Vísir


Vísir - 22.02.1962, Qupperneq 2

Vísir - 22.02.1962, Qupperneq 2
2 J^knmtudagur^Jj. febrúar 1962 V í S .I.R - "1 ni ji 1 r/ v////,^v//////////'MvW////'V^kZ"///á- sgangan Fréttamönnum var í gæ£ greint frá fyrirhugaðri Lands- göngu á skíðum, er fram fer á tímabilinu 3. marz til 23. apríl n. k. Keppnin er ætluð öllum, er telja sig geta gengið 4 kílómetra á skíðum (í einum áfanga) án nokkurs tillits til tíma. Ætti það að veitast flest- um auðvelt. Til að örfa. — Markmið okkar er fyrst og fremst að örfa menn til skíðaiðkunar, en ekki keppni, sagði formaður Skíðasambands ins í gaer, — verði veður okkur í hag, nógur snjór og lygnt, ætti þetta að geta orðið hið skemmtilegasta fyrirtæki, bætti formaðurinn, Einar B. Pálsson við. Stefán Kristjánsson, sem er í framkvæmdanefnd Lands- göngunnar ásamt þbim Sigur- ' geiri Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Í.B.R. og Þor- steini Einarss., íþróttafulltrúa, sagði að nefndin hefði kosið að láta páskana vera nokkurs konar endasprett fyrir göng- una, enda væri páskahátíðin mjög notuð til skíðaiðkana og vænta mætti margra þátttak- enda um það .leyti. Stefán sagði, að framkvæmd göng- unnar væri í hverju byggðar- lagi falin stjórn héraðssam- Sin RY Frh. af 16. s. sem er að læra að dansa og leika. Hún bíður eftir atvinnu- leyfi. Hér verður Sirry í sex vikur og mun syngja á Röðli einhvern tíma. Til að fyrirbyggja misskilning mega allir vita að Sirry talar lýtalausa íslenzku þrátt fyrir fjarveruna. Best að auglýsa i Vísi bands eða skíðaráðs viðkom- andi íþróttahéraðs/einnig væri skólum heimilt að skipa trún- aðarmann til að standa fyrir göngu nemenda skólans. — Við væntum þess fast- lega, sagði Stefán, — að skól- arnir keppi innbyrðis, sérstak- lega skólar á líku stigi, t. d. Menntaskólarnir saman. Sama er um hópa starfsmanna að segja, að keppni þeirra er bæði æskileg og getur orðið skemmti leg. Keppt um verðlaun. Verðlaun eru veitt þeim kaupstaðnum og þeirri sýsl- unni, sem hæstri hundraðstölu nær í keppninni. Sýndi fram- kvæmdanefndin blaðamönnum verðlaunin, sem eru lítil skíði, mjög haglega gerð, með silfur- skjöldum áfestum. Annað skíð- ið mun hæsti kaupstaðurinn hreppa, en hitt hæsta sýslan.Eru þetta hin smekklegustu verð- daun. Einnig verður skólum með yfir 70% þátttöku veitt sérstök verðlaun. Vinsældir keppninnar 1957 Svipuð keppni var haldin árið 1957 eins og menn muna. Vinsældir keppninnar voru miklar, ekki hvað sízt úti á landi. Kvað Þorsteinn Einars- son mörg .þakkarbréf hafa borizt eftir síðustu Landsgöngu. Ein fjölskylda sagði t. d. að yfirleitt færu heimamenn ekki neitt frá heimilinu saman, nema ef vera kynni til kirkju og í berjamó, þar til Lands- gangan kom til. Þá var það að öll fjölskyldan, að kornbörnum undanskyldum, brá sér á skíði og lét skrá sig til keppni í þessu allsherjar íþróttamóti lands- manna. 23235 gengu sem svarar tvisvar umhverfis hnöttinn. Síðasta ganga taldi alls 23235 göngumenn, þar af um 12000 skólamenn eða rúman helming. Sé þessi tala marg- földuð með 4 kílómetrum sem hver þátttakenda gekk, kemur út 92940 kílómetrar, sem er eitthvað í þriðja hring um- hverfis hnöttinn um miðbaug. Má segja að sína aðferðina hafi hver þjóð við að fara þann sí- gilda hring, Glenn fór þrjá hringi í fyrradag í geimhylki sínu „Vináttu 7“ á fjórum og hálfum tíma, en við tökum hins vegar höndum saman og förum hringina á skíðum. 11000 merki seldust. Hver sá er lokið hefur göng- unni er skráður, og fær auk þess miða, sem gildir sem ávís- un á einkar laglegt merki, er útbúið hefur verið í þessu til- felli. Er verði merkisins stillt mjög í hóf, kostar 10 krónur. Síðast seldust 11000 merki og hafðist aldrei undan að framleiða þau. Öll gögn og upplýsingar í sambandi við gönguna er hægt að fá á Fræðslumálaskrifstof- unni (sími 18340). Nánar verður sagt frá tilhög- un göngunnar er hún hefst. J.b.p. Jón Þ. 1,78 m. I hástökki án atrennu Jón Þ. Ólafsson, Í.R. stökk í gær 1,78 m. í hástökki án atrennu. Er það 3 sm. betra en heimsmet Vilhjálms Einars- sonar, sem hann setti fyrr í vetur. Frétzt hefur að fyrrverandi heimsmethafi, Johan Chr. Ev-. ant, Noregi muni sækja innan- húss íþróttamót Í.R. 10. og 11. marz n. k., og mun meiningin hafa verið að hápunktur móts- ins yrði hástökkseinvígi hans og Vilhjálms. Nú bætist þriðji maðurinn í hópinn og virðist ekki áíður sigurstranglegur. Afrek Jóns verður þó hvorki viðurkennt né skráð sem heims- met. Innanhússárangrar eru aldrei viðurkenndir sem met, og afrekið í gær var unnið á æfingu og fær því ekki heldur skráriingu, en gaman verður að fylgjast með keppni Jóns, Vilhjálms og Evants. f nemen Vísir fékk nýlega senda frá Rauða krossinum þá sér- kennilegu mynd sem birtist hér fyrir ofan. Hún mætti heita „Kennarar og nemend- ur á námskciði Rauða kross- ins.“ Þegar teknar eru hóp- myndir af ýmsum fundum og samkvæmum verða þær sjaldnast annað en dauf upp- stilling á fólki, — en hér í þessari hópmynd hefur létt gamansemi fengið að ráða, því að ekki vantar á myndina þann kennarann, sem hefur gefið þátttakendunum mesta þekkingu um líkamsbygg- ingu mannsins. Hér var um að ræða nám- skeið í hjálp í viðlögum. Var aðalkennari Páll Sigurðsson læknir, en Jón Oddgeir Jóns- son aðstoðarkennari. Sóttu það 18 manns víðsvegar að af landinu. Þátttakendur og kennarar, sem sjást á myndinni eru: Aftasta röð, talið frá vinstri: Garðar Pálsson, Rvk, Páll Zophoníasson Rvlt., Haf- steinn Þorvaldsson, Selfossi, Jón I. Guðmundsson, Sel- fossi, og Guðmundur G. Pét- ursson, Rvk. Miðröð: Garð- ar Viborg, Rvk., Hafsteinn Bergmann, Patrcksfirði, Lár- us Þorsteinsson, Rvk., Ás- vogi, Ólafur Steingrímsson, Rvk., Jón Jónsson, Rvk., Helgi S. Jónsson, Keflavík, mundur Guðmundsson, Kópa Börkur Thoroddsen, Rvk, Vil hjálmur Pálsson, Húsavík, og Sig. Gunnar Sigurðsson, Rvk Sitjandi: Skcinborg Jónsdótt ir, Rvk., Jón Oddgeir Jóns son, aðstoðarkennari á nám skeiðinu, Sigríður Valgeirs dóttir, Silfurtúni, Páll Sig urðsson, læknir, aðalkennari námskeiðsins og Jóna Han- sen, Rvk.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.