Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 6
V 1 S 1 H
friöjudagur 17. október 1961
Leggja fram beiðni
tii Verndargæzluráðs
Fréttir frá vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna herma, að
fulltrúar frelsishreyfingar í
portúgölsku nýlendunum
Portúgölsku Guineu og Cap
Verde-eyjum áformi að j
leggja fyrir Vemdargæzluráð j
S.Þ. beiðni um, að umkvart-
anir þeirra verði teknar fyrir
á vettvangi þeirra án tafar.
Er því haldið fram, að fólkið
í þessum löndum búi við hina
mestu kúgun, jafnvel verri en
í Angola.
Cap Verde eyjamar eru 15,
liggja beint til vesturs frá
Cap Verde-höfða, og er íbúa-
tala þeirra um 200.000. Þar
eru afurðir kaffi, efni til
lyf jaframleiðslu, kom og húð
ir. Frelsishreyfingin kom til
sögunnar 1955. Frá þeim
tíma hafa yfir 400 menn ver-
ið handteknir í Portúgölsku
Guineu. Labery kvað bænar-
skrá um umbætur hafa verið
senda dr. Salazar 16. júní
1960. Engin viðunandi svör
hefðu fengist. Labery gaf í
skyn, að samkomulagsumleit
anir gætu enn orðið til þess
að bjarga við málum, ef
Portúgal féllist á að veita
þessum löndum sjálfstjóra-
arréttindi og fullt sjálfstæði,
er fram liðu stundir. — En
þeir, sem standa að frelsis-
hreyfingu í Portúgölsku Gu-
ineu em klofnir, — annar
vængur hennar hefur aðset-
ur i Conakry, höfuðborg Gu-
ineu, sem er fyrrverandi
frönsk nýlenda. Fulltrúar
frelsishreyfingarinnar, sem
þar hafa aðsetur eru sagðir
hafa orðið fyrir áhrifum af
Marxisma. Tengsl em milli
þeirra í Dakar og Conakry,
en sameining fylkinga ekki
sögð líkleg.
Kristniboðar á
ferðinni hér.
Fulltrúar frelsishreyfing-
arinnar hafa höfuðsetur í Da- ■
kar, höfuðborg Senegal. Tveir
af fulltrúum hennar, Henry
Labery og Jean Gomis, halda
því fram, að mannleg rétt-
indi í nýlendunum séu í engu
virt — handtökur eigi sér
stað í þvingunarskyni og
fólkið sent í nauðungarvinnu. I
Labery tók það skýrt fram,
að ef umkvörtunum yrði ekki
sinnt með aðgerðum af hálfu |
S.Þ. gæti svo farið, að blóð-
ug borgarastyr jöld brytist út.
„Ástandið er verra en í An-
gola“, sagði hann, „fólkið er
"tilbúið að heyja byltingu. Það
þarf ekki nema eina fyrirskip
un. Við viljum leysa, — án
þess að til blóðsúthellinga
komi, en við hikum ekki, ef
í það fer“.
Portúgalska Guinea er lítið
land — fleygur milli Senegal
að norðan og Guineu til suð-
urs. Innbomir menn eru um
600.000 talsins. Afurðir eru
hrísgrjón, jarðhnetur (pea-
nuts), kókoshnetur og jurta-
olíur.
Undanfarið ....hafa ....tveir
kristniboðar, Daninn Rasmus
Biering Prip og Þjóðverjiim
Helmut Leichsenring, haldið
kristilegar samkomur suður í
Njarðvíkum, í Vogum og hér
í Reykjavík, en samkomur
halda þeir í Betaníu kl. 5 s.d.
illfl ríjöé'/ ogci m
Rasmus B. Prip sagði ér
hann kom fyrir helgina í rit-
stjóm blaðsins, að þeir félag-
ar hefðu náð það miklum tök
um á íslenzkunni, en þeir
hafa verið hér alllengi, að
samkomurnar færu alveg
fram á íslenzku. Það má
segja að aðalirintak í ræðum
okkar á samkomunum sé:
„Komið —
„Látum okkur sjá Jesúm“.
Við erum ekki á vegum
neins kristniboðs, sagði Prip,
— eða trúarhreyfingu. Við
erum eins o glærisveinamir
forðum, förum algjörlega á
okkar eigin ábyrgð, kostum
okkur sjálfa, ferðalög vor og
annað er með þarf til starfs-
ins meðal fólksins. Ég hefi
verið kristniboði í 40 ár, far-
ið um fjölda landa heims til
þess að vekja fólk tíl úm-
hugsuriár um Jesúm. Hann er
hinn sami um aldir, vígður
okkur fyrir dauða hans á
krossinum, þar sem Guð sætti
heiminn við sig. — Hann er
eina von heimsins, von okk-
ar, sagði Prip. — Hann kvað
hinar kristilegu samkomur,
sem þeir félagar hefðu hald-
ið, hafa verið sæmilega vel
sóttar, hvort heldur væri hér
í Reykjavík eða í Suðurnesj-
um.
Bílasýning hefur nú verið opnuð í París. Þar sést margt gagnlegt og nýstárlegt. Þar er m.a.
til sýnis þessi einkennilegi vagn frá Chrysler-verksmiðjunum. Kallast hann Turboflite og er
flest sjálfvirkt á honum. Þá þykir hjólautbúnaSur hans mjög nýstárlegur.
Eyrarsundsbrú
sem fyrst.
Eyrarsundsbrú .... 2d.
Það verður að smiða brú
yfir Eyrarsund milli Kaup-
mannahafnar og Málmeyjar
við fyrstu hentugleika, sagði
utanríkisráðherra Dana í fyr-
irlestri í New York í s.l. viku.
Jens Otto Krag, sem sækir
allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna sem formaður sendi
nefndar Dana, komst svo að
orði í fyrirlestri sínum, að ef
brú yrði reist yfir sundið milli
þessara tveggja borga, mundi
þar skapast ný iðnaðarmið-
stöð, sem líkja mætti við
Ruhr og aðrar slíkar mið-
stöðvar í ýmsum Evrópulönd-
um.
Krag sagði einnig, að hann
teldi heppilegt, að ‘Smíðuð
yrði brú yfir sundið milli
Helsingjaeyrar og Helsingja-
borgar, og menn yrðu fyrst
og fremst að gæta þess, að
norræn samvinna minnkaði
ekki vegna myndunar hins
nýja, stóra markaðar í Evr-
ópu, sem á uppsiglingu væri.
Frakkar hættir
aö sprengja.
1 nýbirtri ársskýrslu
Franska kjamorkuráðsins
segir, að sprengdar hafi ver-
ið 4 kjamorkusprengjur of-
anjarðar í Saharaauðninni á
undangegnum tveimur árum.
Segir þar og, að þar með
sé lokið tilraunum Frakka
með kjamorkuvopn í lofti.
Ekkert var sagt um það
hvort þeir myndu gera til-
raunir með kjamorkusprengj
ur neðanjarðar. — Fyrstu 3
sprengingamar áttu sér stað
nálægt Reggane í Sahara s.l.
ár, en hin f jórða, einnig þar,
25. apríl 1961.
Sovétstjórnin hefur sem
kunnugt er reynt að réttlæta
hinar tíðu sprengingar sínar
á undangegnum 5—6 vikum
með því, að Frakkar hafa
gert þessar tilraunir.
• Senegal hefur slitið stjórnmála-
sambandi við Portúgal vegna
stefnu og framkomu Portúgals-
stjórnar í Angola.
° Yfir 150.000 háskólanemar á
Spáni njóta nú aukins frelsis.
Franco hefur sem sé samþykkt
nýjar reglur og leiðir af því, að
flolckur FaJangista hefur ekki
lengur eftirlit með stúdentum
og félagslífi þeirra.
® Bretar hafa tilkynnt, að þeir
(ætli að koma á fullu stjórn-
málasambandi við Kuwait.
\
ÞAÐ
er reynzla
hinna mörgu auglýs-
enda,
AÐ
það er erfitt
að ieysa vandann,
EF
auglýsing í Vísi
getur ekki leyst hann.
Auglýsingasímar
V í SIS eru:
116E0 og 11663
Sfytta sprengd
Frétt frá Vínarborg herm-
ir, að 10 metra há bronze-
stytta af suður-týrólsku þjóð-
hetjunni Andreas Hofer hafi
verið sprengd í loft upp.
Hann var leiðtogi Tyrolbúa
í uppreistinni gegn Napoleon
1809 og tóku Frakkar hann
af lífi síðar. — Styttan var
sprengd í loft upp með plast-
sprengjum kl. 4.15 að morgni
og heyrðist gnýrinn í 65 km
fjarlægð. — Ekki er vitað
hverjir em valdir að þessu,
en marga grunar að hér hafi
ítalir verið að verki, til þess
að hefna fyrir hermdarverk
unnin af Týrólbúum, sem
heyja baráttu til þess að
losna undan ítölskum yfir-
í ráðum. ;