Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 7
TÖLVUMÁL
7
DAGSETNINGASTAÐALLINN ÍST 8
Til þessa hefur blásið óbyrlega fyrir dagsetningastaólinum
(ÍST 8 - Ritun dagsetninga með tölustöfum), sem gefinn
var út 1. mai 1974. Um staðalinn hefur staðið styr, og
sér ekki fyrir endann á því.
Ýmsir, sem telja sig hafa tekió upp ritun dagsetninga sam-
kvæmt ÍST 8 (þ.e. í röðinni ár, mánuður, dagur) hafa ekki
gert þaó rétt. Af þvi hefur m.a. leitt, að dagsetningar,
sem þessir menn rita, eru oft misskildar, stundum með slæmum
afleióingum. Sióan er skuldinni skellt á staóalinn. Tökum
dæmi:
Samkvæmt staólinum skal rita dagsetningu, t.d. 19. júni
1922, þannig með tölustöfum:
1922-06-19 eóa 1922 06 19
Þetta á ekki aó þurfa aó valda misskilningi. Hitt er svo
önnur saga, hvort menn yfir höfuð fella sig við aó rita
dagsetningar meó þessum hætti.
Ef þessi sama dagsetning er á hinn bóginn rituð
22.06.19
eins og oft sést, fer gamanið aó kárna og misskilningi er
boðið heim. Hér eru geróar tvær skekkjur: I fyrsta lagi
ber samkvæmt staðlinum að rita ártalió með fjórum stöfum
(nema þar sem það getur ekki valdið misskilningi), og x
öðru lagi skal nota bandstrik eða eyður (stafabil) til að
aógreina þætti dagsetningarinnar (ekki punkta).
Átta ár eru nú liðin síðan staðallinn ÍST 8 var gefinn út.
Ef ekki á aó festast við hann það óorð til frambúðar, að
hann hafi einungis orðió til að valda ruglingi og leióindum
i þjóðfélaginu, þarf nú aó dusta af honum rykið og ákvarða
hvort hann er á vetur setjandi óbreyttur eða ekki.
Staóalinn, breyttan eóa óbreyttan, þarf svo að kynna ræki-
lega fyrir almenningi.
Óttar Kjartansson
STAÐLAÐIR SAMNINGAR OG RITVINNSLUTÆKNI
Eins og lesendum Tölvumála er kunnugt, gaf Skýrslutækni-
félagið út svokallaða "staðlaóa sanininga", eða ramma að
samningum um kaup, leigu og viðhald á tölvubúnaói, í árs-
byrjun 1979. Fjögurra manna starfshópur hafði þá unnió
aó gerð þessara samninga í tæplega eitt ár, sbr. Tölvumál,
2. og 3. tölublað 4. árgangs 1979.
All flestir seljendur tölvubúnaðar hafa tekið mió af
þessum samningum Skýrslutæknifélagsins síðan þeir komu
út og nokkrir hafa notaö þá lítið sem ekkert breytta.