Vísir - 18.10.1961, Side 2
I
V f S I R
Miðviku.dagur 18. október 1231
=rr t
Z'//////Æ
Enska
JLÍðítB í /. tleiltl GMjjt
síttðtt þeirrtt tttka
FLEST liðin í 1. deild hafa nú
leikið um 12 leiki og er nú
fyrsta fjórðungnum þar með
lokið. Línurnar hafa nú mjög
skýrst, þótt hinsvcgar sé ekki
mikill munur, hvað stig snert
ir. T.d. er aðcins fjögurra stiga
munur á 16 liðum dcildarinnar
frá 5. og upp í 19. sæti, að báð-
um meðtöldum.
Þó má þegar sjá, hvaða lið
koma til með að berjast um 1.
sætið annars vegar og fallsætið
hinsvegar.
Burnley hefur tekið foryst-
una og það nokkuð örugglega.
Áður en þeir léku við West
Ham á laugardaginn höfðu þeir
4 stiga forskot. Þrátt fyrir það
að tveir af leikmönnum liðsins
léku með enska landsliðinu og
Burnley því í lófa lagið að
fresta leiknum, gerðu þeir það
ekki og töpuðu leiknum fyrir
vikið. Þessi ,,mikilmennska“
þeirra getur orðið dýrkeypt
seinna meir.
Undirritaður átti þess kost að
sjá Burnley liðið leika í haust,
og fékk þar staðfestingu á
gengi liðsins og ástæðunni fyr-
ir góðri frammistöðu þess. Lið-
ið er mjög jafngott, leikur afar
taktiskt, og flestir leikmennirn
ir hafa þegar öðlazt mikla
reynslu, bæði þar sem flestir
þeirra hafa leikið í ýmsum úr-
valsliðum Bretlandseyja og svo
einnig úr Evrópukeppninni
sem Burnley tók þátt í fyrr, en
liðið sigraði deildina í hitteð-
fyrra.
í öðru sæti er West Ham, en
það lið hefur komið mjög á ó-
vart með frammistöðu sinni.
West Ham notar. 4-2-4 kerfið,
leikur áferðafallega knatt-
spyrnu, og hefur framúrskar-
andi einstaklinga s. s. Woos-
nam og Leslie markvörðinn.
Forstjórinn þar er Ron Green-
wood, sem áður var þjálfari hjá
Arsenal.
Tottenham liggur í þriðja
sæti í augnablikinu, en á auð-
vitað eftir að láta að sér kveða
i keppninni þegar stundir líða.
Liðið þykir ekki leika eins vel
í ár, og í fyrra, og telja margir
ástæðuna fyrir því vera þá, að
í þeirra herbúðum komist ekk-
ert að annað en Evrópukeppn-
in. Sama ástand skapaðist tið-
um hjá Real Madrid, þeir sigr-
uðu Evrópukeppnina glæsilega,
um leið og þeir töpuðu í
spænsku keppninni.
Varla á nokkurt enskt lið
jafn marga fylgjendur hér á
landi, sem Manchester Unit
ed nema ef vera skyldi
Arsenal. Og það hcfur vcr-
ið þeirra fylgjendum gleði-
cfni í haust, að Man. Utd.
hefur verið í cinu af efstu
sætunum og sýnt tilþrif sem
gefa vonir um mikil afrck í
vctur. Það kom því sem rcið
arslag er það fréttist á laug
ardaginn að Man. Utd. hefði
tapað fyrir neðsta liðinu,
Birmingham, og það heima
lijá sér. En það skal fært
þcim til afsökunar, að stoðir
liðsins, menn eins og Foulk
cs, Setters, Viollet, Pearson
og Quixall voru allir meidd-
ir og þar að auki, var Charlt
on ekki með þar scm hann
var í enska Iandsliðinu.
Everton fyllti allar stöður í
liði sínu og jafnvel í varaliðinu
líka, með toppstjörnum og
mönnum keyptum fyrir háar
fjárupphæðir. Félagið var þó
óheppið í fyrra, meiðsli og ann
að, og ekkert virtist ætla úr að
rætast 1 fyrstu leikjunum. Nú
upp á síðkastið hefur þó ten-
ingurinn snúist við, og loksins
virðist þeirra ,,dýra framlína11
vera komin í gang, og mín spá
er sú, .að ef Everton sigrar ekki
keppnina, þá verða þeir ekki
fjarri því sáeti á töflunni.
Hvernig á annað að vera, þeg-
ar litið er á framlínuna, Bing-
ham, Vernon, Young, Collins,
Lill.
Ipswich vann sig upp í fyrstu
deild í fyrra, og hefur skemmti
lega komið á óvart. Leikur á-
eikaflokkur
íerðttst ttttt t heili ttr„
• Með Loftleiðavélinni, sem
kom frá Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi, og liafði viðkomu á
Keflavíkurflugvelli á Ieið sinni
til New York var meðal annarra
farþega allstór og merkilegur
hópur íþróttamanna. Nærri 40
manna flokkur danskra fim-
leikamanna og kvenna var að
hefja fyrsta áfangann í árslöngu
ferðalngi sínu um þver og endi-
löng Bandaríkin.
Það hlýtur að vekja athygli
hvarvetna, þegar svo stór hóp-
ur íþróttafólks heldur í jafn
langt og umfangsmikið ferða-
lag sem þetta.
Fimleikafólkið eru 16 stúlk-
ur og 16 piltar á aldrinum 17
til 25 ára. Flestir eru þó um
20 ára. Þetta er fólk úr öllum
stéttum, sem tekið hefir sér
ársfrí frá störfum sínum svo
því hafi verið kleift að komast
í för þessa. Tilgangur þess er
tvöfaldur Fyrst og fremst að
leggja m skerf fram í því að
kynna og sýna þá líkamsmennt
og uppbyggingu sem Danir
benta, og svo í öðru lagi að
kynnast þeim hlutum sem
seinna meir geti komið þeim
að haldi í lífinu.
Þetta er úrvalsflokkur val-
inn úr hinum ýmsu fimleika-
félögum Danmerkur. Stjórn-
andi stúlknanna er ungfrú Rósa
Nielsen frá Kaupmannahöfn,
sem er bæði þekktur og viður-
kenndur leikfimiskennari í
heimalandi sínu sem og annars
staðar. Hér á landi munu marg-
ir kannast við hann eða hafa
heyrt hennar getið.
Stjórnandi piltanna heitir
Gunnar Michael Andersen, til-
tölulega nýr maður á sviði
danskra fimleika, sem hefir á
stuttum tíma getið sér orðstír
sem snjall og hæfur leikfimis-
kennari.
Hópurinn dvaldist um mánaðar
tíma í æfingabúðum og hefir
auk þess lagt leið sína til
Grikklands í sýningaför.
í Bandaríkjunum munu Dan-
irnir fyrst sýna i Pennsylvaníu
og halda síðan áfram með aust-
urströndinni til Washington.
Þar er áætlað að vera um ára-
mótin, en þaðan verður farið
áfram til Flórída og Mexico,
svo eins og sjá má munu flest
ríki Bandaríkjana verða heim-
sótt.
Gera Danir ráð fyrir, að för
þeirra muni vekja mjög mikla
athygli þar vestra og áætlað
er að um 3—5000 leikfimis-
kennarar, allt frá barnaskólum
upp í herinn muni kynna sér
aðferðir og æfingar Dananna.
vallt skemmtilega kappleiki og
fjöruga, og er eina liðið fyrir
utan West Ham sem hefur sigr.
að Burnley. Það munaði ekki
um það 6:2. .
Lið eins og Fulham, Notting
ham Forest, Manchester City,
Cardiff, Blackburn og Aston
Villa hafa ekki mikinn ljóma
yfir sér þessa dagana, en standa
þó ætið fyrir sínu og ekkert
þeirra er líklegt til stórræða
eða falls.
Aftur á móti, þegar maður
rekst á nöfn eins og Arsenal og
Wolves í neðri hluta töflunnar
þá rekur maður upp stór augu.
Arsenal hefur ekki unnið til
neinna verðlauna í alltof lang-
an tíma. verið neðarlegar en
jafnvel andstæðingar þeirra
geta sætt sig við og gera»að því
er virðist árangurslausar til-
raunir til að rétta hlut sinn og
sína forna frægð. Stjörnur eru
seldar og stjörnur eru keyptar
allt án árangurs. Charles, East-
ham, Kelsey og McLeod hafa
ekki verið taldir neinir aukvis-
ar, en kannske ná þeir ekki
saman, eða kannske eru of
margir slakir menn með þeim
— hitt er vízt að sigrarnir
koma ekki of oft.
Úlfarnir cr annað lið sem
ekki hefur náð sér á strik
í haust, og það vekur raunar
meiri athygli en crfiðleikar
Arsenal. Wolvcrhampton
Wanderes hafa staðið í bar-
áttunni um efsta sætið nær
undantekningarlaust allt frá
stríðslokum, sigrað keppn-
ina þrisvar sinnum og „Cup-
inn“ tvisvar. I hin skiptin
hafa þeir vart farið niður
fyrir fjórða sæti. En núna
skyndilega sitja þeir í 14.
sæti. Astæðan mun vera
framlínan, sem ekki hefur
verið svipur hiá sjón ; haust.
Cullis keypti Lazarus frá Q.
P. R., kröftugan útherja, en
hann hefur ek.ki leyst vand-
ann. Hrap Úlfanna hefur
vakið menn til umhugsunar
um hvort sú leikaðferð sem
Úlfarnir byggja' leik sinn á,
þessi beina kröftuga knatt-
spyrna, sem liingað ti! hef.ur
verið kennd við England, sé
orðin úrelt. Varla mun Stan
Cullis og hans ágæta lið við-
urkenna það fyrr cn : fulla
hnefana, og með menn eins
og Broadbcnt, Slater og
Flowers, verður þetta Iið
vart lengi í neðri hlutanum.
W. B. A. og Blackpool hafa
undanfarin ár, háð harða bar-
áttu fyrir tilveru sinni í fyrstu
deild og svo er enn nú. Það
virðist aðeins tímaspursmal
hvenær að fallinu kemur,
Birmingham er í augnablik-
inu næst neðst o'g þykir ekki
leika betur en það, að verð-
skulda það sæti. Neðst er svo
gamla, góða Chelsea. Allt virð-
ist vera í upplausn hjá félag-
inu síðan Greaves var seldur til
Ítalíu. Forstjórinn hinn frægi
Ted Drake, hefur sagt upp og
liðið er eins og höfuðlaús her,
ungir piltar eru reyndir í tíma
og ótíma, og efnin öll sem
Chelsea hefur morandi í yngri
liðum sínum falla hvert um
annað þvert, þegar í fyrsta liðið
er komið. Ástandið er þannig,
að ef ekki verður gripið til rót-
tækra ráðstafana, er fallið stóra
óumflýjanlegt. — e.b.s.
Nýtt mút
Fyrir tveim til þrem árum
síðan var í það ráðizt að efna
til móta og leikja fyrir yngri
drengi en þá, sem tækir voru
í IV.'flokks lið, aldurs vegna og
getu.
Aldurstakmörkunum flokk-
anna var bréytt og stofnaður
var V. flokkur fyrir 12 ára
drengi og yngri. Var hér vissu-
lega í nokkuð stórt ráðizt fyrir
knattspyrnufélögin, því þetta
þýddi eðlilega fleiri þjálfara,
meiri vinnu og meiri útgjöld
ekki sízt peningalega. Fyrst var
aðeins teflt fram einu liði í
þessum flokki, en ekki leið á
löngu, þar til B-lið komu fram
á sjónarsviðið. Og nú í haust
hélt þróunin áfram, stofnað var
til móts fyrir C-lið. 11 fleiri
strákar klæddust peysum félags
síns, og þótt knattspyrnan sé
ekki ó eins háu stigi í V. flokki
eins og i eldri flokkum, þá er
áhuginn og alvaran engu minni.
Þessu fyrsta V. fl. C-móti
lauk nú um helgina. Sigurveg-
arar urðu KR-ingar, þeir sigr-
uðu Víking í úrslitaleik 1—9.
Öll reykvísku félögin nema
Þróttur tóku þátt í mótinu. Og
nú er aðeins spurningin: Hvað
tekur næst við?
SÍÐASTI knattspyrnuleikurinn
sem háður verður á þessu ári á
Akureyri fór fram í fyrradag
og léku Þór og KA. Fóru leik-
ar svo að Þór sigraði 3:1.
Dregið í A-flokki.
í gær var dregið í A-flokki
Happdrættisláns ríkissjóðs.
Hæstu vinningarnir komu á
eftirtalin númer:
75.000 kr. -
Nr. 133289.
40.000 kr.
Nr. 83189.
I
15.000 kr.
Nr. 59551.
10.000 kr.
Nr. 43518, 122764, 135915.
(Birt án ábyrgðar).