Vísir


Vísir - 09.12.1961, Qupperneq 4

Vísir - 09.12.1961, Qupperneq 4
V I S I R Laugardagur 9. desember ?IM1' Þessar tvœr teikningar úr bókinni Náttúra íslands gefa hugmynd um það hvernig móbergið myndaðist. Það hefur orðið við eldgos undir jökli. Vinstra megin sést hvernig hraunefnin hlaðast upp undir ísnum. Hægra megin er jökulinn horfinn og eftir stendur móbergssstappinn. Náttúra íslands. Náttúra íslands. 14 rit- gerðir um íslenzka nátt- úrufræði. Útg. Almenna bókafélagið. Kr. 252,00. Til félagsmanna kr. 195,00. Þorvaldur Thoroddsen var og verður alltaf hinn mikli landkönnuður íslands. Afrek hans voru fólgin í því að hann ferðaðist um gervallt landið, byggðir og óbyggðir. Hann var stórlega afkasta- mikill rithöfundur, sem lagði megináherzlu á að fræða þjóð sína og aðrar þjóðir um landið, með ferðabókum sín- um, íslandslýsingum og með urmul einstakra ritgerða og fyrirlestra. ★ Síðan Þorvaldur féll frá hafa náttúruvísindi eins og flest önnur vísindi tekið ó- trúlegum framförum. Hann var á sínum tíma eini lærði íslenzki náttúru- fræðingurinn. Nú hefur risið upp í landinu stór stétt nátt- úrufræðinga á öllum sviðum, með nýjustu vísindalegum að ferðum og einbeitir sér að á- kveðnum takmörkuðum við- fangsefnum. Það er því eng- in furða þótt margt nýtt hafi komið í ljós og að hinar skjót dregnu ályktanir Thorodd- sens hafi reynzt rangar á mörgum stöðum, eða megi kallast úreltar. Á hinn bóginn hefur það vakið nokkra undrun hve hin stóra stétt náttúrufræð- inga hefur gert lítið að því að fræða almenning um þær miklu uppgötvanir sínar, helzta samband þeirra við „umheiminn“ hefur verið tímaritið Náttúrufræðingur- inn, en þar fyrir utan fátt eitt nema óaðgengilegar sér- fræðiritgerðir. Það verður t. d. að kallast dæmalaus I skussaháttur, að ekkert skuli enn hafa orðið úr áætlunum um að gefa út nýja íslands- lýsingu. Ekki má þó gleyma hinum miklu dýrafræðiritum Bjama Sæmundssonar. En því rek eg þessa sögu alla, að nú fyrir nokkru hef- ir Almenna bókafélagið gef- ið út bókina „Náttúra ís- lands“, sem er í rauninni fyrsta tilraunin, sem er nokk- urs virði, síðan á dögum Thoroddsens til að gefa ís- lenzkum almenningi heild- armynd af sköpunarsögu og náttúru landsins. Bók þessi er um 320 síður, er samsafn 14 ritgerða eftir 13 íslenzka náttúrufræðinga. Hún fjallar m. a., um jarð- fræði, veðurfræði, jökla- fræði, hafrannsóknir, dýra- fræði og plöntufærði. Hér í þessari stuttu grein er ekki kostur að telja upp allar ritgerðirnar eða höf. þeirra, en það leikur enginn vafi á því, að meginefni og uppistaða bókarinnar eru nokkrar ritgerðir um jarð- fræði íslands. Þær eru með- al þess fróðlegasta og skemmtilegasta, sem eg hefi lesið um íslenzka náttúru- fræði. Þeir skipta þannig með sér verkum, að Trausti Einars- son skrifar um upphaf ís- lands og blágrýtismýndun- ina, Guðmundur Kjartans- son um móbergs- og grágrýt- ismyndunina. Jóhannes Ás- 'kelsson (sem nú er látinn) um steingervinga, Sigurður Þórarinsson um eldstöðvar, þ. e. jarðmyndun eftir ís- öld, Jón Jónsson um jarðhit- ann og Tómas Tryggvason um hagnýt jarðefni. Allar þessar jarðfræði- greinar eru hver annarri bet- ur samdar, enda hefir það allt frá dögum Jónasar verið höfuðkrafa til íslenzkra nátt- úrufræðinga að þeir séu góðir stílistar. Tvær ritgerð- anna finnast mér þó fremst- ar, þær eftir Guðmur.d Kjart- ansson og Sigurð Þórarins- son. ★ Af því að eg hefi lengi haft áhuga á náttúrufræði hefi eg að vísu haft hugmynd af þeim molum, sem af borði hafa fallið, um margt af því sem þarna kemur fram, en eg spyr: — Hefir almenn- ingur haft t. d. hugmynd um það, hvernig móbergið mynd ast. Skoðanir á því eru nú orðnar ærið frábrugðnar því sem var á dögum Þorvaldar Thoroddsens, en gömlu kenn- ingarnar hafa þó ríkt í kennslubók í jarðfræði. Eða hafa menn gert sér grein fyrir því, að um þriðjungur af öllu hrauni, sem komið hefir upp úr jörðinni síðan á ísöld hefir runnið á íslandi. Hin merkilegu nýju fróð- leiksatriði í „Náttúru ís- lands“ eru óteljandi og er hér e. t. v. um að ræða fremstu bók sem komið hefir út um íslenzka náttúrufræði. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Eddu og er frá- gangur góður, fjöldi vel gerðra mynda er settur á smekklegan hátt inn í text- ann, en maður rekst á prent- villur t. d. ún í staðinn fyrir nú og „af þjóðveginum milli Heklu (á að vera Hellu) og Hvolsvallar. Þorsteinn Thorarensen. Skipstjórinn — Framh. af 1. síðu. ir og hvítir eins og englar. Lister skipstjóri segist ekki hafa vitað af fyrr en varðskip- ið Albert hafi farið að skjóta fallbyssuskotum að honum án allrar viðvörunar. Segir hann að þeir á Albert hafi skotið 12 sinnum, þar af sex sinnum kúluskotum og hafi sú kúlan,, sem næst fór lent um 20 metra frá togara hans. Hann viður-. kennir að hafa hótað að sigla. á Albert, enda var það tekið upp á segulband en haxui hafi aldrei gert tilraun til þess. Er, allt annað eftir þessu. Afgreiðslutími verzlana næstu laugardaga verður sem hér segir:- 1 dag 9. des. til kl. 18. 16 des til kl. 22. Á Þorláksmessu 23. des. til kl. 24. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Kaupmannasamtök Islands. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Verzlunarráð Islands. HEMCO Brauðristar margar gerðir. Verð frá kr. 337,00. Armstrong-strauvélar Hinar viðurkenndu fyrirliggjandi. Verð kr. 4.952,00 Margra ára reynzla sannar ágæti vélanna. HELGI MAGNUSSON & Co. Hafnarstræti 19. Símar: 13184 og 17227.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.