Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 8
8
TÖLVtíMÁL
Reynslan af þessum samningum félagsins hefur leitt i ljós,
aö seint munu verða gerðir staðlaóir samningar (samninga-
formálar), sem mæta öllum sjónarmiðum og kröfum aðila,
bæói kaupenda og seljenda. Eigi að siður er að þvi bæói
hagræði og öryggi, að hafa mótaðan texta við höndina,
þegar samningar eru gerðir.
Þegar slikir textar eru prentaóir i formi eyðublaða, sbr.
samninga Skýrslutæknifélagsins, reka menn sig á ýmsa ann-
marka. Til dæmis vilja útfyllingarreitir verða ýmist
óþarflega stórir, eða á hinn bóginn, og það sem verra er,
of litlir, prentaði textinn býður ekki upp á neinn sveigjan-
leika o.s.frv. Efni, sem á þennan hátt reynist ekki falla
að hinum fastmótaða ramma, verður þá að fylgja samningnum
í formi fylgiskjala. Þaó leiðir svo aftur á móti til þess,
að samningarnir verða ekki eins glöggir aflestrar og ella
gæti orðió.
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavikurborgar hafa nú gert
tilraun, sem miðar að því að losa menn við þá vankanta,
sem aó framan greinir. Tilraunin byggir einfaldlega á þvi,
aó vinna samningana i ritvinnslukerfi. Staðlaói textinn
er þá "hafóur i minninu", og öðrum efnisatriðum samnings-
ins er siðan bætt við. Ritvinnslutæknin nýtist ágætlega
viö þessa vinnu. Engin vankvæói veróa vió að koma efninu
fyrir og leiðréttingar og "snyrting" á hinum endanlega
samningi verður einföld og þægileg, eins og allir kannast
viö, sem þekkja til ritvinnslu.
Þeir, sem kynnu aó óska frekari upplýsinga um þessa hag-
ræðingarviðleytni SKÝRR, geta leitað til Jóns Zóphonxassonar,
i ráðgjafardeild stofnunarinnar.
Óttar Kjartansson
FYRIRLESTRAR UM TÖLVUFRÆÐI
Bandariski prófessorinn, Edward Robertson, sem er deildar-
forseti við tölvufræðideild háskólans i Indianafylki (Indiana
University, Bloomington), flutti tvo fyrirlestra á vegum
Háskóla íslands og Skýrslutæknifélags íslands 19. og 20.
júlí síðastliðinn, vió ágætar undirtektir.
Fjallaði fyrri fyrirlesturinn um tölvunet en hinn siðari
um tölvufræóikennslu i Bandaríkjunum árið 1982. Fyrir-
lestrarnir voru fluttir í húsi Verkfræói- og raunvísinda-
stofnunar Háskólans vió Hjarðarhaga.
Fyrirlestrana þurfti aö boða meö litlum fyrirvara og gafst
því mióur ekki timi til að kynna þá í Tölvumálum. Þrátt
fyrir þaö voru þeir fjölsóttir, einkum hinn fyrri, en hann
sátu yfir eitt hundrað manns, svo að fullt var út úr dyrum
i bókstaflegum skilningi.