Vísir - 24.01.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.01.1962, Blaðsíða 10
10 V I S I R Miðvikudagur 24. janúar 1962 pi r=a m 1 J '"////////* L_i W//////Æ l ! IR vann Vlkin leik 22 - 21 í GÆR £óru £ram tveir leikir x meistaraflokkum karla, I. og II. deild. Annar leikjanna, leik ur ÍR og Víkings varð allsögu- legur, einkum er stutt var til leiksloka, en þá missti dómar- inn, Magnús Pétursson, leikinn algerlega úr höndum sér, en fram að því hafði hann dæmt mjög þokkalega. Segja má að betra Iiðið í þessum leik, Vík- ingur, hafi tapað leiknum á þessum mistökum, en ÍR vann með 22:21. ÍR náði í upphafi að skora, gerði það Ólafur Guðmunds- son, mjög sterkur leikmaður ÍR, sem nú hefur verið grafinn úr gleymsku, sannarlega „fund- ið fé“ fyrir ÍR, sem nú missir Matthías Ásgeirsson til Kefla- víkur. Víkingar jafna úr víta- kasti (Björn), en Valur Tryggvason, einnig gamall handknattleiksmaður ÍR, sem sömuleiðis hefur verið grafinn upp og gerður að ágætis liðs- manni, skorar 2:1 fyrir ÍR. Þá er þáttur Björns Kristjánsson- ar, sem skorar nú þrjú næstu mörk fyrir Víking, þar af tvo úr vítum, og leikar standa 4:2. Enn eitt vítakastið færir ÍR í 4:3, og þannig helzt leikurinn gegnum hálfleikinn, að Víking- ar leiða, nema í 7:7, er ÍR jafn- ar, og aftur komast Víkingar ýfir og í hálfleik er staðan 13: 11. Ekki spillir það fyrir Víking, er Jóhann Gíslason skorar 14: 11, Ólafur og Gunnlaugur skora síðan tvisvar, 14:13. Tvö mjög ódýr mörk koma næst. Víking- ar skora bæði, en markvörður ÍR, sem annars var fremur góð- ur, einkum í hærri boltunum, missir báða inn, nákvæmlega eins, 16:13. Víkingar leiða síð- an þar til Erlingur skorar eftir mislukkað víti Gunnlaugs, sem markvörður varði. Stóðu leik- ar þá 19:19 og spennan komin á hástig, og það sem reið bagga muninn, dómarinn búinn að missa lcikinn út í vitleysu. — Gunnar Sigurgeirsson skorar 20:19 og nú loks eftir 45 mín. er ÍR komið í yfirhöndina aft- ur. Gunnlaugur eykur þetta í 21:19 og aðeins 5 mínútur til leiksloka, allt á ringulreið á vellinum, leikið maður gegn manni á harkalegasta hátt og dómaranum sagt að „halda kjafti“ af leikmönnum, en eng- um vísað útaf, nema Birni Bjarnasyni, tiltölulega prúðum leikmanni og Gunnlaugi er 2— 3 sekúndur voru eftir. Rós- mundur skorar 20. markið fyrir Víking, en Hermanni tekst nú að skora annað mark sitt í síð- ari hálfleik (7 í fyrri), en hon- um fylgdi allan síðari hálfleik Víkings-skuggi. Er stutt var til leiksloka skorar svo Rósmund- ur enn 22:21. ÍSLANDSMÓTIÐ FÓR FRAM HJÁ ÞEIM. í 3. flokki mættu Njarð- víkingar ekki til leiks, á- stæðan ku vera sú að fram- kvæmdaraðili íslandsmóts- ins, HKRR mun hafa gleymt að tilkynna Njarðvíkingum, og reyndar Keflvíkingum og kannskc fleirum utanbæj- araðilum, um Iciki sína, svo og að senda þeim boðskort, leikskrá og svo framvegis. Þannig var það aðeins heppni ráðsins að ÍBK mætti til leiks. Matthías Ásgeirs- son, þjálfari og tilvonandi leikmaður Keflavíkur (byrj- ar 10 febr.) talaði við kunn- ingja sinn í síma og komst þannig að leik liðs síns um kvöldið. Smábrestur í kerfinu, aógu stór samt. a. ÍR vann að þessu sinni og má þakka fyrir. Víkingsliðið sýndi yfirburði á margan hátt, lék hraðar, betur, öruggar, en var oft mjög óheppið. Athygli beind ist mjög að Ólafi, sem átti hér „come-back“ af beztu tegund var léttur og leikandi, en eld- snöggur, þrátt fyrir mikinn og þungan líkama. Valur var og á- gætur. Gunnlaugur var sæmi- legur og Hermann mjög góður meðan hann lék lausum hala, en Víkingarnir sáu ekki við |ionum í fyrri hálfleiltnum, er hann skoraði 7 mörk af 11. Víkingarnir tróðu hér upp í sínum „debut“-leik í I. deild með Jóhann Gíslason og Björn Bjarnason sem beztu menn. Rós mundur var og góður er á leik inn leið. Víkingarnir voru hér óheppnir að tapa stigum en ef- laust eiga þeir eftir að safna sér nokkrum í stað þessara, a.m.k. hefur liðið örugglega getu og kunnáttu til þess. Þá má benda nýliðunum í I. deild á, að það í hörku- er skemmtilegur vani að hrópa „húrra“ fyrir andstæðingunum, jafnvel þó menn tapi, bara svona formsins vegna! ÞEIR SKORUÐU í GÆR í leikjunum í gærkvöldi skoruðu eftirtaldir fyrir lið sín: — , Hermann ........ 9 Gunnlaugur .... 5 Ólafur ......... 4 Valur .......... 2 Erlingur........ 1 Gunnar ......... 1 22 Víkingur Jóhann .......... 6 Rósmundur .... 5 Björn Kr......... 4 Pétur ........... 3 Björn Bj......... 2 Steinar ......... 1 21 Krísuvíkurberg — Frn af 9 s. frek til fullrar nýtingar. Sér- stakur bjargmaður var sótt- ur austur í Mýrdal á hverju vori. Gerði hann ekkert annað en stunda bjargið, safna eggjum framan af sumri, en síðan veiða fugl. Vann hann þar einn á dag- inn, en var á kvöldin sóttur niður á bjarg, eggjakassar og fuglakippur dregnar upp á vaði og reiddar heim. — Á hverjum stað er síga varð í bjargið, hringaði sigmaður- inn enda vaðsins á bjarg- brúnina og kastaði nokkrum steinvölum yfir, rakti síðan vaðinn fram af brúninni og las sig niður. Þessar steina- hrúgur liggja þarna enn og eru þær ótrúlega léttar. — Eggjatekjan fór allt upp í tíu þúsund á vori. Voru þau þvegin og aðgætt og i^feidd á klökkum til Hafnarfjarðar og seld á 10 aura stykkið. En’ leiðin frá Krísuvík, eftir Ketilsstíg sunnan við hver- ina, yfir Sveifluháls til Hafnarfjarðar, var þá um það bil 8 tíma lestargangur. Mikill straumur erlendra ferðamanna lagði á þessum árum leið sína til Krísuvíkur og niður á bjarg, og ekki dró það úr, að Krísuvíkur- heimilið var annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Sv. Þ. Viðtal dagsins. Framh. af 4. síðu vangur fyrir allar þessar verzlanir hér í Reykjavík. — Það virðist vera. Að minnsta kosti hafa viðskipti í minni verzlun aukizt til muna á þessum 20 árum. Þetta er líka skiljanlegt þeg- ar þess er gætt að hvergi í veröldinni mun vera jafn mikið málað — miðað við íbúafjölda og húsafjölda — sem hér á íslandi. — Verður nokkur breyt- ing á rekstri Pensilsins við þessi tímamót. — Nei. Þess skal að vísu getið að sonur minn, Sigurð- ur Rúnar, hefur tekið við verzlunarstjórn og það létt- ir á mér persónulega. En hann hefur sama áhuga fyr- ir starfinu og svipað við- horf til verzlunarmála og eg, svo eg geri naumast ráð fyrir stórvægilegum breyt- ingum á næstunni. ☆ ■ ■■■■■ !■■■■■■■■ AÐ UTAN - Framh. af 8. síðu. í Bandaríkjunum eru í gildi lög með ákvæði um kvótafyrirkomulag, að því er innflutning fólks varðar, svo sem kunnugt er, og flóttafólk frá Austur-Evrópu telst einnig innflytjendur. í Ástr- alíu og Kanada er þörfin á vinnumarkaðnum ráðandi, og þeir sem sækja um inn- flutningsleyfi, eru flokkaðir niður eftir menntun, verk- kunnáttu o. s. frv, — og svo er aldurinn jafnan mikilvægt atriði. Furðuleg ákvörSun. Og svo er hin furðulega ákvörðun Genfar-sáttmálans frá 1951, þ. e. að skilyrði fyrir viðurkenningu á, að maður sé pólitskur flótta- maður skuli vera, að hlutað- eigandi sanni, að hann hafi flúið föðurland sitt vegna ofsókna kommúnista, og get- ur það sannarlega verið nógu erfitt að komast undan á flótta, þótt þetta þætist ekki ofan á, að leggja fram slíkar sannanir. — Á hinn bóginn verður að játa, að það hefir leitt af sér vandamál í ýms- um löndum, að njósnarar hafa laumast i.:n í löndin í skjóli þeirra, sem flýja ó- frelsið. Hér höfum við gleymt erfiðleikunum. — í Dachau hittum við júgóslavneskan fréttamann, segir hinn norski fréttamað- ur. -h- Það var á sunnudegi og hann gekk um snögg- klæddur á hvítri skyrtu og sýslaði um dálítinn garð sem han hafði komið sér upp. — Hérna í Dachau höfum við gleymt öllum erfiðleik- unum, en það geta ekki allir flóttamenn sagt það sama. Þið ættuð að litast um í Wal- kava-flóttamannabúðunum. í þessum flóttamannabúð- um er rúm fyrir 300 manns. Þarna hefir nú verið hrúgað saman 800 manns, körlum, konum og börnum. Þetta fólk býr í óþrifalegum skonsum og hefir engin skilyrði til einkalífs. Þar til fyrir árí var ekki einu sinni búið að leggja vatnsleiðslu í eina baðherbergið sem til var í flóttamannabúðunum. Menn bjuggust ekki við slíkri eymd og ömurleika er það réðst í að flýja. Saga imga Pólverjans. „Innan þessara flótta- mannabúða hittum við ung- an Pólverja og tékkneska vinstúlku hans. Hann hafði unnið við íþróttablað og ver- ið á leiðinni að verða blaða- maður. Hann varð þess heið- urs aðnjótandi, að fá að ferð- ast til Vestur-Evrópu sem fréttaritari á íþróttamóti. Kynni hans á ferðalaginu urðu til þess, að hann ákvað að flytja, en hann vildi fyrst fara heim og ráðgast við ætt- ingja sína. — Móðir mín reyndi að fá mig ofan af þessu. Hér get- um við farið í kirkju, sagði hún — sagt það, sem við viljum, höfum nóg að borða, gettum farið á dansleik og ferðast að vild innan landa- mæranna. Og hún bað mig að minnast þess, að eg væri pólskur og Pólland mitt föð- urland. En eg sagði henni, að eg fengi 1500 zloty í kaup og fyrir það gæti eg aðeins keypt tvær skyrtur til dæmis; Og eg nefndi margt annað og fekk loks leyfi hennar. Flóttinn var erfiður, en þegar hann var að baki byrjuðu erfiðleik- arnir — vegna þess að eg var með löglegt vegabréf! Hann hafði aðeins ver- ið þarna fjóra mánuði en fannst biðin löng. Hann langar til Ameríku og reynir að nota tímann til að læra ensku, þótt skilyrðin hljóti að vera allt annað en upp- örvandi. í framhaldsgrein segir Sigurd Halvorsen, formaður Norska flóttamannaráðsins (Det Norske flyktningerád) álit sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.