Vísir - 10.01.1962, Síða 1

Vísir - 10.01.1962, Síða 1
VISIR 52. ári Útsölurnar byrjaðar. Þótt jólin séu hjá liðin er enn mikil verzlun í búðiun bæjarins. Eru það þó fyrst og fremst útsölurnar mörgu, sem setja svip sinn á verzlun- arlífið í janúar og febrúar. Útsölurnar eru nú þegar að hefjast í mörgum búðxun og virðast skósölurnar ætla að verða fyrstar af stað, en vefnaðarvöru-útsölur hefjast ekki fyrr en síðar í mánuðin- um. Myndina sem hér birtist tók ljósmyndari Vísis I. M. í gær á skóútsölu í verzluninni Ríma í Austustræti. Var þar úr miklu að moða eins og myndin sýnir. Lenti næstum i Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Minnstu munaði að bifreið yrði fyrir snjóflóði í Ljósa- vatnsskarði í gærkveldi, en ökumaðurinn sá til skriðunnar í tæka tíð og slapp. Bifreið þessi var á leið úr Fnjóskadal að Laugaskóla. En þegar hún var komin á milli bæjanna Kross og Litlu-Tjarnar hljóp snjóskriða úr fjallinu og á veginn fyrir framan bílinn. Við það snéri ökumaðurinn til baka og heim til sín. Hafa öku- menn og aðrir vegfarendur nú verið varaðir við snjóflóðahættu í Ljósavatnsskarði. Þá er og talinn mikil hætta á snjóflóðum í mynni Fnjóska- dals á leiðinni milli Þverár og Litlagerðis, en hættulegasti staðurinn þar er Græðisgil. Hafa menn verið einnig varaðir við hættu þarna og umferð lagzt niður eins og sakir standa. Mjólkurbifreið úr Fnjóska- dalnum gerði tilraun til að brjótast yfir Vaðlaheiði í gær.en sat föst á heiðinni og varð að bíða hjálpar. Talstöð var í bíln- um og í gegnum hana gat öku- maðurinn beðið um aðstoð ýtu. Ruddi hún veginn og komst rm. á bis. s. Sigurður Sigurðsson landlæknir hefur skýrt Vísi svo frá, að Alþjóða- heilbrigSismálastofnunin hafi sent út tilkynningar um að vart hefði orðið 4 bólusóttartilfella í Ev- rópu. Þrjú þessara til- fella voru að heimili Jacobs verkfræðings í Dússeldorf, sem kunn- ugt er af fréttum, en það Fjórða til- fellið í Svisslandi. var þessi þýzki maður, sem bar veikina frá Afríku. Auk hans hafa kona hans og barn veikzt. FTamh á bls. 5. í síldarleit. Verður úti um óákveðinn tíma. VarðskipiíJ Ægir lét úr höfn í gærkvöldi, og verður það við síldarleit fyrst um sinn. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur mun stjórna rannsóknum þeim, sem framkvæmdar munu verða. Síldveiðisjómönn- um mun verða leiðbeint, eins og Fanney hefir gert að undan- fömu, en hún kemur inn til þess að fara í hreinsun, sem tekur nokkurn tíma. Þegar hreinsuninni verður lokið, mun Fanney væntanlega verða send aftur til sinna fyrri starfa við að leiðbeina síldveiðiflotanum, ef afli helzt eitthvað áfram. Óvíst er, hversu lengi Ægir verður í þessum leiðangri, en það mun að sjálfsögðu fara nokkuð eftir þeim árangri, sem fæst af rannsóknunum, en fyr- 1 irhugað er, að athafnasvæði skipsins verði hér við suðvest- anvert landið, svo og vestur af Snæfellsnesi, þar sem síldar- aflinn hefir orðið mestur. Már Elísson. Efnahagsbanda- lagið og fsland. Hér á landi er Efnahags- bandalagið að verða mál málanna, ekki síður en í öðrum Evrópulöndum. Vísir hefir fengið Má Elísson hagfræðing til þess að rita tvær greinar um Efnahags- bandalagið og ísland. Mun fyrri greinin fjalla um bandalagið sjálft, tilgang þess og eðli, en hin seinni sérstaklega um afstöðu ís- lands. Birtist fyrri greinin hér í blaðinu á morgun og sú síð- ari á föstudag. Er ekki að efa að marga muni fýsa að kynna sér þau sjónarmið, sem þar koma fram.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.