Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 9
V í S 1 R 9 M’ánudagur 5. íabrúa. inn og fólkð starir spennt og furðu lostið á svipinn. Allir þekkja þennan svip á samri stundu. Þetta er andlit Ást- ríðar Belgíudrottningar, sem hafði verið svo elskuð og dáð í Svíþjóð. hvernig hann ýtir tjaldinu lítið eitt til hliðar með hægri hendinni. Önnur mynd tekin á fundi hjá Nielsen. Á henni sést lifandi maður, guðfræðingurinn Liljeblad með vini sínum danska prestinum Christensen sem þá var látinn fyrir nokkru, en birtist þannig á fundinum. JJr. Hans Gerloff, sem rann- sakaði þessi fyrirbæri í mörg ár og var vinur Einars Nielsens segir um þessa mynd: — Athugun á andliti og höfði drottningarinnar á myndinni sýnir fullkomið samræmi við útlit hennar í lifanda lífi. Þeir sem vilja halda því fram, að hér sé aðeins dæmi um svindl, sýna með því aðeins fáfræði sína, því að óteljandi myndir og svipir geta komið fram í útfryminu.“ j^stríður var sænsk prins- essa og hafði hún orðið ástfangin í Leopold III Belg- íukonungi og gifzt honum, en þann 29. ágúst 1935 var hún að aka í bifreið með manni sínum, er stýrði bif- reiðinni. Þau lentu í bílslysi og Ástríður dó. Dauði henn- ar vakti sorg um alla Evrópu. Og nú birtist Ástríður drottning á miðilsfundinum 31. maí 1938. Hún birtist síðar oftar á fundum Einars Nielsen og eitt sinn tókst sænska guðfræðingnum Martin Liljeblad jafnvel að taka skýra mynd af svipnum, sem er síðan sönnunargagn fyrir seinni tíma um það sem gerðist þarna. Myndin sem birtist hér með þessari grein sýnir hvernig andinn birtist fram úr forhenginu og ar í sýnilegri og' áþreifan- legri mynd. Meðal andanna sem oft komu fram á fundum hjá Einari Nielsen var ungur piltur, Knútur, sem hafði látizt í He’singör 12 ára að aldri. Einu sinni togaði Knút- ur í bindi dr. Gerloffs og í annað skipti tók Knútur munnhörpu upp og lagði hanan við varir dr. Gerloffs svo að hann léki á hana. Á enn einum fundi féllu þrjár hvítar mýs úr útfrym- inu, — tvær þeirra náðust en sú þriðja hljóp aftur í út- frymið og hvarf þar. birtist ung stúlka 14 ára, að nafni, Valborg. Hún leyfði Gerloff að klippa svolítinn lokk úr hári sínu. Lokkurinn af Valborgu hefir orðið mjög frægur meðal andatrúarmanna í Evrópu. Vísindamenn hafa rannsakað hann og komizt að því, svo sem dr. Stöhr í Bonn, að þetta væri kven- lokkur lítillega túperaður. Þrátt fyrir hin mörgu eft- irtektarverðu fyrirbæri hjá Einari Nielsen hafa allir sálarrannsóknamenn ekki viljað fallast á að þau væru 100% ekta. Þeir hafa ekki enn gleymt atburði einum sem gerðist snemma á ferli Nielsens og hefir verið kall- aður „Óhappið mikla í Framh. á bls. 5 Gerloff er aðeins einn af mörgum vísindamönnum, sem rannsökuðu likamninga- myndanir á fundum hjá Einari Nielsen og hann sann- færðist um að þær væru eðlilegar og sannar. Gerloff áætlað að Einar Nielsen hafi á 45 starfsárum haldið um 2000 andafundi og að sam- tals hafi komið fram hjá honum 15—20 þúsund and- andafundi, sem Nielsen hélt fyrir aðeins sex ár- um, 13. febrúar 1956, gerðist enn undarlegt fyrirbæri. Þar ■ íggiííSsisggi:; það er dauðaþögn í salnum. Hámarki andafundarins er náð. Undir hálfopnuðu tjaldinu situr sköllóttur mað- ur í vesti og á skyrtunni á stól. Úr vitum hans streym- ir fram dularfullt hvítt efni, og breiðist út í bylgjum, hægt og rólega eins og þunnt klæðisefni. Þetta efni er auðsjáanlega létt eins og fiður, það bylgjast og dans- ar í loftinu fyrir framan mið- ilinn eins og það væri lif- andi. Maðurinn á stólnum er i djúpum dásvefni, svonefnd- um trans. Frá honum heyr- ast stunur og klak. Á þessum fundi eru milli 20 og 30 manns og stara þeir eins og dáleiddir á munn miðilsins. Það sem nú er að gerast er hin merkilega lík- amning, það er að segja mið- illinn hefir sérstaka hæfi- leika til að gefa ósýnilegum öndum efni eða líkama, sem gerir þá sýnilega og áþreif- anlega. Menn sem hafa slík- an hæfileika eru kallaðir líkamningamiðlar. Andatrúarmenn, eru þeirr- ar skoðunar að hægt sé að komast í samband við fram- liðna gegnum slíka miðla, og margir þeirra telja, að Dan- inn Einar Nielsen hafi verið meðal mestu miðla sem uppi hafa verið. En heitið miðill sýnir þá skoðun, að þessir menn hafi með höndum miðlunarstarf milli tveggja heima, okkar heims og heimsins fyrir handan. Qg nú erum við sem sagt stödd á miðilsfundi hjá Einari Nilesen. Þetta er í Stokkhólmi. Á fundinum er hópur trúaðra andatrúar- manna, sem vita, að þetta hvíta efni er kemur út vitum miðilsins er útfrymi eða teleplasma, sem myndast á einhvern óskiljanlegan hátt í miðlinum og gefur öndun- um færi á því að sýna sig í ýmsum myndum. Einn áhorfendanna hvíslar spenntur: — Nú er útfrymið byrjað að lýsa! Efnið hreyf- ist fram og aftur laust í loftinu, tekur á sig allskyns vafninga unz það skapar ein- hverja mynd á stærð við mannslíkama og útlínur þess líkjast helzt nunnu í hvítri skikkju. Loks myndazt konu- andlit inni í voðunum. Það fer hreyfing um hóp- Þessi furðulega ljósmynd var eitt sinn tekin á andafundi hjá Einari Nielsen. AHir viðstaddir þekktu samstundis svip Ástríðar Svíaprinsessu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.