Vísir - 24.01.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 24.01.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. jan. 1962 V I M K 15 Forsaga: — SAGAN gerist á skemmtiferðaskipinu Sladrigal, sem lét úr höfn í Gíbraltar og siglir um Miðjarðarhaf liafna m'lli. — Aðalsöguhetjan, Jane, ung hjúkrunarkona, hefur fengið leyfi frá starfi sínu í sjúkrahúsi í Boston, til þess að ráðast á skipið sem hjúkrunarkona í þessari ferð. Jane er glæsileg stúika, sem vekur mikla athygli, ekki aðeins fyrir sitt fagurrauða hár, heldur og fyrir óvanalega hreinskilni og einbeitni, sem stund- um Ieiðir tii árekstra. Hún er læknisdóttir og lítur á starf sitt sem köllun, og viðbrigðin fyrir hana mikii á hinum nýja vettvangi. Gömul kynni endurnýjast — og ný koma til sög- unnar — og Amor með örvamæli sinn ekki langt undan. — margra ára skeið, að því er ég hefi heyrt. Ef til vill hafið þér heyrt hans getið áður fyrr, dr. James Hamilton. Hann var mjög vinsæll. Frú Peterson hristi höfuð- ið. Nei, hún hafði ekki heyrt hann nefndan fyrr, en Michi- gan var stórt ríki, frægt fyrir góða lækna og margt annað. Hún geispaði letilega. — Og ef þið vilduð nú vera svo væn að fara, svo að ég geti háttað og farið að hvíla mig . . . — Að sjálfsögðu, frú Pet- erson, sagði Edna og Polly endurtók: — að sjálfsögðu, frú Peterson, og báðar fóru þegar fegnari en frá verði sagt. — Þið getið tekið þennan Sky með ykkur, kallaði hún á eftir þeim. — Ég skil ekki, að hann þurfi að vera að hanga hér lengur. Hvort sem ég er brotin eða tognuð þá held ég, að ég geti komist af án ykkar og hans. — Að sjálfsögðu, frú Pet- erson, -endurtóku þær utan dyranna og Schyler Dawson fór á eftir þeim, vafalaust eins feginn og þær. Og nú voru þau ein eftir hjá henni Dawson læknir og hjúkrunarkonan nýja. Og Dawson brosti þessu brosi, sem er sérkennandi fyrir lækna hvar sem er, og varð svo allt í einu ákveðinn á svip: — Og nú ætla ég að snúa mér að því að binda um ökl- ann og láta yður fá róandi meðul undir nóttina .. . — Og ég held nú ekki, ungi maður, svaraði frú Carter- Peterson fullum hálsi. Og hún bætti þvi við, að sér hefði aldrei fundið nein nauðsyn til bera, að taka inn eiturlyf, og ætlaði ekki að fara að gera það núna. Og þar á ofan ætl- aði hún ekki að fara að leyfa neinum ungum manni, þótt læknir væri, að fara að binda um fótinn á sér. Og hún klykkti út með því að hún væri gömul kona, kannske sérvitur og einráð, en þetta væri betri heimur ef allir væru eins ákveðnir og hún. — Þér getið farið þegar yð- ur líkar, ungi maður, sagði hún. — Hún Jane hérna hjálp ai •<& 9 En ég er búinn að segja fyrirgefðu. ar mér til að binda um ökl- ann, hátta mig og koma mér í rúmið. Og kannske situr hún hjá mér svolitla stund. — Það skal ég gera með glöðu geði, frú Peterson, sagði Jane þegar og taldi rétt ast að fara að dæmi hinna og láta að vilja hinnar einráðu, viljasterku frúar. Og Jerry Clayton læknir sá sitt ráð vænst, þótt gramur væri, að fara sína leið, og skilja hana eftir i umsjá Jane. Jane fannst þegar, að hún væri nokkurri reynslu ríkari varðandi erfiða, kenjótta sjúklinga, sem auðs síns og á- hrifa vegna telja sig geta farið sínu fram, hvað sem aðrir segja, gekk nú að rúmi hennar og bað hana að segja sér hvar hún geymdi sjúkra- bindin. En frú Peterson brosti og var nú dálítið skömmustuleg og játaði, að það gengi ekk- ert að sér — það væri allt í lagi með öklann: — Og ég held næstum, að þessi læknis-spíra hafi haft mig grunaða. Jane sárnaði undir niðri, en ekki áræddi hún að láta í ljós hversu henni gramdist þessi framkoma, og fann til samúðar með Jerry Clayton, að verða að stunda slíkt fólk sem konu þessa. En allt í einu gat hún ekki stillt sig: — Eigið þér við, að yður hafi ekki einu sinni kennt til? O, þetta er alveg hræði- legt — og ósanngjarnt gagn- vart okkur öllum, sem vorum reiðubúin. Þér megið ekki halda, þótt þér séuð auðug- ar . .. Hún þagnaði skyndilega — og var nú dálítið vandræða- leg á svipinn. En þótt furðu- legt væri reiddist frú Peter- son ekki. Hún rétti fram hönd sína og snart við hand- legg Jane. — Ég er nú ekki eins slæm og þér haldið, Jane. Ég er víst bara gamall kerlingar- bjálfi, en þegar ég sagði áð- an, að þegar ég var að dansa, hefði ég snúið mig um öklann, varð ég að halda skrípaleikn- um áfram. Mér gat ekki dott- ið í hug, að asninn hann Sky færi að blása þetta upp, kalla á lækninn og hvað eina. Jane gat engu svarað, stóð bara og starði á hana. — Sjáið þér til ,sagði frú Peterson, — ég blátt áfram varð að hætta að dansa. Ég komst að því allt í einu, að demantsnistinu mínu hafði verið stolið. Það var seinasta gjöfin, sem ég fékk frá mann- inum mínum. Það er mynd í því af litlu stúlkunni okkar . . Hún var allt í einu orðin klökk og bar æðaberar hend- ur að augum. Jane varð allt í einu iðrun- arfull. En framkoma frúar- innar var henni ráðgáta. Og konan sjálf — það var eitt- hvað sem hún skildi ekki. Og svo sagði Jane eftir nokkra þögn af því að henni gat ekki dottið neitt annað í hug: — Hafið þér tilkynnt — þjófnaðinn á ég við? Nú gerbreyttist svipur frú- arinnar og hún svaraði snögg lega: — Nei, það flögraði ekki að mér — og ég ætla mér ekki að gera það. Ef ég á aftur- kvæmt til Sheboygan mundi verða masað um það til eilífð- ar, að ég hefði verið í þing- um við pilt, — kona á mínum aldri, sem gæti verið amma hans — og haft það upp úr EfNAR SIGURÐSSON, hdl. Málflutningur — Fasteignasala Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAN IngóUsstræti 4. — Simi 16767. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstr 10A. Sími 1104S GIJSTAF ÓLAFSSON liæstaróttarlögmaður Austurstræti 17. — Sími 13354 ©Plli Loksins ákvað Kalli að gánga í land á einum stað, þar sem blómin litu friðvænlegar út Þeir gengu inn undir þétt lauf- skrúðið. Alls staðar uxu hin- j ar furðulegustu jurtir. Ein- staka jurt kom þeim kunnug- lega fyrir, t. d. óx þama eins konar liljublóm, sem var þó mörgum sinnum stærri en þeir sjálfir. Stýrimaðurinn ók sér og tautaði eitthvað um að sig væri farið að verkja i lík- þomið, og að það boðaði aldr- ei neitt gott og að hann fyrir sinn hlut... vildi miklu held- ur......Ææ, þetta blóm hefur skegg, og það flautar þegar maður klípur í blöðin á þvi, og þetta þarna, það bitur mann i fingurna". Hann gaf hinu uppi- vöðslusama blómi einn á’ann. „Ég skal kenna þér að bíta ekki heiðvirt fólk í fingurna", sagði hann. I sama bili lyftist jörðin undir þeim og þeir duttu allir um koll. „Jarðskjálfti", emjaði Stebbi stýrimaður, „ég vissi það, örlagastundin er komin. „Kalli komst fijótt á fætur. „Nei", sagði hann hugs- andi, „þetta var enginn jarð- skjálfti; einfaldlega vegna þess að við höfum enga jörð undir fótum. Eyjan er ekkert nema plöntur og þetta var aðeins stór alda, sem kom henni á hreyfingu. i 4 l * í i • -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.