Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 3
TÖLVUMÁL
3
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ISLANDS GERIST AÐILI AÐ NORDISK DATAUNION
I framhaldi af "Datadeginum '82", sem Skýrslutæknifélagið
og Nordisk Dataunion (NDU) héldu á Hótel Loftleiðum síðast-
lióió vor og fundi í stjórnarnefnd NDU, sem haldinn var í
tengslum við "Datadaginn", var Skýrslutæknifélaginu boðió
að gerast formlegur aðili að samtökunum. í framhaldi af
þessu sótti undirritaður, fyrir hönd Skýrslutæknifélagsins,
NordDATA ráðstefnuna, sem haldin var í Sviþjóð að þessu sinni
og stjórnarnefndarfund NDU, sem haldinn var í tengslum við
ráðstefnuna.
Tilgangur fararinnar var tviþættur: í fyrsta lagi var til-
gangurinn sá, að sækja stjórnarnefndarfundinn, en þar var
umsókn Skýrslutæknifélagsins um aðild að NDU rædd og sam-
þykkt. í öðru lagi var NordDATA ráðstefnan sótt.
Skýrslutæknifélögin á Norðurlöndunum
Á Norðurlöndunum eru nú starfandi sex félög á sviði tölvu-
tækni og gagnavinnslu, auk hins islenska. í Noregi er eitt
félag (Den Norske Dataforening), sem telur um 3.800 félaga.
í Sviþjóð starfa tvö félög (Svenska Dataföreningen og Svenska
Samfundet för Informationsbehandling), sem samtals telja
um 5.200 félaga. í Finnlandi stariar eitt félag (Finska
Dataförbundet), með um 12.000 félaga og loks er i Danmörku
eitt félag (Dansk Databehandlingsforening) og telur það um
1.500 félaga.
Nordisk Dataunion eru siðan samtök framangreindra félaga
og er Skýrslutæknifélag Islands nýkomið i þann hóp, eins
og áóur segir. Einnig er fram komið, að NDU stendur fyrir
hinni árlegu NordDATA ráóstefnu, sem haldin er til skiptis
á Norðurlöndunum. Þá gefur NDU út tvö þekktustu tölvu- og
gagnavinnsluritin á Norðurlöndum, þ.e. DATA og DATA-NYTT,
og samtökin hafa forgöngu i margvislegum öðrum sameiginlegum
málefnum félaganna. Meðal þess sem nu er verið að undirbúa
er svokölluð DATA-vika, sem gert er ráó fyrir aó haldin verði
haustið 1983. Stjórnarnefnd NDU kemur saman fjórxim sinnum á
ári, til skiptis i aðildarlöndumum. Hina árlegu NordDATA
ráóstefnu hafa jafnaðarlega sótt um 2000 manns, sem m.a.
geta valió úr um 150 fyrirlestrum til aó hlióa á.
Skýrslutæknifélag íslands gengur í NDU
Á stjórnarnefndarfundi NDU, sem undirritaður sótti og haldinn
var i Gautaborg i júni sl. var Skýrslutæknifélag íslands
formlega samþykkt sem aðili að Nordisk Dataunion. Fyrst
um sinn veróur um aukaaðild að ræða og án annars beins til-
kostnaóar en þess, aó sækja stjórnarnefndarfundina, sem
haldnir eru fjórum sinnum á ári. 1 fimmta hvert skipti
verða þeir fundir haldnir hérlendis.
Avinningur okkar af þvi að ganga i NDU
Augljósasti ávinningurinn fyrir okkur nú i upphafi eru þau
einstöku kjör, sem NDU býður okkur á áskriftum ritanna DATA