Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 4
4 TÖLVUMÁL og DATA-NYTT og greint er frá hér framar í blaóinu. Fyrir mörg okkar verða þessi rit gluggi út í umheiminn. Við lestur þessara blaða sést hvé mikil hreyfing er á málum okkur viðkomanéi á Norðurlöndunum. DATA-NYTT flytur einnig nýjustu tiðindi af tölvu- og gagnavinnsluvettvangi í Banda- ríkjunum, með því að það tekur við efni beint frá frétta- stofnuninni Technolögi News of America. Þannig komum við til meó að geta fylgst vel með því sem er að gerast á gagna- vinnslusviðinu um víða veröld og þeim vélbúnaði og hugbúnaði sem á boðstólnum er á hverjum tíma. í öóru lagi mun Skýrslutæknifélaginu nú gefast kostur á aö fá hingaó til lands fleiri þekkta fyrirlesara en áður var mögulegt. Norrænu Skýrslutæknifélögin leitast við:að fá til sín marga af bestu og þekktustu fyrirlesurum, sem finnast á tölvusviðinu. í samvinnu við NDU getum við fengió þessa fyrirlesara hingað til lands fyrir brot af þeim kostnaði, sem annars væri um aó ræða. í þriðja lagi kemst félagið og félagarnir í kynni við fjöldann allan af einstaklingum á hinum Norðurlöndunum. í fjórða lagi rekur að þvi ef.tir nokkur ár, aó NordDATA ráðstefnan verður haldin hér á landi. Það verður mikill vióburður og okkur væntanlega lyftistöng til frekari umsvifa. 1 fimmta lagi flytst starfsemi NDU að þvi leyti hingað til lands, að hér verður, til jafns vió hin aðildarlöndin, haldið svokallað "prestige-seminar", en það er námstefna, sem NDU heldur annað hvert ár, til skiptis á Noröurlöndunum. A þessa námstefnu er stjórnmálamönnum, gagnavinnslufólki, blaóamönnum o.fl. boóió, til að ræða eitt tiltekió málefni, sem tengist gagnavinnslu. Sigurjón Pétursson FRÁ ORÐANEFND Nýlega hefur stjórn Rannsóknarsjóós IBM veitt íslenskri málnefnd 50 þúsund króna styrk "til að undirbúa tölvu- vinnslu orðasafns og skal útgáfa orðasafns Skýrslutækni- félagsins hafa forgang". Á fundi íslenskrar málnefndar 14. júni var formanni nefndarinnar (Baldri Jónssyni) veitt umboð til að ráóstafa fénu i samvinnu vió fulltrúa Skýrslu- tæknifélagsins. Eins og lesendum Tölvumála mun vera kunnugt hefur stjórn Skýrslutæknifélagsins samþykkt aó veita 20 þúsund króna ágóða af sýningunni "Skrifstofa framtíðarinnar" til styrktar útgáfu orðaskrárinnar. Á fundi orðanefndar 3. júní síðast- liðinn var ákveóið aó Sigrún Helgadóttir tæki að sér rit- stjórn orðaskrárinnar, en tölvuskráning og önnur tölvu- vinna yrði unnin á vegum Máltölvunar Baldurs Jónssonar. Byrjað er að skrá oróin og vonum vió að orðaskráin líti dagsins ljós fyrir lok ársins. Orðanefndin hefur í hyggju aö fyrsta útgáfa verði fjölrituð en að öðru leyti eru út- gáfumál óráðin. Sigrún Helgadóttir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 6. Tölublað (01.08.1982)
https://timarit.is/issue/182097

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004168619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. Tölublað (01.08.1982)

Aðgerðir: