Vísir


Vísir - 26.09.1961, Qupperneq 15

Vísir - 26.09.1961, Qupperneq 15
VÍSIR 15 Þriðjudagur 26. sept. 1961 Ástin sigrar IVIary Burchell. Hún varp öndinni er hún hugsaði til Carol. Hún varð að finna hana. Hún þurfti huggunar hennar við, þurfti að finna til vináttu hennar og heyra heilbrigt brjóstvit hennar. Bara að það væri ekki orð- ið of seint að fara þangað núna! hugsaði hún með sér. Með titrandi fingrum kveikti hún á náttlampanum og leit á klukkuna. Þetta var; ótrúlegt! Klukkan var ekki nema átta! Þessir tveir hræðilegu fundir höfðu ekki staðið nema tvo tíma! Jú, það# sem mestu skipti þessa stundina var að hún gæti fundið Carol. Bara að hún væri ekki svona hræði- lega þreytt. En það varð að hafa það. Hún fór í kápuna og gekk hægt niður. Hún sá enga manneskju og því varð hún fegin. En hún vildi síður hringja á bíl. Hún varð að treysta því að hún rækist á bíl á götunni. En hún varð að ganga lengi þangað til hún rakst á bíl. Þá var hún orðin svo þreytt að við lá að hún dytti inn í hann. — Sæl og blessuð! sagði Carol glöð. — En hvað þetta var gaman! Svo tók hún eftir svipnum á Erieu, og brá í brún. Erica sagði ekki orð. Hún lét Carol leiða sig inn í stof- una og að stól við arininn. Carol tók af henni hattinn og hanzkana og hneppti frá herini kápunni. Svo flýtti hún sér fram í eldhús og hitaði bolla af sterku tei, sem hún lét Ericu drekka. — Líður þér ekki betur núna? spurði Carol. Hún hafði sezt á stólbríkina og hélt utanum hana. — Jú, þakka þér fyrir. Miklu betur. — Mér varð svo — kalt á leiðinni hingað. — Já, þessu trúi ég, sagði Carol. Þögn varð um stund en svo sagði Erica: — Þetta hefur verið hræði- legt uppistand . . . — Milli þín og Olivers? — Fyrst milli Dredu og nín og síðan milli Olivers og mín. — Dredu ? spurði Carol ieð öndina í hálsinum. — Já, en það skiptir varla i.okkru má,li. Að minnsta kosti kom það ekki að neinu gagni. É3g get strikað yfir það og haldið áfram . .. Erica mdvarpaði og hallaði höfð- mu að Carol. Carol leit ástúðlega til hennar en spurði einskis. Svo hélt Erica áfram: — Oliver hitti mig hjá henni. Og þegar við komum heim varð hann ævareiður, og... það var ég líka. Ég sagði hræðileg orð við hann. Það var alveg eins og að horfa á sótthitakast. — Sagðir þú hræðileg orð við Oliver? hrópaði Carol. — Því trúi ég ekki. Það er of gott til að vera satt. . — Æ, nei, sagði Erica og hristi höfuðið. — Ég sagði að hann ^æri grimmur og sjálf- um sér ósamkvæmur — og drambsamur, tíu sinnum verri en faðir hans. — Sagðirðu það? Bara að ég hefði getað hlustað á það! sagði Carol brennandi af á- huga. — Hvers vegna segirðu þetta? Það var allt annað en gaman að þessu, Carol, sagði Erica þreytulega. !— Fáftnst þér það? Ég hefði haft gaman af að sjá framan í smettið á honum þegar hann uppgötvaði að ánamaðkurinn gat breytt sér í skellinöðru. Erica gat ekki stillt sig um að brosa. Og án þess að hún gæti að því gert breyttist brosið í grát, svo skerandi SKVTTURIMAR ÞRJÁR 84 Eitt vissi Mylady. D’Artagnan mátti ekki finna Constance Bona- cieux á lífi. Þær yrðu að flýja, og hún kallaði á ungu stúlkuna. t sama bili heyrðist hófadynur við hlið klaustursins. Mylady leit út: og greip andann á lofti. Þetta voru d’Artagnan og vinir hans. „Við verðum að flýja", hrópaði hún til Constance, „verðir kardí- nálans eru komnir til að hafa okk- ur á brott með sér. . . komið, drekkið þetta vínglas og fylgið mér eftir“. Constance tæmdi glas- ið og ætlaði að rísa upp, en seig aftur í stólinn. „Flýjið einar”, hvíslaði hún, „fætur mínir eru lamaðir af ótta." Hliðinu var lok- 'ið upp og heyra mátti hringi í sporum á tröppunum . . . Einhverj ir kölluðu nafn hennar. Hún ætl- aði að hlaupa til móts við þá, en hneig niður á gólfið. Skytturnar sprengdu upp hurðina og óðu inn í herbergið. D’Artagnan kraup niður við fætur hennar. „Hver var konan, sem flúði?" hrópaði Athos. „Þjáningarsystir min, hún hélt ykkur vera verði kardinálans", stundi Constance náföl. „Hvað heitir hún?" kölluðu hinir. „Ég man það ekki . . . jú annars, Win- ter greifafrú." Athos tók upp glasið, sem hún hafði drukkið úr og hrópaði upp yfir sig. „Guð sé oss næstur. Drukkuð þér þetta, frú?" „Já", hvíslaði hún, og allur líkami hennar skalf. Svo hneig höfuð hennar niður... hún var dáin. grát að Carol varð hrædd. — Gráttu ekki svona, Er- ica! sagði Carol. — Þú mátt ekki gráta, skilurðu! Þú hef- ur lent í miklum raunum. En hann er ekki verður þess. Engir karlmenn eru tára verðir. — Ég sleppti mér alveg — og ég hef verið flón að leggja nokkurn tíma út í þetta, kveinaði Erica milli gráthvið- anna. — Já, ég veit það, væna mín. En farðu nú ekki að á- fellast sjálfa þig. Og reyndu að gráta ekki svona, sagði Carol. Erica varð rólegri eftir nokkra stund og hætti að gráta. Hún hallaði sér aftur í stólnum, föl og þögul. En hún virtist ekki vera eins uppvæg og áður. Loks sagði Carol: — Nú ætla ég að finna eitthvað handa okkur að borða. Þér veitir sjálfsagt ekki af að fá þér bita. Erica sagðist ekki vera svöng. En Carol sagðist þver taka fyrir að borða ein, og þá lét Erica undan. — Ég ætti að koma fram og hjálpa þér, sagði hún hik- andi. — Hvaða bull. Þú verður kyrr hérna. Ég skal verða eldfljót. N Erica hallaði sér út af í stólnum og horfði á eldinn. Þegar Carol kom inn með matinn horfði Erica nokkurn veginn róleg á hana. — Ertu betri núna ? spurði Carol brosandi. Erica svaraði ekki. Hún virtist ekki hafa heyrt það sem Carol sagði. — Ég hef verið að hugsa, Carol, sagði hún hægt. — Og ég sé að það er aðeins eitt sem ég get gert. — Og hvað er það, Erica? — Ég verð að fara frá hon- um, sagði Erica rólega. Carol svaraði ekki strax. Hún beit á vörina og var hugsandi. — Ertu viss um að þér sé alvara með það? sagði hún alúðlega. — Að þetta sé ekki einskonar örvæntingarhug- mynd, sem þú mundir iðrast eftir. — Jú, auðvitað iðrast ég j eftir það, svaraði Erica. —! Maður iðrast alltaf eftir 'j þess háttar að minnsta kosti við og við. En mér er nauðugur einn kostur. Það væru svik við sjálfa mig og við ást mína, ef ég yrði hjá honum eftir þetta. Hann sagðist ekki kæra sig um mig og ef hann ætlar að hlýða Dredu, eftir það sem gerzt hefur, væri rangt af mér að sætta mig auðsveipin við það, eins og sjálfsagðan hlut. i — Hvað sem öðru líður i þykir mér vænt um að þú getur reiðzt, sagði Carol. Erica hristi höfuðið og I brosti. — Þetta er ekki bein- i línis reiði, Carol. Að minnsta ! kosti er mér þá runnin reið. in. En því er svo varið með mig núna, að ég finn að ég á að fara. Að vissu leyti var það mér að kenna að hann 1 giftist mér. j — Bull, tók Carol fram í. : — Ég veit ekki betur en hann jhafi beðið þín. — Jú, að vísu. En það var ég sem vissi hvemig í öllu lá. Ekki hann. Þegar ég lít til baka grunar mig að ég hefði átt að vera fyllilega hrein- skilin við hann forðum ... Hún varp'öndinni og hélt á- fram: — Ég veit ekki — það er erfitt að segja það núna. En eins og nú er ástatt er það einmitt sú staðreynd að ég er á heimilinu, sem veldur því að hann gerir ýmsa fá- sinnu, sem honum er ekki eðlileg. — Ég get ekki verið þér sammála um þetta, góða. Og ég er hrædd um að þú ruglir óskyldu efni saman. En ef K V I S T Þú mátt unifram allt ekki láta hann skilja, að þetta sé neitt hlægilegt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.