Vísir - 14.02.1962, Síða 15
Miðvikudagur 14. febr. 1962
VISIR
15
>*K>2>K>Í>K>S>K>£>
Rauðhærða hjúkrunarkonan
um í Aþenu í stofnun nokk-
urri og mundi hann fara
þangað með frúnni, skips-
lækninum og Edna Blake.
Stjóm stofnunarinnar hafði
undirbúið skemmtunina og
frú Peterson ætlaði að borga
brúsann.
Mathew Carson sagði Jane,
að eftir aðalhátíðahöldin yrði
sýnd kvikmynd, sem Edna
Blake og læknirinn ætluðu að
sýna, „en á meðan ætlum við
Lydia að skoða Akropolis.“
Og Matthew Carson brosti
góðlátlega. — Jane varð allt
í einu miklu léttari í lund en
hún hafði áður verið — næst-
um eins og kvöldið áður en
komið var til Alexandríu. Og
hún varð enn glaðari, er hún
leit í áttina til Sky Dawsons,
og hún sá hann brosa til sín.
Og það var eins og öll hin
hyrfu — hún sá engan nema
hann.
Og Jane skemmti sér hið
bezta. Henni var það mikið
undrunarefni hversu dugleg-
ir hljóðfæraleikarar sumir
farþegarnir voru, en mesta
undrun hennar vakti, er Pet-
er uNgent lék á sítar gömul
þjóðlög við almenna aðdáun.
Og Sky Dawson lék á banjo
af mikilli leikni! Og til þess
að kóróna allt sungu þeir tví-
söng hann og Sky og urðu að
endurtaka mörg lögin. Seinna
um kvöldið kenndi Edna
grískan hópdans með 12 pör-
um, — og Jane varð fyrir vali
Sky sem dansfélagi.
— Þú ert alveg yndisleg í
kvöld, hvíslaði hann einu
sinni í dansinum.
— Ég er viss um, að þú
segir þetta við þær allar, svar
aði hún.
— Ég hef aldrei sagt það
við neina nema þig.
— .Jæja, þú. hefur vitanlega
skoðanafrelsi.
Það var ekki fyrr en þau
gengu aftur að borðinu, sem
hann veitti athygli armband-
inu. Hann virtist þekkja það,
þótt hún minntist þess ekki
að hafa séð frú Peterson bera
það.
— Þetta er sérlega falleg-
ur gripur, sagði hann, — frú
Peterson er vissulega einhver
rausnarlegasta og gjafmild-
asta kona, sem ég hef kynnzt.
— Já, ég held það sé falleg-
asti gripurinn, sem ég hef
nokkum tíma eignast — og
mér finnst hann fallegri en
þegar ég valdi hann úr öllum
hinum — og af skartgripum
ætluðum til hversdagsnota
er hann vissulega óvanalega
fagur og vel gerður.
Jane varð allundrandi er
hún sá, að Sky lyfti brúnum
eins og hann ætlaði að fara
að spyrja einhvers. Hann virt
ist ætla að segja eitthvað, en
virtist hafa hætt við það, því
að hann sagði:
— Þakka þér fyrir dans-
inn, Jane. Við hittumst á
morgun — í Aþenu.
XII. kapituli.
Tíminn leið — allt of fljótt.
Jane fannst það að minnsta
kosti stundum. „Madrigal"
sigldi nú meðfram ströndum
,,hælsins“ á Italíuskaga. Dvöl
in í Aþenu var þegar skráð í
bók minninganna — og vissu-
lega mundi Jane aldrei
gleyma þessari dásamlegu
borg. Hún lifði í endurminn-
ingunni um fornar rústir,
fom listaverk, kaffistofurnar
og fólkið, vingjarnlegt, gest-
risið og glaðlynt. Hún hafði
lært að segja nokkur orð á
grísku — til þess að geta
þakkað fyrir sig — og þessi
orð voru eins og lykill að
hjörtum fólksins. Hún hafði
klifið Akropolis. Hún hafði
litið Partheon í tunglsljósi.
Hún hafði farið í marmara-
kapellu og beðist fyrir. Þrjá
daga lá skipið í Piræus, hafn-
arbæ Aþenu, og tíminn leið
fljótt, allt of fljótt. Og Jane
fannst, að öðrum hlyti að
hafa fundist slíkt hið sama.
— Korfu var líka skráð í bók
minninganna, en hana hafðí
hún aðeins séð af skipsfjöl.
Og svo spratt það upp úr
þessum hugléiðingum, að skip
inu væri nú siglt í vesturátt.
Þau vom á heimleið. Og inn-
an tíðar yrði allt þetta og
ferðin öll skráð í bók minn-
inganna. Og nú fannst Jane
dálítið dapurlegt um þetta að
hugsa, — henni var orðið
hlýtt til margra farþeganna
og skipverja. Og Sky — hún
reyndi að bægja burt tilhugs-
uninni um það, er hún yrði að
kveðja hann — reyndi að við- j
urkenna fyrir sjálfri sér, að
hún hefði orðið ástfangin í j
honum, manni, sem kannske
var ekkert nema daðrari og J
fjárhættuspilari.
Þegar hún kom inn til lækn
isins síðdegis, sá hún, að hann
var eitthvað að byrja að búa
sig undir ferðalok, því að
hann var að pakka niður á-
K V I 3 T
Leyfið mér að taka mynd af yður. Gleðjið fjölskylduna
með fallegri fegrandi mynd í litum til að hengja upp
á stofuvegginn.
^K>Z>K>£>i>«>K>£>K>S>K>£>K>S>K>£>K>*>K>£>K>2>K>£>K>£>K>«>K>S>K>«:
höld, sem hann hafði aldrei
þurft á að halda. Þegar Jane
horfði á hann spurnaraugum
brosti hann:
— Hraustasti hópur, sem
ég hef fyrir hitt á ferðalagi.
Mér mundi finnast, ef þetta
hefði ekki komið fyrir með
frú Carter-Peterson, að við
hefðum blátt áfram ekkert
haft að gera.
— En var við öðru að bú-
azt? Þetta er allt efnað fólk,
sem vafalaust hefur undir-
gengizt stranga skoðun lækna
sinna, áður en það lagði upp
í þessa 40 daga ferð — þótt
skemmtiferð væri við beztu
skilyrði.
— Föðurbróðir minn sagði,
að maður yrði alltaf að vera
við öllu búinn, einnig á svona
ferðalagi, — og hann hefur
reynsluna. Og ég ætla ekki
að hrósa happi of snemma, —
við eigum eftir að koma í f jór
ar hafnir, Napoli, Cannes,
Barcelona og Lissabon. Hvað
sem er gæti gerzt, en við skul-
um vona það bezta.
— Já, vitanlega, sagði Jane
og krosslagði finguma eins
Barnasagan Kalli kafteinn -^C FELJÓTAND! EYJAIM
27
„Bíflugu?“
endurtók stýri-
maðurinn. „Ha,
til hvers?“ —
„Hugsaðu þig
nú vel um, hvað
hefur þú lsert i
skólanum um
bíflugurnar og
litlu blómin ?“
Stebbi stýrimaður rembdist
við að hugsa og hugsa, en ár-
angurslaust. „Bíflugur stinga",
sagði hann, um leið og hinir
snéru til baka. Ein bífluga",
endurtók Stebbi, „ég vildi held-
ur láta hengja mig, en að veiða
bíflugur handa Kalla ... ég
segi bara í kvöld, að hér hafi
ekki verið neinar bíflugur." í
sama bili suðaði stór og mynd-
arleg bífluga við eyrað á stýri-
manninum. „Burt með þig“,
hvæsti stýrimaðurinn og sló frá
sérNmeð hendinni, ,,þú átt ekk-
ert erindi hingað. Bíflugan sett
ist á blóm og fór að sjúga hun-
ang úr því og stýrimanninum
gafst timi til að hugsa sig um.
Eiginlega var það að ganga á
bak skyldu sinnar að neita að
handsama bífluguna, eða að
gera ekki að minnsta kosti til-
raun til þess. Hann sótti í sig
veðrið og réðist gegn biflug-
unni, sem var skjótari í snún-
ingum og smaug niður í skjól.
og Clayton læknir hafði gert.
— Þetta var nú samt góð
reynsla, o gég sé ekki eftir að
hafa farið þessa ferð. Og nú
er mér sama þótt ég segi þér,
að ég sleppi starfinu aftur
glaður í hendur Williams
frærida. Það er smábær ofar-
lega í New York ríki, þar sem
ég hefi hugsað mér að opna
lækningastofu. Það er fæðing
arbær minn, og meðal ann-
arra orða — raunar líka fæð-
ingarbær Ednu Bjake.
Hann þagnaði skyndilega
og var dálítið vandræðalegur
eftir játninguna, svo að Jane
flýtti sér að breyta um um-
ræðuefni:
— Lenti föðurbróðir þinn
aldrei í neinum erfiðleikum,
er hann var skipslæknir ?
Jerry Clayton glotti og
sagði, að sér hefði nú alltaf
fundizt að föðurbróðirinn
hefði viljað gera heldur of
mikið en lítið úr hve þetta
væri erfitt, en annars væri
gamli maðurinn ekki að
LOGFRÆÐINGAR
GÚSTAF ÓIAFSSDN
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 17. — Síml 13354
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Austurstr. 10A. Sími 11043