Vísir - 24.01.1962, Blaðsíða 8
8
V í S I R
ÚTGEFANDI: BLADAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttostjór
ar: Sverrir Þórðorson. Porsteinn Ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur-. Lougavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3. Áskriftargjalo er
krónur 45.00 ó mónuði - í lausasölu krónur
3,00 eintakið Simi I 1660 ;5 linur). - Félags
prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f
> •*
Þeir vilja aðeins áróður.
í gærkvöldi efndi málfundafélagið ÖSinn, sem er
félag verkamanna, er fylgja Sjálfstæðisflokknum að
málum, til almenns umræðufundar í Sjálfstæðishúsinu.
Var þar rætt um hagsmuni og kjaramál launþega og
höfðu þrír menn framsögu á fundinum, en síðan voru
almennar umræður.
Fundur þessi varð þó ekki að öllu leyti með þeim
hætti, sem forvígismenn Öðins höfðu gert sér vonir
um. Þeir höfðu í upphafi vonazt til að geta fengið
kommúnista til að taka þátt í fundi þessum og rökræða
þá við þessa foringja verkfallastefnunnar um hags-
muni og kjör launþega. Ritaði stjórn Öðins félagi
koiamúmsta hér í bæ, Sósíalistafélagi Reykjavíkur,
um mánaðamótin nóvember—desember, og stakk upp
á því, samkvæmt samþykkt á stjórnarfundi rétt áður,
að félögin leiddu saman hesta sína og ræddu þessi mál,
sem ævinlega eru svo ofarlega á baugi. Svar kommún-
ista var neikvætt, þeir kváðust ekki vilja taka þátt í
fundi með öðni, þar sem þessi málefni yrðu til umræðu.
Þessi viðbrögð kommúnista koma engum á óvart.
Kommúnistar eru ekki sérstaklega hrifnir af rökræð-
um, þegar þeir sjá sér færi á að komast hjá þeim.
Áhuginn fyrir hagsmunum launþega er ekki svo mikill,
að verkfallapostularnir megi hætta sér á fund, þar sem
launþegar gætu gert samanburð á viðhorfum þeirra,
sem vilja rífa niður og eyðileggja annarsvegar, en hins-
vegar þeirra, sem byggja vilja upp og bæta.
Kommúnistaforingjarnir vita, að þeir ráða með
öllu nokkrum hópi verkamanna — meðan þeir geta
matað þá með áróðri sínum og girt fyrir, að þeir heyri
rök annarra. Þess vegna berjast kommúnistar alltaf
fyrir því, að þeirra menn heyri ekki nema aðra hlið
hvers máls, og þar af leiðandi má alls ekki fallast á, að
verkameqn komi á fund, þar sem bent er á aðrar leiðir
en hinar kommúnistísku.
Njósnaflug kommúnista.
Vorið 1960 gerðu kommúnistar mikið veður út af því,
að bandarísk flugvél var skotin niður yfir Rússlandi,
er hún var á njósnaflugi. Notaði Krúsév þetta atvik
síðan, til að koma í veg fyrir Parísarfundinn, sem hefj-
ast átti í París eftir að þessi atburður gerðist. Heimtaði
hann m.a. afsökunarbeiðni mikla af Eisenhower Banda-
ríkjaforseta til þess að smána hann sem mest, en hélt
síðan heim, er honum varð ekki ágengt að þessu leyti.
Kommúnistar voru vitanlega sárhneykslaðir yfir
þessum ódrengskap Bandaríkjamanna og eru þó engra
eftirbátar í njósnum, svo sem sézt af því, hve títt opin-
berir erindrekar þeirra eru gerðir landrækir víða. Nú
hefir það hinsvegar komið í ljós á ítalíu, að kommún-
istar stunda einnig njósnir úr lofti. Er það vafalaust að-
eins staðfesting á því, sem margan hefir grunað lengi.
Miðvikudagur 24. janúar 19&2Í
W.W.WW.WJWW.W.WW.«.W.».W.W.W.W.-.W.WUWUWAWAI^
vestri
Frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar hafa 6
milljónir manna frá lönd-
um Austur-Evrópu flúið
kommúnismann til vest-
rænna landa. — Af
þessum 6 milljónum eru
4 milljónir Austur-
Þjóðverjar. — Yfirgnæf-
andi meirihluti flótta-
fólksins hefur fengið
vinnu, þak yfir höfuðið
— og hlotið það, sem
dýrmætast er, frelsið,
— en 200.000 flótta-
manna frá Austur-
Evrópu eru þó enn í
flóttamannabúðum, við
ill skilyrði — og er nú
mjög um það spurt hvað
unnt sé að gera til þess
að bjarga þeim.
Norskur fréttamaður, An-
ders Dale, hefir kynnt sér
þetta mál sérstaklega, hefir
farið og kynnt sér ástandið
sjálfur í flóttamannabúðum
og rætt við þá, sem gerst
mega vita um ástand og
horfur.
• M / ‘i c:»f ••yiJ, • [|tt í
Dachau.
/
Hann lýsir hversu nú er
umhorfs og ástatt í Dachau,
þar sem hinar erlendu fanga-
búðir voru í styrjöldinni, en
nú búa þar 600 flóttamanna-
fjölskyldur, — bíða þar, unz
þær fá íbúðir í nýjum fjöl-
býlishúsum, sem verið er
að koma upp fyrir utan bæ-
inn Dachau. Þar eiga þær
allar að fá inni — og nýjar
koma til bráðabirgðadvalar i
flóttamannabúðirnar. Bið
þeirra, sem nú fara að flytja,
hefir verið ærið löng, 5 ár
sumra, en þegar litið er yfir
flóttamannabúðirnar með öll-
um sínum sjónvarpsnetum
og menn sjá þvottavélar og
ísskápa í íbúðunum og jafn-
vel Volkswagen við dyrnar,
er ljóst, að þarna býr fólk,
sem hefir fengið vinnu,
komizt vel áfram og sparað
fé.
Viðtal við
gamla konu.
Fyrir framan ölstofu í
flóttamannabúðum — án öls
geta Þjóðverjar ekki verið
sem kunnugt er — sat gömul
kona, sem fréttamaðurinn
ræddi við. Henni sagðist svo
frá: 1
— Við þurfum ekki að
kvarta hér í Dachau. Maður.
inn minn var látinn, er eg
kom hingað. Tveir synir
Efri myndin er af skúrnum, sem gamla konan og synir
hennar bjuggu í fyrir utan Austur-Berlín, en hin neðri af
fjölbýlishúsinu fyrir utan Dachau, sem þau nú eru flutt í.
mínir komu mér yfir mörk-
in í Berlín fyrir 6 árum, og
eg iðraðist ekki eftir að hafa
látið undan, er þeir töluðu
um fyrir mér. Nú höfum við
átt heima hér í Dachau í 4
ár og synirnir hlakka til að
flytja inn í nýja íbúð í fjöl-
býlishúsi hér fyrir utan bæ-
inn, — hvor um sig í sína
íbúð. Eg gæti vel unað þar
sem eg er það sem eg á ó-
lifað, en synirnir og tengda-
dæturnar nauða á mér að
flytja í aðra nýju íbúðina.
Heimilið
var skúr.
Spurningu um það hvort
þau hefðu getað flutt nokkuð
verðmætt með sér frá
Austur-Berlín svaraði hún:
— Onei, maður varð bara
að fara í görmunum, sem
maður var í. Við höfðum
misst allt í styrjöldinni og
bjuggum í skúr fyrir utan
borgina, sem drengirnir
höfðu hróflað upp. Nei, við
áttum ekkert sem þeir gátu
tekið frá okkur, en réttu
megin við mörkin var vel
tekið á móti okkur. Við vor-
um þar nokkra daga í flótta-
mannastöð og svo vorum
við flutt loftleiðis hingað.
Þeir fengu brátt vinnu,
drengirnir, annar er bíl-
stjóri á langferðabílum, hinn
garðyrkjumaður. Það var
kannske dálítið erfitt fyrst,
það þurfti svo margs með,
en svo kom þetta allt því að
drengjunum hefir gengið vel.
25.000 frá öðrum
kommúnistalöndum.
Auk þeirra fjögurra mill-
jóna, sem Vestur-Þýzkaland
hefir tekið við frá A.Þ. hefir
það tekið við 25.000 flótta-
mönnum frá öðrum komm-
únistalöndum. Austurríki
hefir tekið við álíka mörgum.
Bandaríkin hafa tekið við
500.000 frá ófriðarlokum, og
Ástralía, Kanada, Noregur
og nokkur smáríki hafa
einnig reynt að létta undir
með einhverjum af þeim
hundruðum þúsunda, sem
dreymir um hamingjuríkt
líf í frjálsu landi.
Samt eru enn 50.000
flóttamenn í 175 flótta-
mannabúðum í Vestur-
Evrópu, og tugþúsundir
þeirra lifa við mjög bág
skilyrði, og eiga allt und-
ir gjafastarfsemi. Kússar
eru fjölmennir meðal
þessara flóttamanna.
Það voru margir stríðs-
fangar, sem ekki kusu að
hverfa heim til Rússlands
og þeir voru ófáir liðhlaup-
arnir í Rauða hernum. En
allir eiga þessir flóttamenn
eitt sameiginlegt: Þeir óttast
kommúnismann, en það eru
líka þeirra meðal fólk, sem
er farið að hugsa um hvort
það hafi ekki ástæðu til að
óttast lýðræðið. þar sem það
verður að hafast við árum
saman í fangabúðum við hin
ömurlegustu skilyrði.
Frh. á 10. síðu
V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.1.
.v.v: