Vísir - 25.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 25.09.1961, Blaðsíða 9
Mánudagur 25. september 1961 VÍSIR 9 Geislun Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á laggirnar sérfræðinga- nefnd um þessi mál (United Nations Committee on the Effects of Atomic Radiation). Sendi nefnd þessi frá sér ýt- arlega skýrslu árið 1958. Nefnd á vegum brezka læknaráðsins (Medical Re- search Council) hefir gert tvær skýrslur um hættu af völdum geislunar, þá fyrri ár ið 1956 og hina síðari í árs- lok 1960. Einnig hefir Banda- ríkjaþing gengizt fyrir víð- tækum yfirheyrslum (hea- rings) um þessi mál, árin 1957 og 1959, einkum með tilliti til hættunnar af geisla- virkni frá kjarnorkuspreng- ingum. Auk þess hafa verið birtar ótal greinar um rann- sóknir á þessu sviði. Þótt mikið hafi verið unnið að rannsóknum á áhrifum geislunar, er þó langt frá því, að þekkingin á þeim sé full- nægjandi. Reynslan af áhrifum mik- illar geislunar sýnir, að mannslíkaminn þolir ekki nema takmarkaða geislun. Ef maður fær á nokkrum mínútum geislunarskammt, sem nemur 600 rem, yfir all- an líkamann eða mikinn hluta hans, lifir hann það ekki af. (Rem er eining'fyrir móttekinn geislunarskammt) Á einstaka hluta líkamans þolir hann stærri skammta. Við minni geislun eru áhrif- in ekki bráðdrepandi, en geta hins vegar leitt til banvænna sjúkdóma. Það hefir komið í ljós, að meðal þeirra, sem voru í Hiroshima og Naga- saki, þegar kjarnorku- sprengjum var varpað á þess- ar borgir, hefir borið meira á leukemia (blóðsjúkdómi) og krabbameini en almennt er og því meira, sem fólkið var nær sprengistaðnum, þ. e. varð fyrir meiri geislun. Þess ber að gæta, að þetta fólk hefir orðið fyrir tölu- verðri geislun, allt upp í nokkur hundruð rem. Um áhrif lítillar geislunar, örfá rem. eða jafnvel örlítið brot úr rem, er minna vitað. Yfirleitt hefir verið gert ráð fyrir því, að áhrifin séu í hlutfalli við geislunina. Sam- kvæmt því hefði lítil geislun á löngum tíma sömu áhrif og meiri geislun á tilsvarandi skemmri tíma, þannig að skammturinn yrði sá sami. Síðustu rannsóknir benda þó til þess, að þetta sé ekki rétt, heldur hafi lítil geislun um langan tíma minni áhrif. Þetta er afar mikilvægt atriði, því að frá náttúrunni fær maðurinn geislun í smá- um stíl allt sitt æviskeið. Þessi náttúrugeislun hefir ekki megnað að tortíma mannkyninu, þó að hún hafi eitthvað skaðað það. Geis'lun sú, sem maðurinn verður fyrir frá náttúrunni stafar frá geimgeislum, geislavirkum efnum í jarð- vegi og lofti og geislavirkum efnum í mannslíkamanum. Geimgeislar koma til jarð- ar utan úr geimnum, eins og nafnið bendir til. Geislunar- kammtar frá þeim fara mjög eftir hæð yfir sjávarmál, eru þrisvar sinnum meiri í 3000 m hæð en við sjávarmál. Einnig eru þeir breytilegir eftir legu staðarins á jörð- inni. Fólk, sem býr hátt í fjöllum fær því miklu meiri geislunarskammt af þessum völdum en fólk, sem býr við sjávarmál. í ihlum jarðvegi er meira erfðaeiginleika eru þó sér- staklega afdrifarík, því að eða minna af geislavirkum efnum, úraníum, þóríum og efnum, sem af þeim myndast, og sömuleiðis kalíum. Magn þessara efna er þó breytilegt frá einum stað til annars. Þar sem mikið er af úraníum og þóríum í jörðu, t. d. í Indlandi og Brasilíu, er geisl- un frá jörðinni miklu meiri en þar, sem lítið er um þessi efni. Yfirleitt er miklu meira af þessum efnum í súru bergi en í basalti, svo að hér á landi er geislun frá jörðu minni en víða annars staðar. f steinhúsum eru einnig geislavirk efni, þar sem byggingarefnin eru tekin úr jörðinni, en geislunin fer auðvitað mjög eftir því, hvaðan byggingarefnin eru tekin. kynið í heild. Hér verður að- eins rætt um geislunar- skammta, sem hafa þýðingu fyrir erfðaeiginleika. í skýrslu þeirri frá sérfræð- inganefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem áður er getið, er eftirfarandi tafla, sem sýnir árlegan geislunarskammt frá náttúrunni á einstakling. Einingarnar eru millirem (mrem), þ. e. þúsundasti hluti úr rem. Árlegur geislunarsk. (mrm). Geimgeislar .......... 28 Geislun frá jarðvegi .. 47 Geislun frá andrúmsl. 2 Kalíum 40 ............. 19 Kolefni 14.............. 2 Önnur efni.............. 2 Alls um ....... 100 Þess ber að gæta, að þessar tölur eru mjög breytilegar frá einum stað til annars, sums staðar miklu hærri. Geislun frá röntgentækjum o. fl. Læknavísindin hafa tekið röntkengeisla og geislavirk efni í sína þjónustu, Þau eru ómissandi tæki 1 leit að og baráttu gegn fjölmörgum sjúkdómum. Fjöldi þeirra manna, sem bjargað hefir verið frá dauða eða langvar- andi sjúkdómum með þeim, er óteljandi. Notkun þeirra hefir þó í för með sér, að kynkirtlamir verða fyrir geislun og af því stafa erfða- áhrif. í þeim löndum, sem læknavísindin standa á háu stigi er áætlað, að árlegur geislunarskammtur af þess- um völdum sé um 20 mrem. í iðnaði eru einnig notuð röntgentæki og geislavirk efni. Árlegur geislunar- skammtur af þeim sökum er áætlaður minni en 1 mrem. Sjálflýsandi úr og klukkur og önnur slík tæki eru geislavirk, en geislunin frá þeim er talin minni en 1 mrem á ári.. Geislun fró kjarnorkusprengjum. Af þeim geislavirku efn- um, sem myndast við kjarn- orkusprengingar og berast út í jörðina, eru það einkum strontíum 90, cesíum 137 og kolefni 14, sem hafa þýðingu fyrir langvarandi geislunar- áhrif. Áhrifa strontíum 90 gætir í beinum, en hinna einnig í kynkirtlum, svo að erfðaáhrifin stafa frá þeim fyrst og fremst. Geislunar- skammturinn frá cesíum 137 er áætlaður 1—IV2 mrem árið 1959. Skammturinn frá kolefni 14 er minni, 10 mrem í 30 ár frá 1954. Þetta ætti að bera saman við 30- ára skammt frá náttúrunni, en hann er3000 mrem. Yfirlit. Að lokum er rétt að gefa yfirlit yfir það, sem fram hefir komið hér að ofan. Tafl an hér fyrir neðan, sem tek- in er úr skýrslu nefndar brezka læknaráðsins, en hún var gefin út í árslok 1960, sýnir árlegan meðalskammt geislunar, sem hefir áhrif á erfðaeiginleika. Fyrir geisl- un frá kjarnorkusprenging- um er tekið meðaltal yfir 30 ár, og reiknað með sprengj- um, sem sprengdar voru til ársloka 1958. Árlegur geislunarskammtur (mrem) Frá náttúrunni 85-106 Frá röntgenskoðunum o. s. frv. 19 ýmislegt (sjálflýs- andi úr o. fl.) 1 Frá iðnaði 0,5 Frá kjarnorkuspreng. 1,2 Ef kj arnorkusprengingum væri haldið áfram stöðugt og jafnmikið sprengt og árið 1958 gæti farið svo, að geisl- unarskammtur á kynkirtla kæmist upp í einn sjöunda hluta af þeim skammti, sem kemur frá náttúrunni. Þó að geislun frá kjarn- orkusprengingum sé ekki nema örlítill hluti af þeirri geislun, sem maðurinn fær frá náttúrunni, jafnvel svo lítill, að breytingar á nátt- úrugeislun frá einum stað til annars eru miklu meiri, verða áhrifin ekki lítil, þeg- ar reiknað er í einstakling- um en ekki hundraðshlutum. Sérfræðinganefnd Samein- uðu þjóðanna gerði áætlun um fjölda einstaklinga, sem fæddust með erfðagalla á ári hverju í heiminum. Taldist nefnd. svo til, að þeir væru 700.000 ti'l 3.000.000. Geislun frá náttúrunni ætti sök á vansköpun 25.000—1.000.000 af þessum vansköpuðu ein- staklingum. Geislun frá kjarnorkusprengingum fram til ársloka 1958 mundi hafa í för með sér vansköpun alls 2.500 til 100.000 einstaklinga. Ef sprengingum væri haldið áfram í sama mæli og 1958, yrði talan 500 til 40.000 á ári. Hlutfallslega er þetta lítið, en það eru samt nokkur hundruð, nokkur þúsund eða nokkrir tugir þúsunda ein- staklinga. Vill að uppgröftur fari fram lUAGMÚS ItlAGIMÍfSSOIM: IVIikið hefir verið rætf og ritað um áhrif geisfluuar á einstakl- inga og mannkynið í heild. í andrúmsloftinu er alltaf eitthvað af geislavirkum lofttegundum, radon og þór- on, sem koma upp úr jörð- inni. Magn þeirra fer mjög eftir legu staðarins og veður- farslegum aðstæðum. Geislavirk efni, sem eru í mannslíkamanum frá nátt- úrunnar hendi, eru einkum kalíum 40, kolefni 14 og rad- íum. Eins og bent hefir verið á, getur geislun valdið sjúk- dómum. Áhrif geislunar á þau snerta ekki bara ein- staklinginn, heldur mann- við Aðalstræti. | Nýlega skrifaði Árni Óla ritstjóri Lesbókar Morgunbl. grein, þar sem hann skrifar um stað þann er bær Ingólfs land- námsmanns Arnarsonar hafi staðið hér 1 bænum. Telur Árni að nokkuð öruggt sé, af þeim gögnum og athugunum sem hann hefur gert, að hægt sé að staðsetja bæjarstæðið. Telur I hann að bærinn hafi sfaðið þar 1 á opnu svæði, sem nú er notað ísem bílastæði við húsið Aðal- stræti 16. Leggur Árni Óla til að þar verði grafið í þeirri von að takast megi að Ieiða þetta í Ijós. f símtali við Lárus Sigur- björnsson um þetta, kvaðst hann ekki vera sammála Árna Óla um sfaðsetningu bæjarins. Eg tel mig hafa gögn hér í safninu sem afsanni þessa kenningu, en sanni, að bæjar- stæðið hafí verið í sundinu milli Hjálpræðishersins og Stein- dórsprents. Ef hin kenningin væri á rökum reist, myndi sjávargatan frá Reykjavík hafa endað úti á öskuhaugnum, og það er útilokað. í flugliði Kanada hjá NATO eru 6500 menn og verður 250 bætt við bráðlega. Eru þá allir viðgerðarmenn og aðrir aðstoðarmenn með taldir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.