Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 5. febrúar 1962 VfSlB 7 nrmgDraut og aieiatorg. IQiUt, ^JJörÉur Ujamaion. Göturnar eru æðakerfi borg- arinnar, og þær tæknilegar framkvæmdir í bæ eða borg, sem hvað mestu varðar að fylgi byggðinni fast eftir, og séu fullkomnar. Víðast hvar með öðrum þjóðum, er gatan og gangstéttin komin með endan- legum frágangi áður en húsin eru reist, og auðvitað æskileg- ast að svo sé. Hér hjá okkur er mikill hluti gatnakerfisins löngu eftir á, en gatnagerð öll er með kostnaðarsömustu framkvæmdum bæjarfélagsins. Afsökunin hér hjá okkur er sú, að borgin þenst út með þeim hraða, að um langt árabil verð- ur að láta nægja moldar eða malargötur til mikilla vand- ræða og óþæginda fyrir fjölda borgarbúa, einkum í hinum nýju hverfum. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikill óþrifnaður og sóðalegt umhverfi í annars fögrum og vel byggðum hverf- um. Áhyggjur þeirra ágætu manna, er borginni okkar stjórna, eru líka miklar þar eð þeir geta ekki fullharðan veitt úrlausn um fullgerðar götur hvarvetna um bæjarland- ið, en pyngjan hlýtur að ráða og fjárhagsgeta bæjarfélagsins, og fæstir vildu stórauknar álög- ur þannig að hægt væri að framfylgja þessum fram- kvæmdum jafnhliða byggðinni. í það súra epli höfum við þurft að bíta lengi, og verður svo á- fram um langan tíma. Ástæð- urnar eru því fjárhagslegs eðlis. en ekki vanrækslusyndir þeirra, sem málefnum stjórna, og finna þeir áreiðanlega jafnt til skortsins á fullkomnu gatna- kerfi, og þeir sem eiga við skort á því að búa, og þau óþægindi sem því, eru samfara. ★ Gagnrýni á þennan fram- kvæmdaskort bæjarfélagsins er mikil, og þá sjaldnar talað um það, sem gert hefir verið mynd- arlega. í gatnagerð borgarinnar er farið eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem árlega er sam- þykkt við afgreiðslu fjárhags- áætlunar í borgarstjórn. Nú er svo komið, að langmestur hluti borgarinnar innan Hringbraut- ar, og aðalbrautir utan þessa bæjarkjarna, hafa fengið mal- bikaða og steypta vegi, sem fullkomlega og vel eru gerðir. Sumir mundu segja að það væri ekki þakkarvert, en vissu- lega ber einnig að þakka það, sem vel hefir gert verið, en einblína ekki á það, sem ógert er og vitað er að kemur þó strax í framhaldi eða þegar ástæður leyfa. Borgarverkfræðingur er rösk- ur og áhugasamur um allt er að gatnagerðinni lýtur, og er það eitt af aðalmálum hans nú, að skipuleggja þessar veiga- miklu framkvæmdir, bjóða þær út og fylgja þeim eftir. Hann er nýr í starfi, og tók við því á erfiðum tíma, þegar vel flest- ir verkfræðingar borgarinnar sögðu upp vegna kjaradeilu. En á stuttum tíma hefir miklu verið áorkað, og má þar nefna framhald Miklubrautar, sem steypt var á ótrúlega skömm- um tíma á löngu svæði, svo og einstakar íbúðargötur í út- hverfum, sem á nokkrum dög- um voru malbakaðar beint á það undirlag, sem fyrir var. Sú tækni, sem þar er viðhöfð verð- ur nú áreiðanlega notuð í miklu ríkari mæli í hinum nýrri íbúð- arhverfum, því hún er bæði kostnaðarminni og fljótvirkari með þeim vélakosti, sem not- aður er, heldur en þær götur, Framh á bls 5 Á laugar- dagskvöldið heyrðum við njög sérkenni [egt leikrit, „Vegaleiðang- urinn“ eftir Friedrich Dúr- renmatt, í þýð ingu Þorvarðar Helgasonar. Það er látið gerast eftir um 300 ár, en þá er nú margt orðið all breytt í heiminum frá því nú er. Hann skiptist þá alveg í tvær fylkingar, þ. e. kommún- istaríkin með Rússland í far- arbroddi, og svo hin sameinuðu ríki Evrópu og Ameríku. Kom- izt hefur verið hjá heimsstyrj- öld allan þennan tíma, en smá- stríð hafa verið öðru voru. En nú er styrjöld óhjákvæmileg og er deiluefnið yfirráð í geimn- um, en ekki þarf að taka fram, að geimferðir eru orðnar dag- legt brauð. Sendinefnd fer til Venusar frá vestrænu ríkjun- um 1 því skyni að leita liðsinnis í væntanlegu stríði við Rússa. Ekki skal þráðurinn rakinn nánar hér, en þetta var all spennandi leikrit og mikil ádeila á heimsvaldabaráttu og aðferðir stjórnmálamanna nú- tímans. Þýðingin var vel gerð og leikurinn góður. Á undan leikritinu var flutt dönsk óperetta, „Farinelli“ eftir Emil Reesen. Var þetta all skemmtilegur söngur með ágæt- um skýringum Jóns R. Kjart- anssonar. Eftir hádegi á sunnudag flutti Hannes Jónsson, félags- fræðingur sérlega fróðlegt er- indi um brezka heimspekinginn og lögfræðinginnThomas Moore sem einna frægastur er fyrir bók sína, „Utopia“, en hún lýs- ir fyrirmyndarríkinu, eins og Moore hugsaði það. Hannes hef- ur komið nokkrum sinnum fram í útvarpinu í vetur og flutt prýðisgóð erindi um ýmsa for- vígismenn heimspeki og þjóðfé- lagsfræði. Á sunnudagskvöldið las Jón- as Árnason, rithöfundur, úr metsölubók sinni, „Tekið í blökkina“, en það er minninga- bók Jóngeirs Eyrbekk í Hafn- arfirði. Margir munu hafa lesið bókina, en þeir, sem ekki hafa gert það, munu hafa haft gaman af lestri Jónasar, því frásagn- irnar voru oft skemmtilegar. í þættinum „Spurt og spjall- að í útvarpssal", var landspróf- ið tekið til umræðu. Sigurður Magnússon, fulltrúi fékk að hljóðnemar.um Bjarna Vil- hjálmsson, cand. mag, ásamt þremur piltum, tveimur, sem taka þetta illræmda próf í vor, en einum, sem hefur nýlokið því. Það var aðdáunarvert, hve vel þessir strákar stóðu sig, svona í fyrsta sinn við hljóð- nemann. Niðurstaðan af um- ræðunum var sú, að ekki beri að leggja landsprófið niður, heldur gjörbreyta því, og nám- inu, sem til grundvallar er lagt. Einnig voru ungu mennirnir mjög óánægðir með það, hve þurr og dauð kennslan væri, og skorti mjög bæði kennslutæki öll og annað það, sem gæti gef- ið náminu líf. Það var ekkert um orðahnippingar eða deilur í þessum þætti, en þó hafa flest- ir haft af honum nokkra ánægju og gagn. Þórir S. Gröndal. 1-16-60. Áskriftasimi Vísis er Framhald Miklubautar í byggingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.