Vísir - 14.12.1961, Page 5

Vísir - 14.12.1961, Page 5
Fimmtudagur 14. des. 1961 V f S I R 5 Fréttaaukinn í gærkvöldi var stutt greinar-1 *erð fjármála- "áðherra fyrir 'járhagsaf- Somu ríkis- ms sem a armu, á nú skammt ófarið í aldanna skaut. Svö sem allur landlýður mun hafa heyrt — auðvitað sér til sannrar gleði — eru horfur á, að tekjur nái gjöldum og ríf- lega þó, en margir munu hafa orðið lítið eitt undrandi, þegar þeir heyrðu, að ríkissjóður mundi að öllum líkindum greiða á þessu ári 80—90 mill- jónir króná sakir ábyrgða á skuldum íslenzkra nýsköpun- artogara — eða fjögur, fimm hundruð krónur á hvert ein- asta mannsbarn í landinu. Væri ekki undarlegt, þótt sum- um • þætti nokkuð undir því komið að það sýndi sig, að vel hefði verið á haldið, þrátt fyrir þessa , aumlegu afkomu. Hún ber þess Ijóst vitni, að ekki hef- ir þarna verið sáfnað í korn- hlöður á undanförnum árum, enda þetta ekki einu tugmill- jónirnar, sem ríkissjóður greið- ir fyrir þessa aðila. .... Og frámtíðin? Það hefir eitthvað verið tálað um að hleypa tog- araflotanum inn í landhelgina, — en þar mundi eiga við: end- inn skal í upphafi sltoða! Eg hygg, að þeir, sem brygðu á það ráð að opna landhelgina fyrir 700—1000 smálesta skip- unum, sem ekki munu fyrst og fremst hafa verið smíðuð svona stór til að gutla á grunnmiðum, þurfi margs að gæta, út á við og inn á við, og meðal annars þess, hvort útgerð þessara skipa, sem raunar voru einu sinni ný og við voru bundnar miklar glæsivonir, en nú eru flest komin allmjög til ára sinna og hafa ekki fagurlitar vonveifur við hún, muni þá verða þeim mun betur farin en nú, að ekki verði hún hjálp- ar þurfi á eftir. Kvöldvakan í gærkvöldi hófst með lestri gamals góð- vinar hlustenda á Eyrbyggju, og var hann jafn skýr í máli og settlegur og áður. Þá voru flutt íslenzk lög, og siðan las Finnbogi Bernódusson úr Bol- ungarvík þátt af fræknum sveit- unga sínum, Sigurði glímu- kappa Þórarinssyni. Var þátt- urinn vel fluttur og saminn, orðavalið íslenzkt og spenna í frásögninni í upphafi og endi. Margrét Jónsdótir las því næst skemmtilega furðusögu, sem Sigurður prófessor Nordal skrifaði eftir frásögn stúlku úr Geithellnahreppi. Var sagan áheyrilega flutt, enda hæfir rödd frúarinnar mjög vel í út- varp. Loks var kveðið og lesið Kolbeinslag Klettafjallaskálds- ins og lesin þjóðsagan, sem ríman er ort út af. Lásu þau Magnús Guðmundsson og Guð- rún Árnadóttir, en þeir kváðu, Jóhannes .Benjamínsson og Ormur Jónsson, ýmist báðir í einu eða annar, stundum tví- raddað — brugðu á margar stemmur og breytilegar og tókst yfirleitt lystilega, Væri vel, að kvæðamannafélögum tækist að tryggja það, að kveðskapur rímna lifði af allar þrengingar, ungir menn kæmu í stað þeirra gömlu sem færir fulltrúar þess- arar merkilegu þjóðaríþróttar, sem við eigum mikla þakkar- skuld að gjalda. Jakob Benediktsson fór í leitir á vegum íslenzkrar orða- bókar, og er það starf orðabók- arhöfundanna gagnmerkt og ber mikinn pg góðan árangur, og á smalaskónum gaf dr. Jakob sér tíma til þess að staldra við og leiðbeina um íslenzkt orðfæri. Tvennt er það, sem eg vildi leggja til mála út af leit dr. Jakobs í gær- kvöldi. Að slupra eitthvað í sig var alg'engt mál vestra og mun vera enn. Er það hliðstæðrar merkingar og sötra, en verður ekki sagt, þegar fólk sötrar drykk, heldur þá er menn soga i sig með háöéhugnanlegu og lítt hæversku munn- og kok- hljóði eitthvað þykkara, til dæmis graut, grásleppuhveljur eða fyllur af stórlúðu. Að hanga niður af sér var daglegt mál mál vestra — jafnt um menn og skepnur, og merking þess var, að menn eða dýr stæðu leið eða aumkunarleg. Hann hangir niður af sér, svo það drýpur af honum eymdin — eða leiðinn. Um dýr: Hesturinn hlýtur að vera eitthvað veikur, eins og hann hýmir og hangir niður af sér. Guðmundur Gíslason Hagalín. 5000 síður — Framhald af bls. 6. híasar Jochumssonar er nú komið út, og er þar öll leikrit hans að finna: Útilegumenn, Helga hinn magra, Skugga- Svein, Vesturfarana, Hinn sanna þjóðvilja, Jón Arason, Aldamót og Taldir af, en próf. Steingrímur J. Þorsteinsson ritar mjög fróðlegan formála. í þeim átta bindum, sem ísa- foldarprentsmiðja hefir nú gef- ið út af verkum Matthíasar, eru alls um 5000 blaðsíður. Ennfremur er komin 3ja prentun á íslenzkum þjóðhátt- um eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem verið hafa ófá- anlegir um nokkurra ára skeið. Formála ritar Einar Ól. Sveins- son prófessor. Þetta er ein merkasta bók, sem rituð hefir verið á íslenzku á seinni öldum og leita erlendir menn oft heim- ilda í henni um þjóðhætti síð- ustu alda. Áskriftasími Vísis er 1-16-60. Lestrarfébg kvenna. LESTRARFÉLAG kvenna hefur tilkynnt bæjarráði, að það óski eftir því að fá að gefa Reykjavíkurbæ bókasafn sitt til minningar um hinn fyrsta for- mann félagsins frú Laufeyju Vilhjálmsdóttur. Var gjafabréf- ið lagt fram á fundi bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, en það undirritar frú Sigríður J. Magúnsson, núverandi for- maður Lestrarfélags kvenna. f bréfinu er þess getið að vegna sífellt hækkandi verðs bóka, hafi félaginu reynzt erfitt að halda í horfinu sem skyldi. „En konurnar mega ekki til þess vita að safninu verði sundr- að,“ segir frú Sigríður í bréfi sínu til bæjarráðs, og vilja fús- lega gefa það, að því tilskyldu að því verði ekki sundrað held- ur t. d. látið mynda kjarnann í einhverju hverfabókasafni Reyk j aví kurbæj ar. í bókasafni Lestrarfélags kvenna, sem hér um ræðir eru yfir 5000 bindi, þai’ af skáldrit á íslenzku 1250, á ensku 850 og á Noi’ðurlandamálum 1500. — Loks eru svo á íslenzku 'og öðrum málum 1400 bindi af æviminningum, barnabókum og ýmiskonar fræðibókum, — tímaritum. Loks eru svo nokk- uð af heftum, blöðum og bók- um. Á fundi bæjarráðs var sam- þykkt að veita þessari stóru bókagjöf móttöku og Geir borg- arstjóra Hallgrímssyni falið að þakka hana. Óskabók allra kvenna Konur skrifa bréf í þessari bók birtast eingöngu bréf frá íslenzkum kon- um. Bréfritararnir eru fjórtán og ná bréfaskriftir þeirra yfir árabilið 1797—1907. Konur þessar voru búsettar víðsvegar um landið, í sveit og við sjó, af ólíkustu stéttum: biskupsdóttir, konur presta, kaup- manna og bænda. Einnig eru þarna bréf frá ógiftum i konimi. Margt ber á góma í bréfum þessum, sem girni- legt er til fróðleiks og skemmtunar, því að konurnar eru sízt lakari bréfritarar en karlar, og stundum sýnu opinskárri um hagi sína. Það má segja að bók þessi segi heillar aldar sögu ís- lenzkra kvenna, lýsi ástum þeirra og áhyggjum, beri fagurt vitni um fórnarlund þeirra og móðurumhyggju og greini látlaust frá gleði þeirra í meðlæti og þraut- seigju í andstreyminu. — Þetta er bók, sem á erindi til karla ekki síður en kvenna. Sérlega hugnæm bók og fögur Bók fyrir unnustuna Bók fyrir eiginkonuna Bók fyrir móðurina BÓKFELLSOTGÁFAN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.