Vísir - 19.12.1961, Qupperneq 6
6
V I S I K
Þriðjudagur 19. desember 1961
*
99A$tarsjans
stælgæjans.
inn
66
Sigurði Breiðfjörð hefir
líklega ekki á þessari öld
verið gerður slíkur sómi í
bókaútgáfu á skömmum
túna sem nú í vetur. Síðustu
2—3 vikumar hafa komið út
hvorki meira né minna en
þrjár bækur með verkiun
hans.
ísafoldarprentsmiðja gefur
út tvær, lokabindi Ljóða-
safnsins, og fyrsta bindi
Rímnasafnsins, sem hefst á
hinum frægu Tístransrímum.
Þá hefir Bókfellsútgáfan
gefið út ferðabók Sigurðar,
Frá Grænlandi, sem nú er í
fyrsta sinn prentuð eftir
handriti Sigurðar sjálfs, svo
langt sem það nær. Tvær
bókanna, Rímnasafnið og
Frá Grænlandi, hefir Jóhann
Briem listmálari mynd-
skreytt.
Viðtal dagsins spinnst um
eina þessara bóka, Rímna-
safnið, sem verður alls í 10
bindum, búið til prentunar
af Sveinbirni skáldi og
bónda Beinteinssyni á Drag-
hálsi, sem tekinn er tali í
dag.
Sveinbjörn er langfróð-
astuy ungra manna á íslandi
um rímur, hefir ort frá
bernskualdri; og reyndar
ortu allir á heimilinu. Bein-
teinn bóndi i Grafardal og
kona hans voru bæði hag-
mælt, og öll börn þeirra,
átta, fengust við að yrkja.
Það má víst teljast með fá-
dæmum, að út hafa komið
kvæðabækur eftir 4 þeirra
systkina Pétur, Einar og
Sveinbjörn og systur þeirra,
Halldóru B. Björnsson. Hef-
ir Sveinbjörn verið mikil-
virkastur þeirra. Um ferm-
ingu orti hann rímur, sem
út voru gefnar tveim árum
síðar (1945) undir heitinu
„Gömlú lögin“. Árið 1953
kom út eftir hann „Rímna-
bragfræði og háttatal“ með
sýnishorn 450 bragarhátta.
Þá er ljóðabók hans „Vand-
kvæði“ og nokkur kver önn-
ur. En fyrir tveim árum gaf
fsafoldarpentsmiðja út
„Rímnavöku“, rímur ortar á
20. öld, er Sveinbjörn safn-
aði og bjó út.
— Hefir það nokkurn tima
komið fyrir áður, Svein-
björn, að út hafi verið gefn-
ar eftir Sigurð Breiðfjörð
svona margar bækur sama
árið?
— Betur hefir verið gert
áður, og, þótt ótrúlegt sé,
' gerðist það meðan hann var
enn á lífi. Það var árið eftir
að hann kom heim frá Græn-
landi, 1836. Þá voru gefnar
út fimm bækur eftir hann,
þrír rímnaflokkar, Ljóða-
smámunir og Frá Grænlandi.
Það var óheyrt þá, og ætli
það sé ekki met íslenzks
höfundar fram á þennan
dag. Sigurður var vinsæl-
asta skáld sinnar samtíðar
og þó alla ævi fátækur,
þessi lífsþyrsti maður, og
dó úr örbirgð.
— Voru vinsældir hans
meiri en þjóðskáldanna
Bjarna og Jónasar?
— Örugglega almennari.
Þannig var mál með vexti,
að á seinni áratugum 18. ald-
ar var mikið prentað af rím
lim í Hrappsey. En um alda-i
mótin lagðist niður útgáfa:
rímna. Magnús Stephensen
var móti rímum og hann var;
orðinn einráður í prentun
bóka og það leiddi af sjálfu
sér, að rímnaútgáfa var sleg-i
in til jarðar um sinn. En á-
huga þjóðarinnar á þessari
bókmenntagrein var ekki
þar með útrýmt. Rímur voru
ortar jafnt og þétt og gengu
um landið í afskriftum. Og
það var Sigurður Breiðfjörð,
sem gerði tvennt, orti snjall-
ari rímur og málhreinni en
áður tíðkuðust og kom aftur
af stað útgáfu rímna með
hjálp vina sinna velmegandi.
Fyrstu rímur hans voru
prentaðar fyrir réttum 130
árum, og það voru einmitt
Tístransrímur, komu út í
Kaupmannahöfn 1831, en
kostnaðarmenn voru vinir
Sigurðar þrír, sem undirrit-
uðu formálann: „Teitur
Finnbogason dýralæknir,
Halldór Þórðarson gjörtlari
og Helgi Helgason bók-
þrykkjarasveinn“. Þjóðina
þyrsti í rímur, og þær voru
margar gefnar út á þessum
áratugum, og er það eftir-
tektarvert, þegar á það er
litið, að þá var fátt annað
sinnt um að prenta en guðs-
orðabækur. Rímurnar voru
orðnar stórveldi í skáldskap
íslendinga, þær voru gefnar
út öldina á enda, og meira
að segja á fyrsta áratug
þessarar aldar lét Skúli
Thoroddsen prenta margar
rímur í prentsmiðju sinni á
Bessastöðum. Síðan var lít-
ið um prentun rímna unz
Rímnafélagið hóf sína út-
gáfu fyrir nokkrum árum og
svo hjá ísafoldarprentsmiðju
nú.
— En svo við minnumst
nokkuð á hinn fræga ritdóm
Jónasar Hallgrímssonar um
Tístransrímur; hann virðist
ekki hafa gert út af við þær?
— Nei, nei. En hann dró
dilk á eftir sér samt, deilan
um hann hefir staðið fram
á þennan dag, og væri það
efni í stóra bók. Dómurinn
sjálfur birtist ekki fyrr en
sex árum eftir að Tístrans-
rímur korau út, tveim árum
eftir að Fjölnir hóf göngu.
Tvennt hefir borið til að Jón-
as gerðist svo harðorður
dómari pm rímurnar. Þeir
Jónas og hinir Fjölnismenn
boðuðu nýjar kenningar í
skáldskap og menntun, og
Sveinbjörn Beinteinsson.
á ofan koma þær töluverðu
illu til leiðar: eyða og spilla
tilfinningunni á því, sem
fagurt er og skáldlegt og
sómir sér vel í góðum kveð-
skap, og taka sér til þjónustu
„gáfur“ og krafta margra
manna, er hefðu getað gert
eitthvað þarfara — ort eitt-
hvað skárra, eða þá a. m. k.
prjónað meinlausan duggara-
sokk, meðan þeir voru að
„gullinkamþa“ og „fimbul-
famba“ til ævarandi spotts
og hláturs um alla veröld-
ina.------Tístransrímur eru
sannast að segja í mesta máta
vesælar.------Efnið einhver
lygasaga og höfundur segir
að hún sé dönsk.-------Auð-
sjáanlega er hún svo einsk-
isverð og heimskulega Ijót
og illa samin.-----Af Tistr-
anssögu er ekkert að læra.
Hún er ekki til neins nema
kvelja lesandann og láta
hann finna til hversu við-
bjóðslegt er að hlýða á bull
og vitleysu.-----Hortittirn-
ir eru óþrjótandi.“. Jónas
níðir þannig rímurnar lið
fyrir lið og hótar að lokum
frekari skrifum ef þörf ger-
ist. Furðul. er, að hann finn-
ur ekkert nýtilegt við sögu
Tístrans og ísoldar, sem
flestir hafa þó talið fagran
skáldskáp. Sigurður skrifar
svargrein, sem reyndár var
ekki prentuð. en fór víða í
afskriftum. Einnig orti hann
Jónas hefir fundið fyrir því,
hve veldi rímnanna var mik-
ið. Hins vegar var hreint
ekki vingott með þeim skáld-
bræðrum Sigurði og Jónasi.
Eiginlega átti Sigurður upp-
tökin með níðkvæði sínu um
I. árgang Fjölnis. Heitir
kvæðið Fjölnisrjómi og eru
í þessar vísur;
„Heilræði til Fjölnis“ og þar
er þetta:
miklar deilur af. En fleiri
tóku svari Sigurðar, skáld og
menntafrömuðir, t. d. Bjarni
Thorarensen og Sveinbjöm
Egilsson. Bjarni segir í bréfi:
„Orðfærið er gott í Fjölni, en
Jónas er hið drambsamasta
dýr“. Auðvitað sagði Jónas
margt rétt í dómi sínum í
samræmi við það, hve kröfu-
harður hann var um mál-
vöndun og annan skáldskap.
En í heild var dómur hans
mjög ósanngjarn. Hinar
beztu rímur urðu einmitt til
að varðveita málið um aldir.
Hitt er svo annað mál, enda
þótt báðir væru ágæt skáld,
að Sigurður orti ekki jafn
óaðfinnanlega og Jónas.
— Eiga rímur enn rétt á
sér?
— Það tel ég vafalaust.
Margt hefir verið listavel ort
í rímum á liðnum tímum, þó
að til sé auðvitað mikið af
leirburði þar eins og í öðrum
kveðskaparformum, og beztu
rímnaskáldin, t. d. Hallgrím
Pétursson, Bólu-Hjálmar og
Sigurð Breiðfjörð, er sjálf-
sagt að gefa út að nýju.
Vegna kenninganna þyrfti
að semja orðabók yfir rím-
ur. Ég hefi þann hátt á þess-
ari útgáfu að setja skýringu
á torsljildustu kenningum út
á spássíuna, svo að allir geta
lesið rímurnar hindrunar-
laust.
— Njóta rímur sín nægi-
lega við lestur?
— Þær eru vitaskuld ort-
ar til að vera kveðnar eftir
kvæðalögum eða stemmum,
þannig er bezt að lifa sig
inn í þær. Stemman tilheyr-
ir rímunni. Þetta er líkt og
um leikrit, sem fyrst njóta
l j
:
Fjölnir minn, þú ert eins og aðrir,
sem ætla sér stórt en heykjast við.
Þig vantar til að fljúga fjaðrir,
af fótunum heldur þiggðu lið.
Menn halda jörðin haldi þér,
því herra margan hún stærri ber.
Fram býður hann í fyrsta þætti
fjölmælgi sinnar eigið hrós
en, eins og treysti’ ei eigin mætti,
annara vill hann slökkva ljós.
Ekki bætir hann Eggert glói,
á honum verður lítið feitt,
þó að hann kveði í kyrrum skógi
kjaftæði sitt um ekki neitt.
Fram úr sér hefur Fjölnir kvalið
fánýtra mála þýðingar,
en efnin hafa illa valið
ófimir pennaníðingar.
Svo liðu tvö ár og þá birt-
ist ritdómur Jónasar Hall-
grímssonar, nær yfir ellefu
blaðsíður í 3. árgangi Fjöln-
is og hefst þannig: „Eins og
rímur á fs'landi eru kveðnar
og hafa verið allt að þessu,
eru þær flestallar þjóðinni til
minnkunar — það er ekki til
neins að gleyma því — og þar
— Hafði ritdómur Jónasar
mikil áhrif?
— Það er alls ekki til hans
að rekja, að rímurnar þok-
uðust síðar til hliðar, heldur
nýrra þjóðhátta og bók-
mennta. Þótt ýmsir yrðu
dómnum fegnir, vakti hann
samt gremju flestra. Sitt
sýndist hveiju og spunnust
sín til fulls á leiksviði. Samt
getur fólk höndlað margan
gimstein bæði úr rímum og
leikritum með því einu að
lesa þau.
— Hver er dýrast kveðin
vísa á íslenzku?
— Það veit ég ekki. En
ætli séra Hr'llgrímur Pét-
ursson hafi ekki ort dýrastar
sléttúbandavísur. Ég hef
heyrt, að skáldið Örn Arnar-
son hafi fært til orðin í þess-
ari vísu úr Flóresrímu séra
Hallgríms á 4000 vegu:
Máttur réttur snjalla snill
snara færa kynni.
Háttur sléttur valla vill
vara tæra minni.
— Geta atómskáld eitthvað
lært af rímum?
— Vafalaust, t. d. form-
festu. Stefán prófessor Ein-
Framh. á 8. síðu.