Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 1

Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag íslands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd. Q^tar Kjartansson, ábm. 6. tölublað, 7. árgangur Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson Ágúst 1982 KYNNINGARÁSKRIFT A data og data-nytt Félagar í Skýrslutæknifélaginu eiga þess nú kost aó gerast áskrifendur aó norrænu gagnavinnslu- og tölvutækniritunum DATA og DATA-NYTT á afar hagstæöu verði. Þetta er tilboð frá útgefanda ritanna, Nordisk Dataunion, en nú hefur Skýrslutæknifélagið gerst aukaaðili að þeim samtökum, svo sem greint er frá hér í blaðinu á bls. 3-4. Ókeypis kynningaráskrift til næstu áramóta 1 fyrsta lagi er um aó ræða sérstaka kynningaráskrift aó þessum nefndu ritum til næstu áramóta. Gjaldið, sem Nordisk Dataunion býður, er þaó hagstætt, að Skýrslutæknifélagið hefur ákveðið að bjóóa félögum sinum hana ókeypis, Þetta mun gilda í um þrjá mánuði eða frá október til desember- loka 1982. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki eða stofnanir muni aó jafnaði panta eina áskrift í þessa þrjá mánuði, en þó fleiri þar sem ástæða er til. Mjög lágt áskriftarqjald 1983 í ööru lagi gefst mönnum síðan kostur á áframhaldandi áskrift að ritunum frá og með janúar 1983 á afar hagstæðu veröi, eins og áóur segir, eða fyrir innan við þriðjung þess verös, sem áskrift ella kostar. Miðaó við skráningu gengis i ágúst 1982 er gert ráö fyrir að áskriftargjald fyrir bæði ritin, DATA og DATA-NYTT, verói nálægt 150 isl. krónum, en nálægt 110 isl. krónum, ef DATA-NYTT er keypt eitt sér. Hvaö er DATA og DATA-NYTT? DATA er mánaðarrit, 50-60 bls. hvert hefti, litprentað á vandaðan pappir og rikulega myndskreytt. DATA (og DATA-NYTT) er fyrst og fremst ritaó á norrænu tungumálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, en einnig að nokkrum hluta á ensku. DATA flytur m.a. vandaðar greinar, sem ritaöar eru af færustu sérfræðingum, um fjölbreytileg svið tölvutækni og gagnavinnslu.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 6. Tölublað (01.08.1982)
https://timarit.is/issue/182097

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004168619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. Tölublað (01.08.1982)

Aðgerðir: