Vísir - 22.02.1962, Síða 9

Vísir - 22.02.1962, Síða 9
Fimmtudagur 22. febrúar 1962 V f S I R 9 i i I í Hringarnir eiga ekkí ah vera einu viðskiptavinir íslendinga Öflun neytendamark- aða er hin eina örugga leið í markaðsmálum hraðfrystihúsanna, sagði Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna, Jregar fréttamaður Vísis kom að máli við hann skömmu eftir aZ aukafundi SH lauk fyrir helgi. Og til þess að geta aflað neytendamarkaða, sagði hann að styrkja yrði samtök framleiðendanna og skipu- leggja útflutninginn þannig að neytendamarkaðurinn yrði fyrst af öllu tryggður. Alstaðar eru útflutningssamtök. — Þetta er í rauninni auð- skilið mál, sagði Jón. — Framleiðendur hraðfrysts fisks í öðrum löndum láta einskis ófreistað til að ná neytendamörkuðum, því að fyrr eru þeir ekki öruggii um stöðugt verð og öruggan markað. Þeir mynda því ahs staðar samtök og víða er ekki nema um einn útflyti- anda að ræða. — Er þó ekki sums staða: meira frjálsræði í þessu hvað segið þér t. d. um það í Englandi? spurði fréttamað ur Vísis. — Já, hvernig skipuleggja Bretar sinn útflutning á frystum fiski. Eg skal segja yður það. Þeir hafa haft sam- steypu margra félaga í nokkur ár til að annast út- flutning á freðfiski, en samt voru nokkrir framleiðendur fyrir utan þessa samsteypu og buðu fiskinn beint til sölu. En á sl. ári sáu Bretar að með þessu var stefnt í óefni og nú hefir það gerzt, að all- ir brezkir útflytjendur á hraðfrystum fiski hafa sam- einazt í fiskmarkaðssam- steypunni BritishAFish. — Selja þeir til sömu markaða og við? — Já, þeir selja til Rúss- lands og Tékkóslóvakíu og þeir selja til Bandaríkjanna. Hætta á upplausn og truflunum. Og Jón Gunnarsson held- ur enn áfram: — Á sama tíma og brezkir útflytjendur eru þannig að sameinast gerist það í mark- aðsmálum íslendinga, að sjávarútvegsmálaráðherra leyfir nýjum aðila sölu á freðfiski til Bretlands og lík- lega til annarra landa. Gætu íslendingar lært af reynzlu Breta í þessu efni. freðfisk í Bandaríkjunum, það er Frionor, sem er sam- tök útvegsmanna með líkum hætti og SH. Hið öfluga Fin- dus-félag fær ekki einu verður að taka tillit til þess, að stóru norsku útflutnings- fyrirtækin njóta öflugs stuðnings norska ríkisins í samkeppninni um neytenda- markaðinn, sem okkar sam- tök njóta ekki og má t. d. benda á stórlán sem norsk yfirvöld veittu til að koma upp risastórri fiskverk- smiðju í Grimsby. sem er undirstaða þess að vinna neytendamarkað í Bretlandi. Aðferðir hringanna. — Hvaða kostur er fyrir höndum, ef framleiðendur vinna ekki neytendamark- aði? — Það er að selja til er- lendra fiskinnflytjenda, oft- ast nær til stórra fisksölu- "'l Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri S.H. — Þér teljið þá, að það væri ekki til ávinnings að leysa upp útflutningssam- tökin og koma á algeru frjáls ræði í útflutningsverzlun með freðfisk? — Auðvitað ekki, slíkt myndi horfa til hreinnar upplausnar, stórskaða þjóð- ina og lífsafkoma hennar versna. — Og álit yðar á freðfisks- útflutningi Atlantor h.f.? — Stefnir í öfuga átt og hefir þegar valdið truflun- um í sölu á íslenzkum fiski í Bretlandi. Sölusamtök Norðmanna. — En segið mér þá annað Jón, -— ein helzta sam- keppnisþjóð okkar á fisk- mörkuðum er eins og allir vita, Norðmenn, — hvernig er freðfiskverzlun þe irra háttað, er hún ekki nokkru frjálsari? — Því skal eg svara í stuttu máli. Norðménn leyfa aðeins einum aðila að selja sinni að selja fisk til Banda- ríkjanna. Fyrir bragðið er mjög fullkomið skipulag á fisksölum Norðmanna þang- að. Eg hefi lengi haldið því fram, að við eigum að hafa hringa. Stærsti kaupandinn sem íslendingar skipta við, eru Sovétríkin, því að þar er aðeins einn kaupandi. Og hvernig hafa viðskiptin við þau verið? Þau voru stór Samtal við Jön Gumarsson frkvstj. S.H. iri viðhorfin í freðfiskútflutningi sama háttinn á, SH og SÍS eiga að sameinast á Ameríku markaðnum. Það á aðeins að vera einn aðili, hitt er skipu lagsleysi, riðlun, sem verður mjög kostnaðarsöm. En svo við höldum áfram með Norðmenn, þá er nokk- uð annar háttur á hjá þeim í freðfisksölu tii Bretlands. Þar selja bæði risafyrirtæk- in Findus og Frionor og og þar að auki geta einstök frystihús í Noregi flutt sinn fisk út til Bretlands. En hér kaupandi á freðfiski á fyrstu árum eftir stríð, en svo hættu þau skyndilega kaup- unum 1948 og byrjuðu ekki aftur fyrr en 1953. Síðan liðu 7 ár svo að ekki var hægt að hreyfa við söluverð- inu til þeirra þótt freðfisk- verðið á frjálsum markaði hækkaði á sama tíma um 30—40%. Þegar svo er treyst á viðskipti við allsráðandi aðila, hvort sem er rík- isverzlun eða stórir fisk- hringar á Vesturlönd- um, þá komumst við fljótt að raun um það, að hringarnir kaupa aðeins þegar hag- kvæmt er fyrir þá og þaðan sem það er hagkvæmast í hvert skipti, svo aldrei er að vita, hvort maður hefir áframhaldandi markað við þá, nema maður sé reiðubú- inn að samþykkja þeirra verðhugmyndir sem oft eru ekki í neinu samræmi við markaðsverðið á hverjum tíma. Afsetning á vörunni verður ekki trygg og verðið ákveðið af einum eða fáum innflutningsaðilum, sem nær ætíð hafa samráð sín á milli. Sé varan aftur á móti seld inn á neytendamarkað undir eigin merkjum er afsetning á vissu magni tryggð og verðið sem fæst er í sam- ræmi við markaðsverð í landinu eins og það er á hverjum tíma. Við meiru má framleiðandinn heldur ekki búast. Hvað þarf til að vinna neytendamarkað? — En er ekki erfitt og kostnaðarsamt að komast inn á neytendamarkaðinn? — Að vísu er það erfitt. Framleiðandinn þarf að hafa mikið úrval að bjóða til að stunda neytendamarkaðinn. Við þurfum að skipuleggja sölukerfi um landið. búa fiskinn út í glæsilegar um- búðir undir vörumerki fram- leiðenda, auglýsa hann eins mikið og fjármagn leyfir, en umfram allt — hafa hann ætið á boðstólum. f því fel- ast aðalerfiðleikarnir, vönt- un á lánsfé þar sem það tek- ur lengri tíma að fá fiskinn greiddan þegar honum er fylgt eftir alla leið til neyt- andans. — Og eru fiskverksmiðj- urnar svo ekki einnig liður í þessu sölukerfi? — Jú, í Bandaríkjunum og Bretlandi vex mjög ört sala á matreiddum fiski og urðu íslendingar því að fara út í framleiðslu á matreidd- um fiski, ef þess ætti að vera nokkur kostur að stunda neytendamarkaðinn í sam- keppni við aðra. — Teljið þér að SH hafi unnið sér öruggan neytenda- markað erlendis? — Já, neytendamarkaður okkar í Bandaríkjunum er alveg öruggur og verðsveifl- urnar eru orðnar mjög litlar. Fylgir það stundun neytenda- markaðs að verðsveiflurnar verða mikið minni heldur en Frh. á 10 síðu ".V.V, lAV.%%Vi,«V«V.ViV.V.,,iV.V.V.,.V.,.V.V.V.V.V.V.*.V.V.V.V.V.V.V.,.V.i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.