Vísir - 18.10.1961, Síða 3

Vísir - 18.10.1961, Síða 3
Miðvikudagur 18. október 1961 V í S I R 3 Breikka á vegi á blindum hæðum, segja eftirlitsmenn Aðalfundur félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var hald inn í Reykjavík 7. október s.l. — Fundinn sátu allflestir bif- reiðaeftirlitsmenn landsins. Á fundinum voru gerðar ýmsar ályktanir og eru þessar helztar: Aðalfundur félags ísl. bif- reiðaeftirlitsmanna haldinn í Reykjavík 7. október 1961 þakkar vegamálastjórninni það sem gert hefir verið í lagfær- ingu og merkingu vega, en beinir þeim tilmælum til vega- málastjóra, að meira verði unn- ið að því að breikka veginn á blindum hæðum og bröttum brekkum og merkja vel alla slíka staði til öryggis fyrir alla vegfarendur. Þar sem slysum hefir stór- lega fjölgað utan Reykjavíkur, í sambandi við bifreiðar og dráttarvélar, beinir aðalfundur félagsins því til Slysavarnar- félags íslands og allra aðila, sem með þessi mál hafa að gera, að aukin verði fræðsla almenn- ings á þeirri stórkostlegu hættu sem misnotkun slíkra tækja hefir i för með sér. Þá skorar fundurinn á alla ökumenn að hafa öryggis- og ljósabúnað bifreiðanna í lagi, þar sem myrkur og vetur er að ganga í garð og haga akstrinum samkvæmt 49. gr. umferðalaga. Almennt mót norrænna bif- Fyrir ekki löngu síS- an birti Vísir heila opnu með myndum af íslenzku vetrartízkunni. — Hér koma þrjár myndir til viðbótar og látum við það nægja. . Guðrún Bjarnadóttir sýnir brún- an kjól frá Markaðn- um, hann er raunar pils og blússa. Pilsið er snið- ið út á ská. Blússan er laus, nær rétt niður fyrir mitti. Ef myndin prent- ast vel má sjá þver- skurði í pilsinu, sem gefa því skemmtilegan en þó einfaldan svip. Á eindálksmyndinni sýnir frú Edda Ólafsdóttir að- skorin ullar-jerzey-kjól frá verzluninni Eygló, ljósdrap- litaðan. Kjóllinn er tekin saman um mittið með band- belti úr sama efni og kjóll- inn. Yfir barminn liggur handstungið berustykki í dekkri lit. Leðurtala í háls- inn. Dragtin, sem frú Edda sýnir er frá Eygló. Hún er úr gráu ullartweed-efni með kanínuskinn (Light Charcol) á jakkanum, og þrjár stórar ibenholttölur. reiðaeftirlitsmanna var haldð í Helsingfors dagana 27.—30. júlí s.l. Bifreiðaeftirlitsmenn frá öllum Norðurlöndunum á- samt vegamálastjórum Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar sátu mótið. Á mótinu var meðal ann- ars rætt um hin tíðu og alvar- legu umferðaslys er oft stafa af ógætilegum og gálausum akstri. Stjórn félagsins skipa:: Gestur Ólafsson, formaður, Svavar Jóhannsson, ritari, Sverrir Samúelsson, gjaldkeri, meðstjórnendur: Bergur Arn- björnsson og Magnús Wium Vilhjálmsson. Leiðrétting. Sú mein)ega og villandi prentvilla varð í viðtali við dr. Sigurð Þórarinsson um eldsum- brotin í Öskju í Vísi í fyrradag að breidd sprungnanna, sem myndast hafa við jarðhræringar voru sagðar frá 1 cm upp í 300 cm, en átti að vera 2—30 cm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.