Vísir - 09.10.1961, Page 16

Vísir - 09.10.1961, Page 16
VÍSIR Mánud r 9. október 1961 Isdlfsskála? mitt í ísólfsskála, hafði gefið honum Við það eitt SEINT á laugardagskvöldið var lögreglunni tilkynnt að þjófnaður hefði verið framinn á öðriun stúdentagarðanna. Var þegar brugðið við og fóru rann- sóknarlögreglumenn á staðinn. Hófst þar þegar frumrannsókn málsins. Boðuðu lögreglumenn komu sína til framhaldsrann- sóknar á sunnudaginn. Einn stúdentanna taldi, að bankabók með 10.000 kr. inn- stæðu hefði verið stolið, svo og 4000 kr. í peningum, sem voru geymdir í bókinni, og loks sparimerkjabók með 1600 kr. Annar stúdent kom meðan ver- ið var að athuga málið, og kvaðst sakna 1500 króna. Þegar málið skyldi tekið upp aftur á sunnudaginn kom í ljós, að „rændi stúdentinn“ hafði tekið gleði sín aftur. Allt, sem hann hélt að stolið hefði verið frá sér, hafði komið í leit- irnar, í skáp í herberginu hjá honum. Og hinn, sem taldi sig hafa tapað 15Q0 kr. komst að þeirri niðurstöðu, að pening- arnir hefði að langsamlega Átti 16 kærustur. Sextán snotrar stúlkur í Leipzig voru viðstaddar rétt- arhöld um daginn, er „unnusti“ þeirra var dæmdur. Hann hal'ði trúlofazt þeim öllum og fengið hjá þeim pen- ingalán. Hann hlaut 30 mánaða fangelsi fyrir svikin og að auki j áminningu um að fá sér heið- arlega atvinnu, er hann hefði afplánað dóminn. Rústir ísólfsskála. — Þó skálinn væri tryggður varð óbætanlegt tjón. Indriði G. Þorsteinsson heiðraður. SL. laugardag kom stjórn „Móð urmálssjóðs Bjöms Jónssonar, saman til fundar. Var þá jafn- framt tilkynnt, um úthlutun sjóðsins á þessu ári^ en hann veitir árlega einhverjum starf- andi blaðamanni viðurkenn- ingu fyrir gott málfar og stíl. Tilkynnti sjóðsstjórnin, að hún hefði ákveðið að veita Indriða G. Þorsteinssyni, blaðamanni við Alþýðublaðið, og rithöfundi (79 af stöðinni o.fl.) verðlaun sjóðsins á þessu ári, alls 12 þús.Jkr. Stutt stund með Dr. Páli yfir rústunum. Síðdegis á sunnudagmn stóð dr. Páll Isólfsson og kona hans yfir rústum Isólfsskála, sem var sum- arbústaður og þeirra annað heimili. Hann stóS skammt fyrir austan Stokkseyri. Eldur gjöreySilagði húsið snemma á sunnudagsmorg- un, og er ókunnugt um eldsupptök. Meðan dr. Páll var að skoða rústirnar komu til hans allmargir Stokkseyringar. Þeir færðu hinum mæta sym þessa vingjarnlega sjávarþorps, húsið að gjöf fyrir allmörg- um árum. Þeir tóku í hendi á dr. Páli og lýstu hryggð sinni yfir hinu mikla og til- finnanlega tjóni er hann hafði orðið fyrir. — Eg var alltaf hræddur um að svona myndi fara, sagði Páll. Það var um klukkan 6 á sunnudagsmorgun, að tveir Stokkseyringar þeir Tómas Dr, Páll og frú Sigrún við brunarústirnar á sunnudaginn. Stúdentagrikkur á öðrum Garðanna. mestu leyti farið í eyðslu á ein- um skemmtistaða borgarinnar. — Hitt málið virtist því vera ósvikinn stúdentagrikkur. Karlsson á vélbátnum Hólm- steini 2. og Hörður Pálsson á Hásteini, voru að fara í róður, og urðu eldsins varir í „Páls- húsi“, eins og Stokkseyringar kölluðu ísólfsskála almennt. Þeir brugðu skjótt við. Þá virt- ist húsið orðið alelda, þó ekki stæðu logar út um glugga. — En það var aðeins nokkrum augnablikum síðar, að eldurinn brauzt út um gluggana. ísólfs- skáli var timburhús. Farið var heim til Þorkels Guðjónssonar, rafstöðvarstjóra og var hann ræstur. Hann hefur umsjon með Drunanil þorpsins. Nokkrir fleiri menn komu brátt til hjálpar, því svo mikill (rar eldurinn í húsinu, eftir að hann hafði brotizt út, að bjarma lagði yfir þorpið. Slökkvidælan var sett í gang og leiðsla lögð niður að sjó. Gegg slökkvistarf ið allgreiðlega. 30—45 mín. fóru í það að kæfa eldinn að mestu. Þá var ísólfsskáli, sem var mjög fallegur og sérkenni- legur, ónýtur, þakið að mestu fallið'. Engu hafði verið hægt að bjarga. Súðgafl stóð uppi brunninn og sviðinn. Það var ömurleg sjón sem blasti við dr. Páli og konu hans er þau komu austur laust eftir nónbil í gær. Blaðamaður frá Vísi, hitti dr. Pál, er hann stóð hjá húsarústunum. Hann var fámáll. Ég fékk að vita um þetta er ég var búinn að spila í kirkjunni. Krakkarnir mínir, Einar og Nini, voru hér í gær. Þau höfðu gengið vel og vand- lega frá öllu, skrúfað rafmagns- öryggin úr, hellt vatni yfir glóð í kamínunni, eins og við erum alltaf vön að gera. Þau fóru um klukkan 1 í nótt. Hvað má hafa skeð? — Þeir brenndu lít- inn kofa fyrir konu austur í Svínahrauni um daginn. — Hvað á maður að halda? í húsinu stóð 100 ára. gamalt orgel, sem ísólfur faðir dr. Páls voru tengdar miklar endur- minningar. Það sézt bókstaflega ekkert af því. Það stóð þarna í stofunni. Hér undir norðui’vegg stofunnar stóð píanó, sem lítils- háttar rústir eru af, sagði dr. Páll. — Hvenær vai-st þú hér síð- ast? — Það er nokkuð síðan. Ég var hér mikið í ágústmánuði. Hér samdi ég að mestu tón- smíðar mínar fyrir Háskólahá- tíðina. — Hingað ætlaði ég að koma næstu daga og vinna. Ég átti talsvert hér af handritum. og bókum. Ég ætlaði að vinna >nikið. því svo margt á ég ógert. — Hvað má hafa skeð? — Nei, sjáðu það eina sem ekki hefur eyðilagzt eru þessi reiðhjól. Gleymzt hefur að setja þau inn. Það hefur bjargað. Ég sé ekki betur en flaggstöngin hafi svignað af hitanum. — Hún er sótug hið efra sérðu. Kona dr. Páls, frú Sigrún Eiríksdóttir, sagði: — Hann hefur alltaf verið nánast því hræddur við eld. -— Oft erum við búin að snúa við, lögð af stað heim, til að fullvissa okkur um að vel hafi verið frá öllu gengið. — Svo fór þetta svona. — Ætlarðu að byggja annað? — Hér er ákaflega fallegt. Ég veit ekki, ég veit ekki. — Þó ég væri ekki beinlínis eld- hræddur, var ég alltaf hræddur um að svona myndi fara, sagði Páll. Okkur leið alltaf vel hér. Jæja, við bjóðum þér ekki upp á kaffi núna. Hjónin gengu frá rústum ísólfsskála, að bílnum. — Um leið heyrði ég Pál segja: — Maður þarf ekki að setja í hliðið núna. Fyrir sjö árum gáfu Stokks- eyringar dr. Páli ísólfssyni sum- arbústað þennan. Þar hefur dr. Páll dvalið langdvölum við störf sín. Víst er að honum hefir óvíða þótt betra að vinna að hugðarefnum sínum en ein-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.