Vísir


Vísir - 26.09.1961, Qupperneq 2

Vísir - 26.09.1961, Qupperneq 2
1 VÍSIR Þriðjudagur 26. september 1961 ■e=r r L L_ O U— 1 |—□ [j—1,"”|—l1 '—|—** *—| ^ 'tm. y//////////'m'//////////m y////Æ Landsliðið komið heim: við Hreiðar Ár- um utanförina. IVorðmenn Spjaliaö sælsson Vísir átti í morgun stutt við- tal við Ilrciðar Ársœlsson um knattspyrnuförina til Englands, cn Hrciðar kom hingað heim í gærdag. Eru nú allir landsliðs- mennirnir komnir ncma Helgi Jónsson, Ellert Shram og nokkr ir úr fararstjórninni. Ertu ánægður með ferðina? „Já, ég er mjög ánægður, þótt þetta hafi verið nokkuð strembið á köflum, 3 leikir á 10 dögum, en við tókum það ró- lega og fórum lítið út, hvíldum okkur á milli leikjanna." Fenguð þið tækifæri til að skoða ykkur um í borginni? „Það var farið með okkur í kynningarferðir, og leiðsögu- maður okkar var ungur kvik- myndaleikari, en hann fylgdi okkur í heilan dag, og fór með- al annars með okkur að skoða INGOLFSFARAR Frh. af 16. s. hefur förin verið í senn bæði ánægjuleg og sorgleg. Nokkru eftir komu Heklu gengu farþegar í land og skip- uðu sér upp við skipshlið og fóru fyrstir frá borði Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri, for- maður undirbúningsnefndar Ingólfsfararinnar, og forstjóri Ríkisskip, Guðjón Teitsson. — Kistan var síðan hafin í land, hvít sveiþuð íslenzkum fána. Fánaberar úr Farmanna- og fiskimannasambandinu heisuðu en Lúðrasveit Reykjavíkur lék sorgarlag. Yfirmenn á Heklu gengu síðan að kistunni og báru hana að líkvagninum sem stóð skammt frá. Nánir ættingjar hins látna skipstjóra voru á hafnarbakkanum og gengu þeir á eftir líkvagninum, erhann ók á brott, en mannfjöldinn stóð þögull. Síðan færðist gleði yfir and- litin á Ingólfsförunum við end- urfundi við ástvini, sem beðið höfðu ofanvið bryggjuna með- an kveðjuathöfnin fór fram. Meðal þeirra voru nánustu ætt- ingjar hinna ungu sjómanna, Gunnars Ásgeirssonar og-Helga Símonarsonar frá Hornafirði, sem einir komust af í hinu ægi lega sjóslysi suður við Færeyj- ar á dögunum. Gleðitár féllu af hvörmum eiginkonu, mæðra og frændsystkina, er heilsast var á Grófarbryggjunni. Tower of London. Við heim- sóttum einnig Madam Tuss- auds, vaxmyndasafnið, en fólk- ið var svo margt, að maður hefði helzt þurft að fá tækifæri til að koma þangað aftur.“ Hvernig var veðrið hjá ykk- ur? „Það skiptist eiginlega á, gott veður og vont, þ. e. sól og rign- ing. Við vorum heppnir, því að þá daga sem við spiluðum var yfirleitt gott veður, en vonda veðrið var hina dagana. í lands- leiknum náðum við góðu spili. Ég var þá varamaður, og hafði gott tækifæri til þess að fylgj- ast með. Spilið var mjög gott. Blaðakritik er ekki mikil um áhugamannaleiki, en þeir dóm- ar sem við fengum voru mjög lofsamlegir, og m. a. skrifaði „The Times“ vel um leik liðs- ins. En við vorum óheppnir. Strákarnir léku oft alveg upp að eða inn fyrir vítateig, en það vantaði skotin.“ En hvernig var með annan leikinn? „Hann var almennt talinn okkar lélegasti leikur, en það sem raunverulega gerðist var, að þá mættum við sterkasta liðinu. Þeir spiluðu glymjandi vel. Við fengum á okkur víta- spyrnu, svo það var eiginlega eitt mark eJ&eg gefins fyrir þá. 1. markið sem þeir gerðu held ég svo að hafi verið ólöglegt.“ í morgun tókst að upplýsa af hverjum lík það er, er fannst á mánudagsmorguninn vestur við Grandagarð. I Ijós kom að hér er um að ræða Olgeir Sig- tryggsson, sjómann, sem er norðan frá Þórshöfn, en mun hcimilislaus hér. Olgeir hélt nú síðast til um borð í vélbátnum Geir goða, en hann hefur verið skipsmaður á honum um hálfsmánaðar skeið. Á sunnudagkvöld hafði hann verið á dansleik ásamt bróður sínum í Ingólfskaffi, og þaðan fór Olgeir um klukkan 1,30 um kvöldið. Var hann þá orð- En svo gekk betur í síðasta leiknum? „Já, það lið sem við mættum þá, var ekki eins gott. í hálfleik stóð 3:0 fyrir okkur, en þá held ég að við höfum gert taktiskan feil. Ellert meiddist, og var haltrandi það sem eftir var. Gunnar Felixson meiddist líka, og þá var Garðar settur inn sem half-back. Ég held hins vegar, að það hefði verið betra að hafa Garðar í vörninni og reyna að halda í horfinu, sem vafalaust hefði tekizt, í stað þess að leggja áherzlu á sókn- ina.“ Hvernig var aðbúnaður hjá ykkur? „Hann var mjög góður. Við bjuggum í tveggja manna her- bergjum, og þáð* íhá/segja, að allt hafi verið gert fyrir okkur, sem við báðum um. Okkur var m. g. boðið til sendiherrans, á miðvikudaginn var, og þar var gott að koma, og heimsóknin skemmtileg." Engin ævintýri sérstök? Jú, við fórum að horfa á „sit-doen strike“ sem þá var. Vorum komnir inn á mitt torg- ið fullir af forvitni, þegar lög- reglan umkringdi okkur, og það munaði minnstu, að einn okkar lenti í lögreglubílnum, það var, að ég held, búið að leggja hend- ur á hann, en hann slapp á,síð- ustu stundu.“ inn mjög undir áhrifum áfeng- is. Bræðurnir höfðu mælt sér mót klukkan 2 í gærdag hér í bænum. Þetta er síðast vitað um ferðir Olgeirs. En hafi ein- hvei liitt hann síðar um nótt- ina, aðfaranótt sunnudagsins, væri rannsóknarlögreglunni kærkomið að fá um það vitn- eskju. Olgeir Sigtryggsson var á fertugasta aldursári. Árdegis í dag fór fram rétt- arkrufning og leiddi hún í ljós að dánarorsökin var drukkn- un. Áverkinn á höfði hins látna stóð ekki í neinu sambandi við dauða hans. Framh. af 1. síðu. Ákvörðunin mun hafa ómet- anlega þýðingu til að efla sam- stöðu þessara tveggja þjöða og gera Norðmönnum almennt kleift að skilja íslenzku og lesa íslenzkar bækur á frummálinu. Þetta verður mikilvægasta út- breiðsla íslenzkunnar sem enn hefur farið fram. Var þessari tilkynningu Hen- riks Groths fagnað með dynj- andi lófataki í salnum. • Haraldur Guðmundsson sendi herra íslands í Noregi flutti einnig stutt ávarp, en því næst tók forsætisráðherra Bjarni Benediktsson til máls. Hanri kom víða við í erindi sínu. Ræða forsætisráðherra. Hann hóf erindi sitt með þessari smásögu: — Ég minnist þess, að ég var eitt sinn á ferðalagi í Vestur- Noregi með vini mínum, en foreldrar hans höfðu flutzt frá Noregi til fslands. Ég sagði þess vegna við Norðmann, sem ég hitti, að ferðafélagi minn væri í rauninni norskur. Norðmað- urinn rak upp stór augu og spurði: — En eru ekki allir fslend- ingar norskir. Ég varð ekki síður undrandi en sá sem spurði, því að þrátt fyrir uppruna okkar, hafði mér aldrei komið til hugar, að ís- lendingar væru norskir. Allt byggt á 60—70 árum. Síðan rakti rækumaður, hvernig íslendingar hefðu búið í sínu eigin landi í 1100 ár og þróunin meðal þessara tveggja þjóða hefði á margan hátt orðið ólík, m. a. tungumálsþróunin. Bjarni Benediktsson sagði, að erlendir íslandsvinir sæju ís- land oft í skini fornrar sögu- frægðar og í fjarlægðinni sem gerir fjöllin blá. Við sem búum þar, sagði hann, elskum land okkar ekki síður en aðrar þjóð- ir elska land sitt, en við vitum, að landið er engin paradísareyja og íbúarnir engir englar. í aldaraðir lifðu íslendingarnir við svo hörð kjör, að íbúafjöld- inn jókst ekki, Rakti ræðumað- ur síðan ýmsar orsakir þeirra miklu erfiðleika, sem íslenzka þjóðin varð að þola. Benti hann síðan á það, að fyrst hafi farið að birta til fyrir um 200 árum og það séu ekki miklar ýkjur að segja, að allt sem byggt hefur verið á íslandi hafi verið byggt á síðustu 60—70 árum. Getur fámenn þjóð varðveitt menninguna? Hann ræddi um kosti og galla þess að vera af fámennri þjóð. Vandamálið væri hvort svo fá- menn þjóð gæti nýtt jafn stórt og erfitt land og hvort svo fá- menn þjóð gæti varðveitt eigin menningu og haldið uppi nú- tíma þjóðfélagi. | Hér er ekki kostur á að rekja alla ræðu forsætisráðherra en hann vék þessu næst að sam- skiptum fslendinga við aðrar þjóðir. Hann sagði að ríkja- sambandið við Noreg og síðar við Danmörku hefði ekki orðið 'íslendingum til blessunar og sumir óttuðust að ef íslending- ar hefðu mikil samskipti við aðrar þjóðir myndi það hafa í för með sér að þjóðin tapaði tungu sinni og menningu. Ræðu- maður kvaðst ekki óttast slíkt, því að aldrei hefði íslenzk menning j blómgazt betur en þegar samskiptin voru mest við aðrar þjóðir. Ein höfuðástæðan fyrir því hve miklar framfarir hafa orðið á íslandi á síðustu árum, er, að þjóðin hefur ekki verið hrædd við að læra af öðr- um. Norsk áhrif á íslandi. Bjarni Benediktsson vék að því að samskiptin við Norðmenn hefðu orðið minni en við Dani á síðari öldum. Samt sagði hann að á sumum sviðum hefðu Norð- menn orðið íslendingum meiri fyrirmynd en Danir. Við höfum fetað í fótspor Norðmanna á sviði fiskveiða, einkum á sviði síldveiðanna. Og í skógrækt höfum við lært meira af Norð- mönnum en nokkurri annarri þjóð. Það er ekki hægt að ofmeta áhrif norskra bókmennta á ís- landi og frelsisbarátta Norð- manna hafði djúptæk áhrif á fslandi. Fordæmi Norðmanna., Ennþá hefur fordæmi Norð- manna ómetanlega þýðingu fyr- ir okkur. Ákvörðun Noregs um að ganga í Atlantshafsbanda- lagið hafði úrslitaþýðingu á ís- landi. Og sama gildir nú þegar um er að ræða myndun hins stóra efnahagsbandalags í Evrópu. Þar eiga bæði Norð- menn og íslendingar erfitt val og íslendingar vilja ráðfæra sig ýtarlega við Norðmenn um lausn ýmissa vandamála, sem það varðar. Að lokum vék Bjarni Benediktsson forsætisráð-- herra að því, hvers vegna hann hefði nú komið til Nor- egs, að afhenda myndastytt- una af Ingólfi Arnarsyni. Sú gjöf var afhent ekki aðeins til að minna okkur á norsk- an uppruna oklcar, hún átti eins og segir í ál^ktun AI- þingis að afhendast sem tákn um óslítanlega vináttu þess- ara tveggja þjóða. ■fc Siðney Thain, 102ja ára, og Maude Franklin, ekkja, 73ja ára, til heimilis í Camber- well, Engl., ætla að ganga í heilagt hjónaband í vikunni. Rannsókn á geislavirku ryki kann að leiða í Ijós allt sem vísindamenn á Vestur- löndum vita ekki um gerð sovézku sprcngjanna. var sjómaður frá Þórshöfn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.