlingapakka.
Nú fyrir helgina leit einn af
lesendum blaðsins inn á rit
stjórnarskrifstofurnar, og sagð
ist geta bætt við einni sögu
í þennan hóp, sem þó væri kann
ske ekki mjög alvarleg, en
sýndi þó í senn ábyrgðarleysi
og þá gróðafíkn, sem mjög
virðist einkenna einstaka menn
í stéttinni, og áður hefur verið
vikið að.
Hann sagðist hafa lagt leið
sína á eina bifreiðastöð í Aust-
urbænum nú í siðustu viku, —
og reyndar viðurkenna, að
hann hefði ekki verið kominn
í sem löglegustum erindum.
Hann var sem sé á leið á dans-
! leik, og þurfti á að halda ein-
hverju áfengi. Nú er það ekk-
ert launungarmál, að slík sala
á sér stað i meiri og minni
stíl, og eins og frásögumann
grunaði, þá tókst eftir skamma
stund að hafa uppi á miðaldra,
gráhærðum og frekar kinn-
fiskasognum manni úr stétt-
inni, sem kvaðst geta leyst úr
hinum bráða vanda komu-
manns.
Bifreiðarstjórinn bað hann
tala við sig inn á salerni, og
þar falbauð hann tvær hálf-
flöskur af því sem hann kvað
vera vodka.
Sá er keypti innti hann eftir
því, hvort víst væri, að hér
væri ekki um að ræða ísvarn-
arvökvann af Keflavíkurflug-
velli, þar eð flöskurnar vorr
áteknar. Bifreiðarstjórinn kvað
nei við.
Síðar, er kaupin höfðu farið
fram, og komumaður var 150
krónum fátækari fyrir eina
bjórflösku af ,,vodka“, var far-
ið að smakka á veigunum. —
Þótti þá svo einkennilegt
bragð að, að tveir af þremur
viðstöddum þorðu ekki ofan í
sig að láta, og var ákveðið að
láta efnagreina mjöðinn.
Efnagreiningin leiddi í ljós,
að hér var um að ræða spíri-
tus, drykkhæfan að vísu, en
saman við hafði verið hellt
hitaveituvatni, því að nokkurt
magn að kísil fannst i vökv-
anum. Hefur það átt að gera
bragðið þannig, að ekki væri
hægt að skera úr í fljótu
bragði hvað á flöskunni væri.
Eitt er, eins og áður hef-
ur verið sagt, að selja heiðar-
leg áfengi, frá áfengisverzlun-
inni, þótt lögbrot sé, en hitt er
að selja mönnum falsaða vöru,
spíra blandaðan með því, sem
fólk leggur sér ekki almennt
til munns.
Hér ræður enn gróðrafíknin,
því að hafa má nokkrum krón-
um meira upp úr því, að kaupa
smyglaðan spíritus, sem eng-
inn veit, hvorki bílstjórinn sem
selur hann, eða sá sem upp-
haflega keypti hann, hvort um
drykkjarvarning er að ræða
eður ei. Það hefur marg oft
komið fyrir, og verið frá því
skýrt í blöðum á Norðurlönd-
um, að sjómenn á skipum það-
an hafa keypt spiritus í Hol-
landi og Belgíu, og víðar, og
misst siðar sjónina af neyzlu
hans, eða þá hreinlega dáið.
Nei, heldur skal verzla með
slíka vöru, jafnvel þegar vitað
er, að eitthvað magn er af eitr
uðum spíritus í umferð, til þess
að græða nokkrum krónum
meira, en skeyta engu um af-
leiðingarnar, fyrir þá sem
kaupa.
Skal hér komið á framfæri
þeirri beiðni og áskorun við
menn, að ef þeir endilega
þurfa að skipta við þessa stétt
með áfengi, þá skulu þeir ekki
veita móttöku öðru en merkt-
um flöskum úr áfengisverzlun-
inni, — óáteknum.
Heima er bezt, ágústhefti 11.
árg. er komið út. 1 því eru tvær
greinar helgaðar síra Eiríki Ei-
ríkssyni, þjóðgarðsverði, önnur
eftir Guðm. G. Hagalín, hin eft-
ir Skúla Þorsteinsson. Halldór
Ármannsson skrifar frásögu-
þátt sem nefnist „Ljósið og
hundurinn". Þá skrifar ritstjór-
inn Steindór Steindórsson um
plöntur á dýraveiðum og rit-
stjórarabb sem hann kallar Á
förnum vegi. Gísli Helgason
skrifar um ræktunarmöguleika
á Héraði. Sveinbjörn Beinteins-
son skrifar um Sigurð Breið-
fjörð, Daði Daviðsson um Brík-
arhelli og Stefán Jónsson um
Þarfasta þjóninn. Auk þess er
í heftinu dægurlagaþáttur,
framhaldssögur o. fl.
★
Tæknibóltasafn IMSl,
Iðnskólahúsinu er opið alla
virka daga kl. 13—19, nema
laugardaga kl. 13—15
Skýringar við krossgátu
nr. 4488:
Lárétt: — Guðaveigakrús. 7
eignast. 8 sveit. 10 leiðinda. 11
ílát. 14 fylgt eftir. 17 á skipi.
18 blóma. 20 fæðu.
Lóðrétt: — 1 Stendur fram-
arlega. 2 tónn. 3 allt I lagi
(erl.). 4 fá í hendur. 5 fugl. 6
flýti. 9 tilfinning. 12 fæða. 13
peninga. 15 hvíldarstaða. 16
skip. 19 sá.
Lausn á krossgátu nr. 4487:
Lárétt: — 1 Minkana. 7 ós.
8 óráð. 10 ama. 11 Rósa. 14
nisti. 17 in. 18 lind. 20 linar.
Lóðrétt: — 1 Móarnir. 2 is. 3
kó. 4 Ara. 5 náma. 6 aða. 9
uss. 12 óin. 13 Atli. 15 iin. 16
adr. 19 na.
MSÍSMl
Eg þekki aðeins röddina í
honum gegn um síma, en —
mér heyrist hann vera
íþróttamannslegur, með
brún auga, og hökuskarð.
eftir Beethoven. — 22:55 Dag-
skrárlok.
266. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 06:19.
Sólarlag kl. 18:19.
Ardegisháflæður kl. 05:39.
Síðdegisháflæður kl. 18:00.
Nœturvörður er í Vesturbœj-
arapóteki.
Slysavarðstofan er opin all-
an sólarhringinn Læknavörður
kl. 18—8 Simi 15030.
Minjasafn Reykjavikur, Skúla-
túni 2, opið kl 14—Í6, nema
mánudaga — Listasafn Isiands
opið daglep kl 13:30—16. -
Asgrimssafn, Bergstaðastr 74.
opið þriðiu-, fimmtu- og sunnu
daga kl 1:30—4 Listasafn
Einars Jónssonar er opið á
sunnud og miðvikud ki 13:30
—15:30 — Þjóðminjasafnið
er opið á sunnud., fimmtud.,
og laugardögum kl 13:30—16
Bæjarbóksafn Reykjavikur,
sími 12308 Aðalsafnið Þing-
holtsstræti 29A Lokað sunnu-
daga Lesstofa opin 10—10
virka daga nema laugardaga
10—4. Otibúið Hólmgarði 34.
Opið 5—7 nema laugard og
sunnud — Otibúið Hofsvalla-
götu 16. Opið 5:30—7:30 nema
laugard. og sunnudaga.
SVKABARBAKKI ISBAIRBS
AUSTURSTRÆTl 5 - REYKJAVtK
0TIBU
AUSTURBÆ JAROTIBO. LAUGAVEGI 114
MIÐBÆIaRUTIBU. LAUGAVEGI j
akureyri. STRANDGOTU 5
EGILSSTOÐUM
Trygging fyrir innlánum er ríkisábyrgð auk eigna
bankans sjálfs, enda er bankinn ríkiseign.
Banklnn annast
öll IniHend
bankaviðskiptl,
tekur á mútl fé
I sparisjóð 09
hlauparelknlng.
LIP KIRBY
Eftir: JOHN PRENTIOE
og ERED DICKENSON
1) — Hér er taflan yðar
Hooker.
— Eg hef þegar tekið mín-
ar seinustu töflur. Látið mig í
friði.
2) — Eg á ekki langt eftir
Kirby. Þess vegna vildi ég tala
við yður.
— Eg mun gera, hvað ég
get.
3) — Þér verðið að gera
fyrir mig dálítið, sem ég
treysti engum öðrum til; þá
mun ég geta hvílt í friði.