Vísir - 19.12.1961, Page 8
8
V í S I R
Þriðjudag'.u 19. desember 19G1
Jólaferðir Fiugfélagsins
Ástarsjansinn —
Frh. af 6. síðu:
arsson hefir réttilega bent á,
að það sem sé sameiginlegt
með gamla skáldskapnum,
dróttkvæðum og rímum, og
myndlist nútímans, sé form-
festa, hnitmiðað form. Ég er
ekki að ætlast til að öll
skáld fari að yrkja drótt-
kvæði og rímur. Svokallaður
atómskáldskapur er skemmti
legt stundarfyrirbæri og
getur verið ágætur skáld-
skapur, þó að mikið sé þar
af leir, alveg eins og meðal
rímanna og allra yrkingar-
forma. Ég læt mig ekki
dreyma um, að rímurnar
hefjist aftur til þess vegs og
valda, sem þær eitt sinn
höfðu. Þó held ég, að áhugi
á þeim muni enn lifa um
margar ókomnar kynslóðir.
Það lofar góðu, að yngra
fólk er nú miklu frjálslynd-
ara gagnvart rímum en
eldra fólkið. Og það ótrúlega
kom í Ijós, þegar ég fór að
glugga í bókina Rímnavöku,
að margt ungt fólk í Reykja-
vík fæst við að yrkja rímur,
og enn fleira hefi ég komizt
á snoðir um síðan bókin
kom út. Meira að segja er í
Rímnavöku rímnamansöngur
eftir eitt atómskáldanna
reykvísku, Ara Jósefsson.
(Orti hann rímuna í félagi
við Halldóru Blöndal). Er
ekki bezt að enda þetta tal
með sýnishornum af kveð-
skap þeirra félaga?
EINS og um undanfarin jól
og nýár munu vélar Flugfélags
íslands auðvelda fólki lang-
ferðirnar milli landa eða lands-
hluta á Fróni.
Innanlandsflugið.
Þriðjudaginn 19. til Akureyr-
ar tvær ferðir og Egilsstaða,
Vestmannaeyjar og Sauðár-
króks.
Miðvikudaginn 20. des. til
Vestmannaeyja, Akureyrar,
Húsavíkur og ísafjarðar.
Fimmtudaginn 21. des til Ak-
ureyrar (tvær ferðir), Kópa-
skers, Þórshafnar, Vestmanna-
eyja og Egilsstaða.
Föstudaginn 22. des. til Akur-
eyrar (tvær ferðir), Vest-
mannaeyja, ísafjárðar, Klaust-
urs, Fagurhólsmýrar og Horna-
fjarðar.
Laugardaginn 23. des. Þor-
láksmessa: Til Akureyrar
(tvær ferðir). Húsavíkur, Vest-
mannaeyja, ísafjarðar, Egils-
staða og Sauðárkróks.
Sozt a5 augjýsa i ¥SSS
Sunnudag, aðfangadag jóla,
er flogið til Akureyrar og Vest-
mannaeyja, en ekkert á jóladag.
Þriðjudag, annan jóladag,
verður flogið til Vestmanna-
eyja, Akureyrar og Egilsstaða.
Milli jóla og nýárs verður
flogið innanlands samkvæmt á-
ætlun.
Á gamlársdag verður flogið
til Akureyrar og Vestmanna-
eyja en á Nýársdag liggur allt
flug niðri.
Þriðjudaginn 2. janúar hefst
áætlunarflug að nýju.
Auk Dakotaflugvéla, sem að
jafnaði eru í flugferðum innan-
lands, verða Viscount flugvél-
arnar „Gullfaxi“ og „Hrím-
faxi“, svo og Cloudmasterflug-
vélin „Skýfaxi11 í flugferðum
innanlands um hátíðarnar.
Allmikið hefir verið um auka-
flugferðir innanlands aðallega
með vörur. Farnar hafa verið
vöruflutningaferðir til Horna-
fjarðar, ísafjarðar og Akureyrar
undanfarna daga.
Millilandaflugið.
Mánudaginn 18. des. og mið-
vikudaginn 20. des. verður flog-
ið til Glasgow og Kaupmanna-
Rokkið prísa skelliskröll,
skandalísera bæinn.
Það eru skvísleg húllum-höll,
húkkar físu gæinn.
Delar barnum dragast að.
Drykkir um varir streyma.
Svo verður farið strax af stað.
í stællegt kar að geima.
Rokkar stanslaust físufans
fáir dansa Óla skans.
Er það vansinn okkar lanz:
ástarsjansinn rokkgæans.
!■■■■■!
.■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.’.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.
ER /UISST^PAP
BEZIA
Það er auðvelt að taka á móti gestum og gleðjast með
vinum sínum ef COCA-COLA er til í ísskápnum.
JólablaB Æskunitar.
HIÐ gamla og virðulega
barnablað Æskan, jólablaðið, er
komið, efnismikið og skemmti-
legt að vanda. Vígslubiskup,
hinn sístarfandi kirkjuleiðtogi
séra Bjarni Jónsson, skrifar
jólahugvekjuna „í kirkju á jól-
um“. Síðan koma Jóla-bernsku-
minningar eftir Stefán frá
Hvítadal. Ferðasaga frá Kaup-
mannahöfn. Ýmsar fræðigrein-
ar eru, m. a. um vinsælasta
barn Bandaríkjanna, dóttur
forsetahjónanna þar, Æskan
efnir nú til ritgerðai'samkeppni
í samráði við Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, og er það jafnframt ,
spurningaþraut um líf og starf
Jóns Sigurðssonar forseta. Er
greint frá því hvernig sam-
keppninni verði hagað. í handa-!
vinnuhorninu kennir margra
grasa. Sagt er frá jólaleikjum
og margt fleira til skemmtuna
og fróðleiks er í Æskunni.
•v.v.v.v.v
hafnar og til Reykjavíkur frá
sömu stöðum þriðjudaginn 19.
des. og fimmtudaginn 21. des.
Föstudaginn 22. des. verður
síðasta ferð til útlanda fyrir jól.
En þann dag verða ferðir til
útlanda fyrir jól. En þann dag
verða ferðir til Kaupmanna-
hafnar og Glasgow og til Reykja
víkur aftur sama dag.
Miðvikudaginn 27. des. verður
aftur flogið til Glasgow og
Kaupmannahafnar og heim
daginn eftir. Miðvikudaginn 3.
jan. verður flogið til Glasgow
og Kaupmannahafnar og upp
frá því verður millilandaflugið
samkvæmt áætlun. (Frá Flug-
félagi íslands.)
\
lllllllllll
Föt
frá Spörtu
jakkar
frá Spörtu
terylenebuxur
frá Spörtu
klæöa drenginn bezt |
um jjólin
Verzl. DANÍEL
V^ltusundi 3
Síími 1-16-16