Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.08.1982, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL 5 UM ORÐIÐ T Ö L V A Dr. Þorsteinn Sæmundsson ritar i 5. tölublaó 7. árgangs Tölvumála grein þar sem hann rekur meðal annars uppruna orðsins tölva. Er þetta skemmtileg saga og var þarft framtak að koma henni á prent. í sömu grein drepur Þorsteinn á atriði sem hefur ergt mig talsvert á undanförnum árum og það svo að ég hef hvað eftir annað verið kominn á fremsta hlunn meó að hefja umræður um það á opinberum vettvangi, þó ekki hafi af orðið. Þetta atriði er of- og misnotkun orðsins tölva. Ég tek undir orð Þorsteins um þetta efni og bendi lesendum Tölvumála á tilvitnaða grein, ef hún hefur farið fram hjá einhverjum. Augljóst er að við smiði orðsins hefur Sigurður Nordal hugsað til töfra- eða galdranáttúru völvunnar og ætla má að honum hefði ekki mislikað þótt eitthvað af henni flyttist yfir á afkvæmið. En hvern gat grunað að upp mundi magnast svo römm skotta, sem auglýsingaiónaóinum hefur tekist að vekja upp og taka í sina þjónustu. Þó að ég hafi ekki fyrr hreyft þessu máli á vettvangi sem kallast geti opinber, hef ég staðið í ströngu í hópi kunningja og á eigin heimili og reynt að glíma við ára þennan, en oftast orðið aó láta í minni pokann. Ég vona að tölvufólk sameinist nú um það að hreinsa og vernda merkingu þessa ágæta orðs. Með öflugu samstilltu átaki kann sigur að vinnast. 1 júni 1982 Jóhann Gunnarsson. Otgáfu TÖLVUBLAÐSINS SEINKAR Tölvuútgáfan hf hefur sent frá sér fréttabréf, þar sem skýrt er frá þvi að útkomu 1. tölublaós Tölvublaósins, sem áætlað var að kæmi út i júni, hafi seinkaó verulega. "Frumburóurinn ætlar aó verða erfióur i fæðingu og eru það margir ófyrirséðir þættir, sem stuðlað hafa að þvi", segir i fréttabréfinu. Um orsakir þessarar seinkunar segir, að áhugaleysi auglýs- enda sé ein megin orsök þessarar tafar á útgáfunni. Söfnun áskrifenda hefur gengið betur og eru þeir nú orðnir nokkuð á annað þúsundið. Nú gerir útgáfan ráð fyrir aó blaðið komi út i ágúst og verður þaó 100 blaðsiður. Blaöió verður gefió út i 6000 eintökum, til að byrja með.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað: 6. Tölublað (01.08.1982)
https://timarit.is/issue/182097

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Félagsmál [Skýrslutæknifélags Íslands].
https://timarit.is/gegnir/991004168619706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. Tölublað (01.08.1982)

Aðgerðir: