Vísir - 08.03.1962, Page 2

Vísir - 08.03.1962, Page 2
7. V I S I R \ Fimmtudagur 8. marz ,1962 Erlendu gestirnir eftir keppnina í gærkvöldi. Á myndinni sjást frá vinstri: Roland Lundin, Kristina Larsson og Christer Bjarne og eru þau að kanna „prógrammið“ fyrir kvöldið í kvöld. Sutndftióf ÍR: Sundmót ÍR heldur áfram í kvöld og enn má búast við hörkukeppni, ekki sízt í 200 m. skriðsundinu milli Guðmundar og Bjarne, sem nú mun veita meiri keppni, ef að líkum læt- ur. Sama er um 200 m. bringu- sundið að segja. Þar getur orð- ið harka milli þeirra þriggja, Harðar, Árna Þórs og ,Lundin, einkum þó íslcndinganna og erfitt að spá nokkru þar um. Hrafnhildur og Kisse Larsson etja saman kappi tvisvar í kvöld, fyrst í 50 metra skrið- sundi og síðan í hinu geysi- erfiða 100 metra flugsundi kvenna. metra flugsund karla, 100 m. bringusund drengja, 50 m. skriðsund sveina, 50 m. bringu- sund telpna, 200 metra ein- staklings fjórsund karla og 200 m. bringusund kvenna. Erlendu gestirnir taka þátt í alls 4 af 10 greinum sem keppt verður í. Aðrar greinar í kvöld eru 50 metra skriðsund drengja, 50 metra skriðsund telpna, 50 ÍR-mótið heldur áfram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Horskt met Bjarne í flisfsradi ©I tvö íslandsmet í briiigusundi Fyrra kvöld sundmóts ÍR reyndist hið skemmtilegasta, gagnstætt því sem vcrið hefur um sundmót í vetur. Nóg af spennandi keppnum, fallegum sundum og metum. Hörður B. Finnsson vakti mjög mikla athygli í bringu- sundinu, synti mjög fallega, „stakk af“ í 100 metrunum gegn Lundin og setti nýtt glæsilegt met á einum bezta tíma sem náðst hefur á Norðurlöndum. Og í 50 metrunum byrjaði hann með því að jafna metið um leið og hann vann Lundin öðru sinni það kvöld, en nokkr- um mínútum síðar var metið fokið. Tími var tekin af Herði í 4X50 metra bringusundi og reyndist hann 32.9, — nýtt met. Guðmundur átti í höggi við Norðmanninn Bjarne. Fyrst áttust þeir við í 100 m. skrið- sundi, sem Guðmundur vann á mjög þokkalegum tíma, en Bjarne tókst ekki að, hanga í Guðmundi og var með sekúndu verri tíma, báðir 8/10 frá landsmetum sínum, Guðmund- ur á 57,8, Bjarne 58.8. Flug- sundið aftur á móti reyndist Norðmanninum auðunnið. Þó var Guðmundur vel með fyrri hluta leiðarinnar, en þá var eins og afl hans væri þrotið og með kraftmiklum sundtökum jók No^ðmaðurinn bilið og vann örugglega eftir geysigott sund á nýju norsku meti 1.04.3, en Guðmundur var ekki langt frá sinu meti á 1.06.6. Kisse Larsson og Hrafnhild- ur vöktu athyglina í 100 m. skriðsundi kvenna. Hrafnhildur vann sundið og var a.m.k. lengd sína á undan sænsku stúlkunni. Tími Hrafnhildar er hennar bezti og mjög góður. Eflaust á met Ágústu frá því í fyrra eftir að víkja áður en langt um líður, er Hrafphildur fer að einbeita sér að skriðsundinu. Hrafnhildur vann einnig 50 m. bringusundið með yfirburðum, en Svanhildur Sigurðardóttir, sem er mjög efnileg skagfirzk stúlka, var ekki langt á eftir. Örslit ein- stakra greina 100 m. bingsund karla. Hörður B. Finnsson, ÍR, 1.11.9. Roland Lundin, SK RAN 1.13.5. Árni Þ. Kristjánsson, SH, 1.15.0. 100 m. skriðsund karla. Guðmundur Gíslason, ÍR, 57.8. Christer Bjprne, VIKA, 58.8. Guðm. Sigurðsson, ÍBK, 63.0. 100 m. skriðs. kvenna. Hrafn. Guðmundsd., ÍR. 1.06.2. Kr. Larsson, SK. RAN, 1.09.2 Margr. Óskarsd., Vestra, 1.10.6 50 m. bingusund karla. H. B. Finnbogas., ÍR, 33.1. Roland Lundin, SK RAN, 33.7. Árni. Þ. Kristjánss., SH, 34,3. 50 m. bringusund kvenna. Hrafnh. Gðmundsd., ÍR, 38.8.' Svanh. Sigurðard, UMSS, 41.7. Stefanía Guðjónsd., ÍBK, 43.2. 100 m. flugsund karla. Christer Bjarne, VKA ,1.04.3. Guðm. Gíslason, ÍR, 1.06.6. 4X50 m. bringusund kvenna. Sveit ÍBK, 3.0L6. Sveit Ármanns, 3.07.2. Sveit SH, 3.09.1. 4X50 m. bringsund karla. Sveit ÍR, 2.23.7. Sveit Ármanns, 2.27.4. Sveit Ægis, 2.38.6. 100 m. bringusund telpna. Sigrún Jóhannsd., ÍA, 1.31.4. 100 m. skriðsund drengja. Guðm. Þ. Harðars., Ægi, 1.02.? 50 m. bringusund sveina. Kr. Guðmundss., ÍA, 41.5. —jbp— Ilörður Finsson, sem er á góðri leið með að bæta Norðurlanda- metið í 100 m. bringusundi. Hann og Lundin keppa í 200 mtr. í kvöld.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.