Vísir - 17.10.1961, Qupperneq 8
8
V í S I R
Þriðjudagur 17. október 1961
'M , !
ÚYGErANDI: BLAÐAUTGÁFAN VÍSIR
Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel l horsteinsson. Fréttastjór
ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiðsla; Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45.00 ó mónuði — I lausasölu krónur
3.00 eintakic Sími 1 1660 (5 línur) — Félags-
prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f.
Mikið hefur áunnizt.
Það verður aldrei of oft á það bent Kve efnahagur
landsins hefir tekið stórum stakkaskiptum síðustu
misserin. Það er næstum því sama á hvaða þátt efna-
hagslífsins er litið, hvarvetna blasa við stórar framfarir.
Lítum fyrst á aukningu sparifjárins. En eins og
allir vita þá er aukning sparifjár undirstaða undir auk-
inni fjárfestingu. Aukin fjárfesting er aftur á móti
nauðsynleg til þess að efla atvinnu og framfarir í land-
inu og bæta hagsæld þjóðarinnar. Á löngum verð-
bólguárum vorum við nær því hættir að spara. Fólkið
í landinu hafði misst trúna á verðgildi peninganna og
hinum aflaða eyri var eytt sem skjótast. En skyndilega
skipuðust veður í lofti. Mánaðarleg aukning spariinnlána
varð á tímabilinu apríl 1960 til júní í ár 67% meiri
en á árinu 1959. Þetta er mjög gleðileg breyting. Hún
sýnir að fólkið hefir aftur öðlazt trú á verðgildi krön-
unnar og víst hafa hinir háu vextir átt mikinn þátt í
að auka sparnaðarhneigð fólks.
Gjaldeyrisforðinn segir til um það hve heilbrigð
fjármálastjórnin er á hverjum tíma. 1 árslok 1959 var
gjaldeyrisforðinn enginn orðinn í landinu en bank-
arnir teknir að safna skuldum. Um síðast liðin áramót
var gjaldeyrisforðinn aftur orðinn 112 milljónir króna
og var þar miklum og góðum áfanga náð í viðreisninni.
Eins og viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason hefir
nýlega bent á, þá er þó nauðsynlegt að gjaldeyrisforð-
inn svari til a.m.k. þriggja mánaða innflutnings e^a sé
um 750 millj. króna.
Þessar tölur tala sínu máli. Andstöðuflokkar ríkis-
stjórnarinnar hafa reynt að teþa þjóðinni trú um að
ekki hafi miklir sigrar unnizt í efnahagsmálum. Tölur (
þessar eru skýr vottur um þá sigra og óræk sönnun.
Þær verða ekki hraktar heldur standa til vitnis um
heilbrigða og framsýna fjármálastjórn núverandi vald-
hafa.
Framkvæmdaáætlunin.
Hinir þrír norsku hagfræðingar hafa undanfarna
mánuði unnið ötullega að því að semja hina miklu fram-
kvæmdaáætlun fyrir næstu fimm árin. Nú hefir störf-
um við hana verið hraðað og vonir standa til að áætlun-
inni verði lokið um nýjár. Það sem hér er verið að gera
er hvorki meira né minna en að tryggja að framkvæmd-
ir verði gerðar á sem hagkvæmastan hátt og á sem
hentugustum tíma til þess að efnaleg hagsæld þjóðar-
innar verði tryggð svo sem framast er unnt. Slík áætlun
hefir aldrei verið fyrr gerð á Islandi og þess er að vænta
að hinar skipulagsbundnu framkvæmdir samkvæmt
henni muni bæta lífskjör allra stétta þjóðfélagsins.
Fyrir næstum því þús-
und árum sigldi ein-
kennilegur floti út frá
Breiðafirði. Það voru 25
hafskip eins og þau tíðk-
uðust fyrir aldamótin
1000, hlaðin íslenzkum
landnemum sem fluttu
með sér alla búslóð og
bústofn. Ferðinni var
heitið til Grænlands und-
ir forustu Eiríks rauða.
Það má ætla að um 600
manns hafi verið í þessari
fyrstu landnámsför til Græn-
lands. Hún er alveg vafa-
laust stærsti og fjölmenn-
asti leiðangur sem fram tii
þessa hefir verið gérður út
til heimskautalands.
Þegar íslenzka byggðin á
Grænlandi stóð með mestum
blóma voru þar hvorki meira
né minna en 280 bændabýil.
17 kirkjur og 2 klaustur.
íbúatala hefir verið misjafn-
lega áætluð. sennilega hefir
hún mest verið eitthað í
kringum 5000 manns.
íslenzka byggðín var held-
ur ekkert augnabliksfyrir-
bæri. Hún stóð allt frá því
Eiríkur rauði nam land árið
986 og sennilega fram á 16.
öld. Hún hefir því staðið i
meir en 500 ár.
En síðan gerðist það með
einhverjum hætti, að byggð-
ih eyddist og hefir það orðið
að eilífu misklíðarefni meðal
sagnfræðinga, sem áhuga
hafa á Grænlandi, hvernig
það gerðist.
Fyrir nokkru voru raktar
hér í blaðinu hugmyndir
norska heimskautafarans
Helge Ingstad um það hvern-
ig sambúð Eskimóa og hinna
norrænu Grænlendinga hafi
verið háttað og komst hann
að þeirri niðurstöðu. að frið-
ur hefði að jafnaði verið
milli þjóðanna og sú hug-
mynd ekki sennileg, að Eski-
móarnir hafi útrýmt Græn-
lendingum í striði.
Hér fer á eftir endursagð-
ur annar kafli úr bók Ing-
stads „Landet under Polar-
stjernen“ þar sem hann ræð-
ir um hina miklu gátu hvern-
ig, Grænlendingarnir hurfu
svo skyndilega af sjónarsvíð
inu.
Harðgerðir menn.
Hann segir, að menn verði
fyrst að skilja það að íslend-
ingarnir, sem fluttu til
Grænlands, hafi verið harð-
gerðir og reyndir menn, sem
voru vanir að bjargast við
erfiðustu skilyrði. Þeir voru
runnir upp úr menningar-
þjóðfélagi sem studdist við
sjómennsku kvikfjárrækt,
dýraveiðar og fiskveiðar.
Þeir komu frá landi, sem var
á margan hátt líkt Græn-
landi. Aðstæðurnar voru að
vísu nokkuð breyttar, en
þeir hljóta að hafa vanizt
þeim við reynslu margra
kynslóða í landinu. Aðal-
breytingin er sú, að land-
búnaðurinn verður minni en
veiðiskapurinn þýðingar-
meiri.
Því hefir verið haldið
fram, að Eskimóarnir hafi
staðið sig betur en hvítu
Tréskurðamynd eskimóa af
forn-íslenzkum landnema.
\
mennirnir, í baráttunni við
náttúruöflin og að þeir hafi
verið snjallari veiðimenn.
Erfitt er að staðhæfa slíkt.
Það er gömul ímyndun, að
hvíti maðurinn geti aldrei
jafnazt á við Eskimóa og
Indíána í dýraveiðum, en eg
• hefi séð hvíta veiðimenn.sem
gefa Eskímóum ekki eftir.
Það er fráleitt að ímynda
sér, að hvítu mennirnir hafi
ekki náð sömu fullkomnun í
veiðiskap og Eskimóar er
þeir höfðu vanizt við veiðar
kynslóð eftir kynslóð.
Stóðu betur að vígi
en Eskimóar.
íslendingarnir í Græn-
landi stóðu þar að auki betur
að vígi en Eskimóarnir. Ef
veiðin brást höfðu þeir sitt
eigið kvikfé. Það höfðu Eski-
móarnir ekki.
Ýmsir hafa talið veð-
srfarsbreytinogar orsökina,
að veðurfar hafi kólnað
svo að af því hafi stafað mat,-
vælaskortur og Grænlend-
ingarnir soltið til bana.
í þessu sambandi verður
athuga það, að viss hluti
dýralífsins í Grænlandi
myndi aukast í kuldatið.
Ýmis veiðidýr í Norður
Grænlandi myndu þá koma
suður á bóginn. Hvað fisk-
veiðum viðvíkur virðist það
Ijóst af mörgum heimildum,
að nóg fiskveiði hafi verið
við Grænland, svo að það
er ótrúleg ástæða.
Enn hefir sú hugmynd
komið upp, að ræktar- og
beitilönd hafi eyðilagzt
vegna kólnandi veðráttu, en
það verður að fara varlega
í að staðhæfa nokkuð um
það, því að gróðurland er
yfirdrifið í Eystribyggð. Nú
eru þar um 20 þúsund fjár
og áætluð beitilönd fyrir
fjórfaldan þann stofn.
Grasmaðkur
eða fárviðri.
Enn fleiri hugmyndir,
hafa komið fram sem eiga að
styð.ia hungursneyðar-hug-
myndina.
Ein er sú, að feikileg gras-
maðkaplága hafi komið upp
í landinu og hafi maðkurinn
verið eins og engisprettu-
plága, étið gersamlega allan
gróður. Er bess getið að slík-
ár grasmaðksplágúr komi
enn fyrir í Grænlandi. Enn
ein hugmyndin er sú, að
bústofninn hafi farizt í fár-
viðrum og er á það bent að
10 þúsund fjár hafi farizt í
hríð veturinn 1948—49.
En svona óhöpp eru ekk-
ert einstök fvrir Grænland
og ekkert af þessu er líklegt
að hafi orðið svo mikið áfal1
fyrir byggðina að fólkið hafi
dáið út.
Farsóttir eða úrkynjun.
Það er auðvitað, að far-
sóttir hafa borizt til Græn-
lands með skipum frá öðrum
löndum. Á einum stað við
nunnuklaustrið í Siglufirði
heíur fundizt fjöldagröf sem
bendir til farsóttar. f sögun-
um er greint frá þremur far-
sóttum í Grænlandi um alda-
mótin 1000. Engin þeirra
hafði nein úrslitaáhrif. Á ár-
unum 1284—1404er vitað um
fimmtán drepsóttir er gengu
yfir ísland og mest af þeim
var Svartidauði sem herjaði
á árunum 1402—04. Vafa-
laust hafa þessar pestir einn-
ig borizt til Grænlands og
gert par usia líklega bæði
meðal Grænlendinga og
Eskimóa. En drepsótt hefði
sennilega orðið miklu hættu-
legri fyrir Eskimóana en
Grænlendingana og þó hafa
þeir lifað af.
Enn koma hugmyndir um,
að hinn norræni kynstofn
hafi verið orðinn úrkynjaður
vegna sífelldr? sammægða.