Vísir - 18.10.1961, Síða 15

Vísir - 18.10.1961, Síða 15
Miðvikud. 18. október 1961 VÍSIR I51 Ástin sigrar allt. Mary Burcfiell. peninga af honum fyrr. Ég vildi ekki taka við þeim handa Bunny heldur. Hann var minn — aðeins minn. En nú eignast Oliver hlutdeild í honum, því að ef nokkuð bjargar lífi hans þá eru það peningarnir frá Oliver. Ekki ást mín — heldur peningar Olivers! — Hlustaðu nú á mig, Er- ica. Við Chester borgum fyr- ir lækninguna. Þú þarft alls ekki að fara til Olivers. Við getum það vel. Og okkur lang ar til þess. Lofaðu okkur að gera það! Erica hreyfði sig ekki. Fyrst létti henni ósegjanlega mikið. Hún þurfti ekki að fara til Olivers. En svo sá hún allt í einu Oliver í huganum. Hann hélt á Bunny í fanginu og horfði brosandi á hann. Og hann sagði: Ert þú virkilega dreng urinn minn? Og hann var drengurinn hans Olivers. Ekki Carols eða Chesters eða neinna annarra. Hann var Olivers, og Oliver átti heimtingu á að fá að hjálpa honum einmitt núna. Þau buðu þetta í beztu meiningu, en það væri rapgt gagnvart Oliver. Það skildi hún núna. — Þakka ykkur fyrir, báð- um, sagði hún. — Hjartans þakkir. En mér datt allt í einu í hug a ðhann er sonur Oli- vers líka, ekki eingöngu son- ur minn. Ég get ekki neitað Oliver um réttinn til að bjarga Bunny. Og hún rétti fram hönd- ina eftir símanum. Erica tók ekki eftir þegar þau fóru út úr stofynni. En þegar hún hafði náð sam- bandi við númer Olivers var hún ein. Og nú heyrði hún rödd hans, skýrt og greini- lega. — Já, Oliver Leyne hér. Hvern tala ég við? — Ó, ert það þú, Oliver? Þetta er Erica. — Erica! Hvað var það ? Er eitthvað að ? . Hún heyrði kvíðahreiminn í röddinni og hlýnaði um hjartaræturnar. — Já, það er út af Bunny. Hann er veikur. Óhjákvæmi- legt að skera hann. Það er að- eins einn læknir sem er lík- legur til að geta bjargað, hon- um, en það kostar mikið að fá hann til að gera uppskurð- inn. Ég hef ekki nóga pen- inga til þess, Oliver — ekki nærri nóga . .. — Segðu ekki þetta, Erica! Þú veizt að þú getur fengið eins mikla peninga og þú vilt. Sjáðu um að drengurinn fái K V * * — Vertu ekki alltaf svona fúll, Kolbeinn. Leyfi ég niér kannske nokkum annan lúxus en að eyða peningum ? eins góðan lækni og hægt er. Ég skal koma til þín í fyrra- nálið. Og gráttu ekki svona, blessað bamið. Gráttu ekki ’vona! Nú fyrst gerði hún sér ljóst að hún var grátandi, og grát- urinn varð ákafari þegar Oli- ver talaði huggunarorð til hennar — heiman frá henn- ar eigin heimili. Loks tókst henni að stöðva grátmn og hlusta á það sem Oliver sagði: — Ég kem með næturlest- inni, Erica, og kem til þín eins fljótt og mögulegt er. Láttu ekki hugfallast, góða. Það er ótrúlegt hvað lækn- amir geta gert nú á dögum. Hvaða skurðlæknir er þetta — veiztu það? — Já . . . Nú róaðist hún dálítið. — Það er sir James Trevant. — Hann er snillingur, Er- ica. Það er ekki hægt að fá betri mann. Hann bjargar á- reiðanlega drengnum okkar, vertu viss um það. — Þakka þér fyrir. Oliver. Þakka þér fyrir hvað þú ert hjálpsamur. Hann svaraði því engu en bauð henni góða nótt áður en þau slitu sambandinu. Nú var hún innilega glöð yfir því að hafa ekki tekið boði Carols og Cliesters, þó hún væri þeim þakklát fvrir það. Hún var hrærð yfir því að Oliver hafði talað um . ,d ri^ig|ijp. pkkar“. Núna voru bau'safríemuð, sem móðir og faðir, í áhyggjunum út af Bunny. Eríca svaf ekki mikið um nóttina. Bunny var sóttur seint um kvöldið osr sagt að uppskurðurinn yrði gerður snemma næsta morgun. — Þá verður maðurinn minn kominn, sagði hún a.1- varleg, og fannst huggun vera í þessum orðum. Erica glevmdi aldrei sam- fundunum við Oliver í dögun morguninn eftir. Hann kom beint af brautarstöðinni og það fyrsta sem hann sagði var þetta: — Þakka þér fyrir, Erica, að þú lofaðir mér að koma. Hann sagði þetta svo auð- mjúklega að það hrærði hana djúpt, og þegar þau komu inn í anddyrið studdi hún á handlegginn á honum. Hann þrýsti hönd hennar fast og hún sagði: — Mér þykir svo vænt um að sjá þig, Oliver. Ósegjan- lega vænt! Carol kom út og heilsaði stutt en vingjarnlega, og svo fékk hún talið þau á að borða morgunverð. Fátt var sagt meðan þau voru að borða. Oliver spurði að ýmsu við og við, og Erica svaraði — og Carol stund- um. Það var aðeins eitt, sem þau vildu tala um, og það efni var fljótt iitrætt. Kringum klukkan hálftíu sótti Sallent læknir þau í bíln- um sínum og ók þeim til sjúkrahússins. Hann var ekki sérlega bjartsýnn, en rólegur og vongóður, og skýrði Oliver ítarlega frá sjúkdóminum. — Þér virðist þekkja Bun- ny og heilsufar hans vel. sagði Oliver. — Ja-á, sagði Sallent og brosti. — Ég hjálpaði honum inn í þennan heim og hef fylgzt með honum síðan. Hann er hraustur og sterkur og líklegt að hann þoli þessa læknisaðgerð. — Það var gott að heyra, sagði Oliver. — En maður verður kvíðinn þegar svona smælingjar eiga í hlut.. . Þeim var vel tekið í sjúkra húsinu. Erica og Oliver voru látin bíða í bjartri, vistlegri stofu, er ekki líktist neinni I venjulegri biðstofu. Þar voru | hvorki snjáðir skinnstólar né i gömul vikublöð. En þar voru blóm á borðinu. | Sir James Trevant kom og heilsaði þeim áður en I skurðaðgerðin byrjaði. Hann var sérstaklega fyrirmann- legur maður, með sterkar, liprar hendur og mjög ljós- grá augu. Ericu óx hugur er hún sá hann, og hugsaði með sér: — Honum þori ég að trúa fyrir drengnum mínum! Hann sagði ekki nein fölsk hughreystingarorð viðvíkj- andi Bunny. Sagði aðeins að þetta væri mjög fátítt tilfelli, I en engan veginn vonlaust, og ef það stæði í mannlegu valdi skyldi hann bjarga drengnum Hann sagði að þeim mundi finnast langt að bíða á með- an, en vonaði að hann gæti I fært þeim góðar fréttir innan ' skamms. j — Ég veit af reynslu að frú Leyne er hetja í hverri raun, sagði Sallent læknir. j Báðir læknarnir fóru en Erica og Oliver urðu ein eftir. — Ég held að það sé alveg satt, sagði Oliver eftir augna- blik. — Ég hef aldrei séð þig öðru vísi en sem hetju. I — Æ, Oliver .. Hún brosti. — Ég held þvert á móti að ég sé mesti heigull. Að minnsta kosti er ég oft ósköp hrædd. — Það er alls ekki það sama. Komdu og seztu hérna í sófann, Erica. Þú hefur ef- laust ekki fengið neina hvíld í nótt. y Hún gerði sér enga grein fyrir hve lengi þau sátu þarna þegjandi. Svo sagði hann: — Ég er þér ósegjanlega þakklátur fyrir að þú lofaðir mér að gera það litla, sem ég gat gert. — Mig langaði alls ekki til þess að biðja þig um það, fyrst í stað, sagði hún lágt. — Ekki það? Nú var það hann sem brosti. — Mér ferst varla að áfellast þig fyrir það. Ég hafði ekki gefið þér ástæðu til að treysta mér. — Það var eiginlega ekki það . . . Röddin titraði dálítið. — Ekki það, Erica? Hvað var það þá? — Það er hræðilegt — ég skil þáð núna. En það hlýtur að hafa verið eins konar af- Jæja, ætlið þér ekki að fara að koma yður á stað. — Ne-ei! ♦ brýði. Ég óskaði svo heitt að ég ætti Bunny ein ... — En þú átt hann, góða mín, tók Oliver fram í. — Já, ég veit það, sagði hún hikandi. — Þú hefur sagt það áður, og það var fallega gert. En — ég held að þetta hafi komið til af því, að hann er aleiga mín í ver- öldinni. Þess vegna langaði mig til að gera allt fyrir hann. Og svo kom það á dag- inn við fyrsta áfallið, að ég var ekki maður til þess. Ást mín til hans gat engu áorkað. Ég varð — varð að biðja þig um peninga. — Erica . .. þú mátt ekki tala svona, sagði hann hrygg- ur. — Skilurðu ekki hve feg- inn ég er að geta gert eitt- hvað fyrir barnið? • Dag Hammarskjöld er annar Svíinn í mikilvægu embætti Sameinuðu þjóðanna, sem látið hefur lífið i þágu þeirra. Hinn var Folke Bernadotte greifi, sem hryðjuverkamenn úr flokki Gyðinga myrtu í Jerúsalem 17. sept. 1948, nákvæmlega 13 ár- um áður en Hammarskjöld lét líf sitt í flugslysinu. Berna- dottc hafði gert tilraun til að sætta Gyðinga og Araba. Bernadotte' var náfrændi Gustavs V. konungs og forseti Sænska Rauða krossins. Hann starfaði og sem lilutlaus friðar- erindreki í átökum Þjóðverja og Bandamanna í síðari heims- sivrinld.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.