Tölvumál - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.01.1979, Blaðsíða 4
Opinber og önnur skránins Eigi skal gera mun á opinberri skráningu og annarri skrán- ingu né heldur skráningu í þágu vísindastarfsemi eða töl- fræðiskýrslna. Skráningaratriði í persónugagnaskráningu flokkist í þrennt. Atriðaflokkarnir verða hér nefndir "viðkvæm atriði", "sér- stök atriði" og 'hlmenn atriði". öheimilt verði að skrá "viðkvæm atriði" nema með leyfi persónugagnaráðs. Lögin þurfa að afmarka flokk "viðkvæmra atriða" og aðstæður fyrir leyfisveitingu. Tilkynna þurfi persónugagnaráðinu um stofnun eða útvíkkun skraa með "sérstökum atriðum" og getur ráðið heft starf- semina, brjóti hún í bága við lögin. Tiltekin "almenn" skráning sé heimiluð á breiðum grundvelli án leyfisveitinga eða tilkynninga enda séu skrárnar ein- ungis til notkunar innan viðkomandi fyrirtækis, stofnunar eða félags. Hér komi til starfsmannaskrár, launaskrár, viðskiptamannaskrár, félagatöl og áskriftalistar. Persónu- gagnaráðið geti sjálft afmarkað mörkin milli "sérstakra atriða" og "almennra atriða". Slík 'tilhögun virðist nauð- synleg til þess að ráðið geti losnað við þann aragrúa af tilkynningum, sem bærust, ef öll persónugagnaskráning væri í upphafi tilkynningarskyld. Síðar gæti ráðið svo þrengt mörkin fyrir almenna skráningu, ef ástæða þykir til. Telja verður óhjákvæmilegt að lö'g um þjóðskrá verði endur- skoðuð 'jafnframt setningu lagá um meðferð persónugagna og . lögin að einhyerju leyti felld saman í einn bálk. Skera. verður úr um hvort hefðbundin meðferð þjóðskrár á atriðum, er varða m.a.. ríkisfang, trúflokk og hjúskaparstétt, brjóti í bága við anda persónugagnalöggjafarinnar. Gildissvið - Gildissvið (sbr. 1. gr.) verði þrengt þannig að skráningin varði einungis einkamálefni einstaklinga. Greinar 8 -16 er v'arða einkafyrirtæki, sem sýsla með upp- lýsingar um fj.ármál einstaklinga, falli niður. Þes.s í stað verði upplýsingar er varða lánstraust manna taldar til "viðkvæmra" persónugagna og skráning þeirra og með- ferð því háðar leyfisveitingu persónugagnaráðsins. Greinar 17 og 19 falli niður: Meðferð "heimilisfanga- skráa" fellur undir almenn ákvæði laganna og væri því tilkynninga- eða leyfisskylt eftir atvikum. Samt þyrfti sérstaklega að halda ákvæðinu (sbr. 18. gr.) um að ein- staklingar eigi rétt á að fá nafn sitt afmáð af heim- ilisfangaskrá, æski hann þess.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.