Vísir - 17.10.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 17.10.1961, Blaðsíða 16
I VISIR Þriðjudagur 17. október 1961 r Oraunhæfur samanburður TALSMAÐUR Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda hefur komið að máli við blaðið út af því að gerður hefur verið samanburður á fiskmörkuðun- um í Bretlandi og Þýzkalandi. Kvað hann slíkan samanburð mjög óraunhæfan m.a. fyrir það hve ólíkar fisktegundir eru seljanlegar í hvoru land- inu. Ýsufarmur, 100—.130 tonn myndi fara á gúanóverð, eins og það er kalla,, væri honum landað í Þýzkalandi. Sama væri að segja um rauðsprettu, hún er í mjög háu verði í Bretlandi, en í Þýzkalandi fengist ekkert verð fyrir hana. Af þessum tveim dæmum sem tekin hafa verið er Ijóst að mjög óraun- hæft er að gera samanburð á fiskmörkuðum Bretlands og Þýzkalands. Hauksmenn á heimleið. Skipsmcnnirnir af togar- anum Hauki, sem brann úti í Brcmerhaven á dögunum eru enn þar úti. í dag átti togarinn Karlsefni að selja fisk þar í borginni og var ætlunin, að hann tæki nokk- urn hluta áhafnarinnar heim með sér. Hann getur ekki tekið áhöfnina alla þar scm það takjmarkast af stærð björgunarbáta. Er búizt við, að Karlsefni komi til Rvík- ur á laugardagskvöldið. Fjárlaga- ræðan í kvöld. í kvöld verður útvarpað 1. umræðu Sameinaðs Alþingis um frv. til fjárlaga fyrir ár- ið 1962. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen gerir grein fyrir frumvarpinu en síðan tala fulltrúar annarra flokka en Sjálfstæðisflokks- ins, fyrst kommúnistar, þá Alþýðuflokkur og loks fram- sókn. Útvarpinu lýkur með svarræðu fjármálaráðherr- ans. Ráðherrann hefur ótak- markaðan ræðutíma til fram- söguræðu en stundarfjórð- ung til svara, en fulltrúar flokkanna hálfa klukku- stund. Útvarpið hefst kl. 20. Snögglega störviðri eftir sumarbliðu. Fjallháar öldur gengu inn Siglufjörð en oSlu engu tjóni. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. Siglufjarðarskarð er lokað sem stcndur, en menn vonast til að það opnist fljótlega aft- ur og átti að senda ýtu upp í Skarð fyrir hádegi í dag til að freista þess að opna það á nýj- an leik. f fyrrakvöld og fyrrinótt gerði aftakaveður á Siglufirði. Veðurbreytingin kom skyndi- lega og óvænt eftir tvo blíð- viðrisdaga með sumarhita. Veð'urofsinn var óskaplegur, bæði úti á firðinum og eins í fjöllunum fyrir ofan kaupstað- inn. Hinsvegar var bærinn að mestu leyti í skjóli sjálfur og þar varð ekkert tjón af völdum veðursins. Aftur á móti varð brim meira og stórkostlegra cn nokkur man eftir á Siglufirði áður. Fjallháar öldur gengu Ók af stað með manninn framaná bílnum Okumaiur flúði af ssysstað en gaf sig þó sfðar tram. Þrír menn og tveir bílar Imættust á krossgötum ein- um hér í bænum í gær- kvöldi. Bílarnir námu stað- ar og mennirnir gengu út á götuna.— Engin ástæð^i var til þess^að ætla'; að á næsta augriabliki myndi einn mannanna stórslasast. Þegar mennirnir gengu út á götuna fór annar bíllinn hægt af stað og nam staðar rétt hjá einum þremenninganna. Hann var lítilsháttar hreyfur af víni. Er bíllinn nam staðar steig hann upp á stuðara bílsins. — Þetta virðist bílstjóranum hafa líkað stórÚla, því hann ók af stað nokkuð snögglega. Máður- inn lagðist fram á vélahlífina og rann eftir henni fram á við. Þá nam bíllinn skyndilega stað ar og maðurinn rann þá á nokk- urri ferð til baka. Hann nam ekki staðar fyrr en á skraut- pílu framan á vélahlífinni. Hún lenti milli fóta mannsins. Hann féll svo eða klöngraðist ein- hvernveginn niður af bílnum, sem þegar ók á brott. Vinir mannsins komu að honum þar sem hann stóð i kút af kvölum á gangstéttinni. Þeir náðu í sjúkrabíl fyrir manninn og hon um var þegar ekið í sjúkrahus, þar sem hann varð að ganga tafarlaust undir alvarlegan uppskurð, því svo mjög hafði hann skaddast er hann lenti á skrautpilunni. Seinna í gær- kvöldi gaf ökumaðurinn sig fram við lögregluna. langt inn eftir firðinum í gær, en sem bctu^ fór olli brimið ekki neinu t. *^> Bílar, sem lögðu leið sína yfir Siglufjarðarskarð áttu fullt í fangi með að komast leiðar sinn ar sökum roks og ökumennirnir sögðu að ofstopaveður hafi geysað á fjallinu. Skarðið lok- aðist í fyrrinótt, en um hádeg- ið komst bílalest yfir það með aðstoð ýtu. í þeirri bílalest var m.a. áætlunarbifreiðin sem var að koma að sunnan, en í gær- kvöldi var henni hjálpað aftur Thor Thors sendiherra ís- lands í Washington hefir verið formaður sendinefndar íslands hjá Sameinuðu þ'jóðunum frá upphafi þeirra og jafnan verið virður vel eins og albjóð er kunnugt. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrxun dögum, þar sem hann hlýðir á umræður á- samt Kristjáni Albertssyni, sem einnig hefir setið mörg þing samtakanna. til að komast suður yfir Skarð ið. í gærkvöldi herti snjókom- una að nýju og lokaðist Skarð- ið þá aftur. Snjór mun þó ekki vera mikill þar og sennilega ekki miklum örðugleikum bundið að opna það á nýjan leik, enda hefur veðrið lægt og er nú orðið gott veður á Siglu- firði. Jörð er hvít orðin frá fjalla- brúnum niður að sjó, en neðst er aðeins um föl að ræða, og hið efra er snjórinn heldur ekki mikill. Togari selur kassafisk í Bretlandi. SÍÐASTA ísfisksala í Bret- landi fór fram á föstudaginn, er Marz seldi 118 tonn fyrir 9147 stpd, sem telja verður allgóða sölu. í dag selur Karlscfni í Þýzka landi og Elliði í Bretlandi. Á morgun selur togarinn Víkingur í Bretlandi. Verður fylgzt með athygli með þessari sölu togarans, því Víkingur ís- aði aflann, á annað hundrað tonn, jafnóðum í kassa, en þetta er sennilega í fyrsta skipti'sem þetta er gert á íslenzkum tog- ara, a. m. k. um áratugaskeið. Því fylgjast útgerðarmenn og togarasjómenn með þessu af miklum áhuga. Togarinn tók auk þess 5 tonn af nýjum flat- fiski á Akranesi. Á morgun selur líka togarinn Þorkell máni einnig í Bret- landi og á fimmtudaginn selur Akureyrartogarinn Harðbakur. Þá eru þrír. „tappatogarar" Hafþór, Björgvin og Guðmund- ur Pétursson á leið til Þýzka- lands með eigin afla og vélskip- ið Seley frá Eskifirði. í morgun kom hingað til Reykjavíkur togarinn Þorsteinn Ingólfsson og landar hann afla sínum um 160 tonnum hér. — Á morgun er væntanlegur einn- ig til löndunar hér togarinn Narfi. ■jc Starfandi fólk á föstum um launum í Bandaríkjun- um er nú 43.1 millj. talsins. Hefur sú tala aldrei verið hærri. ----

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.