Vísir - 19.12.1961, Side 7
Þriðjudagur 19. desember 1961
V í S I R
7
Ijéit ur Cermb&s-saMt j
\
Ármann Kr. Einarsson.
Önnur þeirra heitir „Ævin- j
týri í borginni“, og er það;
framhald af „Ævintýri í j
sveitinni“, sem áður er kom-
in út. Þessi bók er hin 15. í
röð unglingabóka sem Ár-
mann hefur skrifað.
Hin bókin nefnist „Óska-
steinninn hans Óla“, og er
upphaf að nýjum bóka-
flokki sem höfundur sendir
frá sér á næstunni.
Báðar þessar bækur eru
skemmtilegar unglingabæk-
ur, frágangur vandaður og
verði er mjög í hóf stillt.
Áhrifamikið verk.
Albert Camus: Fallið. Loftur
Guðmundsson sneri á ís-
lenzku. Bókaforlag Odds
Björnssonar. Akureyri 1961.
Skáldsagan Fallið er áreið-
anléga eitthvert einkennileg-
asta verk, sem út kemur að
þessu sinni. Hún er í rauninni
eintal manns, sem er að segja
frá og gefa skýringu á ævi
sinni.
Það er lögfræðingur frá Par-
ís, mætur maður í sinni stétt,
sem Camus lætur segja sögu
þessa. Sögumaðurinn hefir ver-
ið dáður af mörgum, því að
hann hefir lagt sig fram um
að skapa af sér fagra mynd,
hann leikur hjálparhellu allra
þeirra, sem eitthvað eiga um
sárt að. binda eða erfiðleikar
þjá. Loks gerir hann sér þess
þó grein, að athafnir hans og
fojýar bæSiur
*
frá Armanni.
allar gerðir hafa stjórnazt af
ást hans á sjálfum sér og engu
öðru.
Næmur lesandi finnur, að
sögumanni er mikið niðri fyrir,
hann þarf að fletta ofan af sálu
sinni til að fá friðinn, sem
hann hélt að hann nyti meðan
hann lék hlutverk sitt sem hinn
góði hjálpari smælingjanna, en
hefir verið sviptur, síðan hann
sá undir yfirborðið á sjálfum
sér. Lesandanum kann að koma
í hug maður, sem þarf að tala
án afláts, til þess að heyra ekki
til raddar samvizku sinnar, og
enginn vafi leikur á því, að
hugsandi lesandi skoðar sjálf-
an sig við lestur þessa verks.
Þess vegna er það vekjandi,
þótt það sé ekki fyrirferðar-
mikið.
Loftur Guðmundsson rithöf-
undur hefir íslenzkað Fallið,
og gert það með miklum ágæt-
um, og mun þó vera erfitt að
halda hinni sérkennilegu
hrynjandi f frásögninni.
FRJÁLST VAL!
Loksins hefur bílainnflutningurinn verið gefinn frjáls.
Nú er vandinn sá að velja rétta bflfnti.
En það er alltaf jafn VANDALAUST AÐ VELJA
RÉTTA TRYGGINGAFÉLAGIÐ
aqíslandsi
Borgartúni 7 — Sími 11700 ,
Bókaforlag Odds Björns-
ar, á Akureyri, hefur sent
frá sér tvær nýjar bækur,
eftir Ármann Kr. Einarsson,
sem um árabil hefur verið
einn vinsælasti höfundur
unglingabóka hérlendis.
handa eiginkonunni
unnustunni
dótturinni
er
SINDRASTÓLLINN
Sindrasmiðjan
Hverfisgötu 42. — Sími 24064.