Vísir


Vísir - 14.12.1961, Qupperneq 7

Vísir - 14.12.1961, Qupperneq 7
Fimmtudagur 14. des. 1961 V í S 1 R 7 Rætt við Gunnar Guðjónsson, for- mann Verzlunarráðsins, um tollalækksnir, álagningu o.fl ★ Tollalækkanirnar. Hvað segið þér um tolla- lækkunina, sem Alþingi sam- þykkti nýlega? — Hinir geysiháu tollar á mörgum innfluttum vörum eru fyrst og fremst afleið- ing uppbóta- og niðurgreiðslu kerfisins. Til þess að standa straum af uppbótum til út- flutningsatvinnuveganna, jafna upp lág aðflutnings- gjöld á rekstrarvörum og mikilvægum neyzluvörum og greiða niður verð á inn- lendum vörum, var gengið æ lengra á þeirri braut að hlaða aðflutningsgjöldum á þær vörur, sem ekki voru taldar eins brýnar nauðsynj- ar. Að lokum var tollaálagið orðið meira en þrefalt inn- kaupsverðið á mörgum þess- ara vara. Það liggur í augum uppi, að freistingin til að komast hjá lögboðnum að- flutningsgjöldum hefir magn azt, og smygl færzt mjög í aukana, þrátt fyrir alla toll- gæzlu. Það eru fyrst og fremst þær vörur, sem smyglað hefir verið inn í landið, sem tollar eru lækk- aðir á, en auk þess ýmsar aðrar neyzluvörur, sem mjög há aðflutningsgjöld voru á. Ennfremur er svo í ráði að herða á tollgæzlunni til þess að girða fyrir ólöglegan inn- flutning. Endurskoðun á tollakerf- inu í heild stendur nú yfir, og er okkur nauðsyn að fara að feta inn á sömu braut tollalækkana og Vestur- Evrópuþjóðirnar. Jafnframt er eðlilegt, að dregið verði úr niðurgreiðslum, enda eru þær komnar út í hreinustu öfgar. Verðið til neytenda er í mörgum tilfellum orðið lægra en verðið til framleið- endanna. ★ Álægning víða lægri. Því hefir verið haldið fram, að tollalækkunin myndi að verulegu leyti renna til kaupsýslumanna? Er nokkuð til í því? — Álagning kaupmanna hefir. ekki hækkað um krónu og í mörgum tilfellum hefir hún lækkað, svo að öll tolla- lækkunin kemur neytendum til góða. Hins vegar hafa kaupmenn orðið fyrir tilfinn- anlegu tapi vegna lækkun- ar á verði birgða. Skýtur það nokkuð skökku við, að aldrei skuli leyft að hækka verð á vörubirgðum til samrærms við endurkaups- verð, og verzlunin þannig svipt fjármagni, en á hinn bóginn talið sjálfsagt, að birgðir lækki í verði við tollalækkun. Furðulegast er þó það í þessu sambandi, að þrátt fyrir óskir bæði kaup- félaganna og kaupmanna um frjálsa samkeppni um vöru- verð og þjónustu og þá reynslu, sem ótvírætt sýnir, að við það fyrirkomulag fá- ist hagstæðust verzunar- kjör fyrir almenning, skuli enn haldið í fáránleg verð- lagsákvæði, sem hefta alla hagræðingu og afkasta- aukningu í verzluninni. ★ Efnahags- bandalagið. — Hvað viljið þér segja um þátttöku fslands í Efnahags- bandalagi Evrópu? — Ef Bretar, Danir og Norðmenn gerast aðilar að bandalaginu, er varla hugs- anlegt, að við getum staðið utan við. án þess að bíða verulegt tjón af. Helztu keppinautar okkar yrðu þá innan markaðssvæðis banda- lagsins, en þangað seljum við um helming af útfiutnings- afurðum okkar. Við löndum bandalagsins blasa stórstíg- ar efnahagsframfarir og ört batnandi lífskjör, sem við getum orðið aðnjótandi. Hins vegar er á það að líta, að ísland hefir algera sér- stöðu meðal Vestur-Evrópu- landa sökum fámennis og sérstakra náttúruskilyrða, og yrði að taka tillit til þess í samningum. Okkur er einnig nauðsyn að verzlun með fisk og fiskafurðir verði sem frjálsust í aðildarlöndunum. Þó að sótt yrði um upptöku í Efnahagsbandalagið, felst ekki í því skylda til aðildar, en með því ætti að gefast tækifæri til að fylgjast nán- ar en ella með framvindu mála og beita áhrifum á fyrirkomulag þeirra þátta, sem okkur snerta sérstak- lega. í náinni framtíð munu mál þessi öll skýrast, er séð verður, hvernig samningum við næstu nágrannalönd okk- ar reiðir af. — Hvaða mál er helzt á döfinni hjá Verzlunarráðinu um þessar mundir? — Það er bygging hins nýja skólahúss við Þingholts- stræti. Húsið er nú fokhelt og hefir verið varið til þess rúmum 2 millj. kr. Þetta fé hefir verið fengið með frjáls- um framlögum velunnara skólans á undanförnum ár- um og styrk frá Bæjarsióði Reykjavíkur. Nú fer fram fjársöfnun hjá verzlunar- stéttinni og hafa margir Gunnar Guðjónsson, form. Verzlunarráðsins. og Þorvarður Júlíusson Ægir með fimm bækur Bókaútgáfan Ægir (Guð- mundur Jakobsson) gefur að þessu sinni út fimm bækur af ýmsu tagi. Tvær bóka þessarra eru inn- lendar og höfundarnir löngu þjóðkunnir menn, þótt á nokk- uð mismunandi sviðum sé. Ragnar Jóhannesson hefir geng- ið frá útvarpssögu sinni „Á flótta og flugi“ í bókarformi, en hún varð mjög vinsæl, þegar hann las hana í útvarpið á sín- um tíma. Myndir hafa verið teiknaðar í söguna og gerði þær Ólafur Gíslason. Hin íslenzka bókin er „Kross- fiskar og hrúðukarlar“ eftir Stefán Jónsson fréttamann. Eru þetta þættir úr ýmsum átt- um, bæði úr heimahögum Stefáns og annars staðar af landinu, skrifaðir með gaman- semi Stefáns, sem oft kemur fram í útvarpsþáttum hans. Þessi bók er einnig skreytt teikningum, sem eru eftir Krist- in Jóhannesson. Mest útlendu bókanna er „Hvalur framundan. — Á búr- hvalaveiðum umhverfis jörð- ina“ eftir Frank T. Bullea. Seg- ir hann frá hvalveiðum endur fyrir löngu, er þær urðu ekki stundaðar af neinum öðrum en harðfengum og snarráðum mönnum, sem þorðu að horfast í augu við dauðann í hvert skipti sem þeir læddust að og skutluðu stærstu skepnu jarð- arinnar. Þýðandi er Óli Her- mannsson. Loks eru tvær ástarsögur •— Hús hamingjunnar eftir Gert- rude Thorne og Ástin sigrar Framh. á 4. síðu. Góðir landar - fi'h aJ 6 síðu: allir taka þátt í henni og auka á fjölbreytni hennar. A. O. hefir stjórnað mörgum stórum hljóm- sveitar- og kórverkum hér í Reykjavík. Stjórn hans ein- kennist af vandvirkni og smekkvísi. Samstarfsmenn hans virða dugnað hans mik- ils og þykir gott að vinna undir stjórn hans. En Róbert hefir mikla og viðkvæma listamannslund og tekur nærri sér, ef eitthvað gengur úrskeiðis. Á hann þá það til að missa þolinmæðina sém snöggvast, ef mistök verða, og hlaupa jafnvel á dyr. Dvelst hann þá utandyra stundarkorn meðan öldur til- finninganna og skapsins er að Iægja. En þetta V.emur ör- sjaldan fyrir. • Gaman er að sjá Róbert stjórna. Hann er maður fremur lágvaxinn, en hreyf- ingarnar hraðar og fjörlegar og hlaðnar smitandi krafti. Óhjákvæmilega fljúga á- horfandanum þá í hug orð Einars Ben.; „Allt hneigir og rís fyrir stjórnanda stafs- ins / sem straumunum vísar til samradda hafsins, / sem hastar á unn þess, sem hljóm- rótið magnar, / sem hrærir hvern brunn þess til róms eða þagnar. / Hann vaggast í liðum með list og með sniði, brugðizt vel við. Leitað hefir verið til ríkis og bæjar um fjárframlög, og gerum við okkur góðar vonir um und- irtektir. Byggingarfram- kvæmdir hafa legið niðri allt þetta ár vegna fjárskorts, en skólinn þarf nauðsynlega að komast í gagnið fyrir haustið. Til þess að fullgera húsið mun þurfa um 4 millj. kr. til viðbótar því fé, sem ráðstafað hefir verið. / og leikur hvern atburð á tónanna sviði /svo augað með eyranu fagnar.“ ||ÓBERT er maður þéttur nokkuð á velli, en léttur í spori. Hann hefir myndar- legt, bogið nef, Ijósblá augu, sem horfa jafnan beint og einlæglega í augu þess, sem hann talar við. Varla er hægt að greina, að hér tali maður af erlendum uppruna, sem alið hefir helming aevi sinnar í útlöndum. Hann talar ágæta íslenzku, að vísu með örlitl- um hreim, en hann hefir náð furðu miklu valdi á íslenzk- unni og hefir víðtækt orða- val, cnda lítúr hann á fslánd sem sitt land og er góður ís- Iendingur. Kvæntur er Róbert ís- lenzkri konu (af Snæfells- nesi) og eiga þau fallegt heimili vestur í Hjarðarhaga. Fljótt má sjá, þegar inn er komið, að hér býr tónlistar- maður. Flygillinn er í önd- vegi. Á veggnum ofan við hann er stórt og athyglivert málverk eftir þýzkan málara, Brandenburg að nafni. Það heitir „Mansöngvarinn“, hvíl- ir þar fríður unglingur í skógarrjóðri og flytur enn fegurri skýjadísum man- söngva sína. f skrifstofunni innar af flóa borð og skápar í tónlistarbókmenntum og nótnaheftum. Róbert tekur sér fáar tóm- stundir frá músikinni. Og hann veiðir ekki og hann spilar ekki bridge, heldur Bach og Brahms. En hann skreppur oft í sund til að liressa líkama og sál, og þá helzt undir beru lofti. Hann á það til, í góðu tómi, að stinga sér í svalar _ unnir Skerjafjarðarins. Ganga þá boðaföllin í allar áttir, því að maðurinn gengur rösklega að öllu, sem hann tekur sér fyr- ir hendur. 4.. des. 1961. RJÓH. Teikn. J. Berhard.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.