Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 5. febrúar 1962. Frá hádegisfundinum á laugardag um tollvöru- geymsluna: Talið frá vinstri: Pétur Sæmundssen, frkv.stj., Björgvin Sigurðsson lög- fræðingur, Gunnar Asgeirs- son, stórkaupm. form. und- irbúningsnefndar, Sigurliði Kristjánsson, kaupm. Al- bert Guðmundsson stórkaup- maður og Helgi Hjálmsson starfsmaður Verzlunarráðs- ins, en hann var fundarrit- ari. (Ljósm. Vísis I.M.) Innbrot f NÓTT var framið innbrot í úra- og skartgripaverzlun Carls Bergmann Njálsgötu 21. Kom lögreglan á vettvang skömmu síðar, og hófst snarpur eltingaleikur við inn brotsþjófinn, í myrkri og hríð. Maður var handtekinn, og settur inn, og nokkru fyr- ir hádegi hófst yfir honum yfirheyrzla. Þegar maður þessi var handtekinn fannst ekkert þeirra 7—8 arm- bandsúra er stolið var, í fór- um hans. í nótt var og framinn inn- brotsþjófnaður í Litlu blóma- búðina í Bankastræti og var ýmsu smávægilegu stolið svo og 50 kr. í peningum. — Loks var svo aðfaranótt sunnu- dagsins stolið 900 kr. í pen- ingum og allmiklu af sæl- gæti í söluturni við Suður- götu—F álkagötu. Áskrifend- ur Vísis Vegna liinnar miklu fjölg- unar áskrifenda þessa dag- ana er nokkur hætta á að blaðið berist ekki með skil- um til allra. Afgreiðsla blaðsins mun eftir bcz.tu getu anna þeim kvörtunum sem berast í síma 11660. HEIMDALLUR. í kvöld kl. 8.30 er leshringur í Val- höll um listir og bókmenntir. Mafa safnaö #-.I neiitjf. vegna tottvömgeejnesiu Hádegisfundurinn um toll- vörugeymsluna, sem undirbú- ingsnefndin að stofnun hennar boðaði í Klúbbnum á laugar- dag var mjög vel sóttur. Ríkti almcnnur áhugi kaupsýslu- manna fyrir framgangi málsins. Um 1.5 millj. söfnuðust í hluta- fé. Gunnar Ásgeirsson stórkaup- maður, form undirbúnings- nefndarinnar, sem vann að kaupum á Glervei’ksmiðjunni undir væntanlega tollvöru- geymslu flutti framsöguræðuna. Skýrði Gunnar málið, kaupin á Glerverksmiðóunni og lýsti framtiðarhorfum. Frjálsar um- ræður voru eftir ræðu hans og tóku til fnáls Sigurður Helga- son forstjóri Verzlanasambands ins og Sigurður Magnússon, for- maður Kaupmannasamtakanna. Lýstu þeir sig báðir málefninu eindregið fylgjandi og hvöttu kaupsýslumenn til að gerast hluthafar í væntanlegu hluta- félagi um tollvörugeyrhslúna. Á fundinum og daginn áður höfðu safnazt 1.5 máij. krónur í hlutafé. Ekki hefur iííutáfjár- upphæðin verið ákveðih endan- lega. Öllum er heimilt að kaupa hlutabréf, kaupsýslumönnum og öðrum, sem áhuga hafa. — Hlutafélagið verður væntanlega stofnað innan tveggja til 3ja vikna. Hefur undirbúnings- nefndin til athugunar frum- drög að samþykktum fyrir væntanlegt hlutafélag. Iskönnu flug—í e Ný nákvæm leitartæki verða sett í Sólfaxa „Sólfaxi“ — flugvél Flug- félags fslands, sem nú hefur verið rétt ár í ískönnunarflugi við Grænlandsstrendur, kom í gær til Rekjavíkur. Aðalhlutverk Sólfaxa er að kanna ísalögin við Grænlands- strendur, leita að skipum, sem sitja kunna föst í ísnum og leið- beina þeim út úr honum. í þessu augnamiði hefur flugvél- in verið búin sérstaklega sterkri ratsjá til ískönnunar og leitar að skipum. Á næst- unni verður svo einnig sett nýtt leitartæki í vélina, og er það ætlað til að staðsetja og finna menn sem er á floti í sjónum, t. d. í björgunarbeltum, litla báta og þessháttar. Þessi tæki, sem heita „Sarah“ hafa verið notuð af bandaríska sjóhern- um undanfarið með góðum ár- angri. Aðal annatími ískönnunar- flugvélarinnar er framan af sumri, eða mánuðina maí, júní og júlí. Eru þá flognar daglega miklar vegalengdir, bæði langt norður með vesturströndinni, suður fyrir Grænlandsodda og þar langt suður í haf til að nar- itt ár fylgjast með ísreki og síðan norður með austurströndinni, eins langt og þurfa þykir. Auk þessarar ísleitar er flug- vélin þáttur í öryggiskerfi Dana á Grænlandi og aðstoðar þar við leit að týndum bátum og fleira. Sólfaxi hefur haft bækistöð í Narsassnak, en þar hefur kon- unglega Grænlandsverzlunin nokkurt starfslið. Ennfremur hefur danski flugherinn þar bækistöð fyrir nokkra flug- menn og þeir hafa 2—3 Cata- línubáta til afnota. Það voru Bandaríkjamenn sem byggðu flugvöllinn í Narsassnak í stríðinu, en af- hentu Dönum hann seinna, og þá var hann lagður niður um Framhald á bls. 10. H- I Kona hlaut bingó - bíKnn Á sunnudaginn lauk heil- miklu bingói, sem Félag ungra jafnaðarmanna efndi til og haldið var í Hás&óla- bíóinu. Aðalvinningur þess var V.W. bíll. MiMÍÍ spenn- ingur hafði ríkt í salnum, er nálgast tók úrslitin. — Það hefði mátt heyra saum- nál detta sagði skólapiltur, er hann kom heim að bingó- inu lolrnu. — Kona hreppti bílinn, frú Erna Jónsdóttir, kona Sigurjóns Ingasonar starfsmanns tollpóststofunn- ar hér í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem bíll er aðalvinningur í bingói hér. Skíðakennsla í kvöld kl. 8 verður skíða- kennsla á Arnarhóli. Ágúst Björnsson annast kennsluna. Þá er ferð í Skíðaskálann kl. 7.30 í kvöld frá BSR. — Þátttakendur geta fengið til- sögn þar efra. Að hengja hakara fyrir smið Það hefir hcldur cn ekki farið í taugarnar á Alþýðu- blaðinu, að Vísir skyldi segja frá því, að Bandaríkin hafi boðið fslendingum, sem fleiri aðilum, nokkrar Doug- las Dakota-vélar, sem þau hafa ekki lengur þörf fyrir, þar eð þau láta nú stærri vélar gegna hlutverkum þeirra. Spyr Alþýðublaðið með miklum gorgeir í gær, hvort íslendingar séu hræ- fuglar, er þeir láti bjóða sér slíkt. Það er rétt að almenning- ur fái að vita, að gangur þessa máls var sá, að utan- ríkisráðherra fékk á sínum tím- ’ oð um þessar flugvél- ar. din mun ekki hafa talið sig hregða sér { gerfi ofangreindra fugla, þótt hann stingi bréfinu ekki undir stól, heldur léti það ganga til flugmálaráðherra, sem hefur spurt fáeina aðila imi álit þeirra og áhuga á að fá slíkar vélar. Hann tók það og fram, að blaðið innti frétta af þessu, að afgreiðsla málsins mundi velta á ástandi vélanna. Telji Alþýðublaðið þörf á. að hengja einhvern fyrir þetta mál, ætti það ekki að taka bakara fyrir smið heldur snúa sér að utan- ríkisráðherra, sem hafði manna bezta aðstöðu til að kæfa málið í fæðingunni, ef hann hefði eins fínar taugar og piltarnir við AI- þýðublaðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.