Vísir - 08.03.1962, Qupperneq 10
10
Fimmtudagur 8. marz 1962
V I S I K
F ramtíðarf lugvöílur
f’ramh af 9 síðu.
öðrum stað er fullnægi
ströngustu kröfum.
Þess vegna er álitið, að
endurbygging Reykjavíkur-
flugvallar sé ekki ákjósan-
legasta úi’ræðaleiðin, sér-
staklega ef annað flugvallar-
stæði er tiltækilegt.
Fhigvöllur
á Bessastaðanesi.
Álftanes eða Bessastaða-
nes er einn af þeim stöðum,
sem frá öndverðu hefir verið
bent á sem hugsanlegt flug-
vallarstæði.
Helztu kostir þess eru:
góð lega við þéttbýlisssvæð-
inu Reykjavík—Hafnarfjörð-
ur, hallalítið landssvæði,
góð aðflugs- og flugtaksskil-
yrði, flugtak út yfir sjó af
þremur brautarendum, virð-
ist uppfylla öll skilyrði um
óhindrað loftrými.
Helztu annmargar: Búast
má við, að undirstaða sé
miður góð á köflum svo ef
til vill þurfi jarðvegsskipti
undir einhverjum hluta
brautarinnar. Sennilega þarf
að gera ráðstafanir vegna
hugsanlegs landsbrots af sjó-
gangi. Landið er að mestu
í einkaeign og nokkur
byggð sem þyrfti að fjar-
lægja.
Flugvöllur
í Garðahrauni.
Helztu kostir þessa flug-
vallarstæðis eru: Allgóð lega
1 við þéttbýli Reykjavíkur—
Hafnarfjarðar. Góð undir-
staða á meginhluta vallarins,
þó eigi vitað um það svæði
er liggur undir sjó. Góð að-
flugsskilyrði úr þremur átt-
um.
Helztu annmarkar; Stað-
setning full nærri byggð, nú-
verandi og komandi. Lands-
lag mishæðótt á stæði aðal-
brautar. Ekki útilokuð hætta
á landbroti við vesturenda
þverbrautar. Flugvallar-
stæðið uppfyllir ekki öll
skilyrði um óhindrað loft-
rými. Mikill hluti landsins í
einkaeign og leggja þyi’fti
niður nokkra byggð.
Flugvrllur
í Kapelluhrauni.
Helztu kostir þessa flug-
vallarstæðis: Mjög góð und-
irstaða brauta. Vallarsvæðið
algerlega óbyggt og óhæft til
ræktunar.
Helztu annmarkar: Að-
flugsskillyrði aðeins góð úr
tveim áttum. Veðurskilyrði
e. t. v. ekkí ákjósanleg m. a.
vegna náiæ?ðar Lönguhlíðar-
fjalla. Flugvallartæðið upp-
fyllir engan eginn skilyrði
um óhindrað loftrými. Land-
inu hallar mikið.
KeflavíkuríIugvöíJur.
Sú staðreynd, að til er
stór fúllkominn flugvöllur í
þó ekki meiri fjarlægð en
tæpa 50 km. frá höfuðstaðn-
um,vekur þá spurninguhvort
eða að hve miklu leyti væri
unnt að tengja hann fram-
tíðarlausn á flugvallarmál-
um Reykjavíkur.
Tveir möguleikar kæmu
þar til greina og fylgja hér
á eftir álit flugvallarnefndar
á þeim.
1. Að flytja alla flugstarf
semi frá Reykjavík til Kefla
víkurflugvallar og gera hann
að miðstöð íslenzkrar flug-
starfsemi.
Þetta telur nefndin að sé
fjarri öllum raunhæfum
möguleikum. Allt innanlands
flug yrði stórlamað með því,
flutningskostnaður til og frá
höfuðstaðnum stóraukinn,
póstsamgöngur innanlandsog
utan tafðar og loks sköpuð
stórkostleg óþægindi og
aukinn kostnaður bæði fyrir
flugfarþeea og starfslið. Enn
má benda á örðugleika í
vondri færð. Þessi leið er því
ófullnægjandi og felur enga
framtíðaT-lausn í sér.
2. Að nota Keflavíkur-
flugvöll fyrir utanlandsflug
en Reykjavíkurflugvöll á-
fram fyrir innanlandsflug.
í sambapdi við þetta bend-
ir flugvallarnefnd á að flug-
tök í innanlands- og iftan-
landsflugi hafa skipazt þann-
ig að meðalt. síðustu 5 ár, að
lendingar og flugtök í innan
landsflugi hafa verið 5112,
efi í utanlandsflugi 2019.
Gefur auga leið, að mikið
óhagræði leiddi af því að
skipta ísJenzkri flugstarf-
semi svo í tvo staði. Verður
að álíta, að þetta væri engin
framtíðarlausn.
Áskriftasími Vísis
er 1-16-60
Jóhannes Zoega.
Óánægja í Póllas^5
Enn er landbúnaðarfrajn-
leiðsla Póllands svo lítil, að
1 Pólverjar verða að leiía vestur
um haf.
Hefur enn verið gerður samn-
ingur um sölu á bandarískum
afurðum og er það hinn fimmti.
Pólverjar fá á næsta ári banda-
rískt korn og fleira fyrir 45
milljónir dollara, sem þeir
endurgreiða með zlotys. Síðan
1957 hafa Bandaríkjamenn
látið Pólverjum í té landbúnað-
arafurðir af umfram birgðum,
sem nemur 375 milljónum
dollara, og hafa Pólverjar ekki
síður verið hjálparþurfi hin
síðustu árin en áður, og segja
þó frá framförum á ýmsum
sviðum eins og siður er í
ríkjum kommúnista.
Nýr hitaveitustjóri
Jóhannes Zoega tekur við,
en Helgi Sigurðsson ver$ur
verkfræðilegur ráðgjafi
Uin næstu mánaðamót
tekur nýr hitaveitustjóri við
starfi í Reykjavík, Jóhannes
Zoega verkfræðingur, sem
verið hefir forstjóri Lands-
smiðjunnar í mörg ár, en
nýtt embætti verður stofnað,
verkfræðilegur ráðgjafi
hitaveitunnar, og fyrsti mað-
urinn í því starfi verður
Helgi Sigurðsson verkfræð-
ingur, fráfarandi hitaveitu-
stjóri. i
Ákvörðun um þetta var
tekin á fundi borgarr. í gær,
og lagt til við borgarstjórn
að gerðar yrðu skipulags-
bi’eytingar í sambandi við
framkvæmdir í hitaveitu-
málum, sem framundan eru,
og að skipta embætti hita-
veitustjóra svo sem áður
segir. Fundurinn samþykkti
að mæla með Helga Sigurðs-
syni í hið nýja embætti, en
borgarstjórinn flutti tillögu,
er samþykkt var, um að
mæla með Jóhannesi Zoega
í starf hitaveitustjói’a. Enn-
fremur samþykkt að leggja
til við borgarstjórn, að Helgi
Sigurðsson verði kosinn í
hitaveitunefnd í stað Jó-
hannesar Zoega, er verður
sjálfkjörinn í hana sem hita-
veitustjóri.
Powers fær
fulla uppreisn
Njósnaflugmaðurinn Francis
Gary Powers hefir nú fengið
fulla uppreisn æru, fyrst hjá
sjálfum forseta landsins og
Leyniþjónustu Bandaríkjanna
að undangengnum miklum yfir-
heyrzlum og athugunum — nú
hjá þjóðþinginu, en hann mætti
á fundi þingnefndar í gær og
skýrði skilmerkilega frá öllu
sem gerðist.
Powers sagði svo frá, að þeg-
ar hann nálgaðist Sverdlovsk
á njósnafluginu, hafi hann
heyrt eins og hvir. eða dyrik og
rauðleitum bjarma hafi brugð-
ið fyrir. Er talið, að þetta hafi
stafað frá flugskeyti Rússa,
sem hafi sprungið nálægt flug-
vélinni án þess að hæfa hana.
hann sveif til jarðar í fallhlíf,
en bæði stél og vængir höfðu
brotnað af flugvélinni.
Powers sagði fyrir þingnefnd-
inni. að hann hefði gert skvldu
sína sem Bandaríkjamaður.
Hann kvaðst haf.? verið yfir-
heyrður til þrautar í Sovétríkj-
unum, en aldrei beitt við sig
þvingunum.
Að utan —
i
Framh. a) 8 síðu
Giovanini úrslitakosti til
ítölsku blaðamannanna. Stóð
í þeim, að ítalirnir yrðu
vægðarlaust skotnir ef þeir
yrðu ekki tafarlaust á brott
úr landinu.
OAS-rnenn héldu því fram,
að engir hefðu skrifáð eins
illa um hreyfingu þeirra og
.foringja Salan hershöfðingja
eins og ítölsku blaðamenn-
irnir. Bentu þeir á greinar
úr ítölskum blöðum og um-
sagnir ítalskra útvarps-
stöðva þar sem Salan var
kallaður morðingi.
Síðdegis á laugardag urðu
fleiri ítalskir blaðamenn
fyrir áreitni. Einum var
haldið sem gísli í 3 klst. og
seint um kvöldið hafði hópur
OAS-manna ruðzt inn á bar
hótelsins, þar sem ítalirnir
voru og héldu uppi hótunum
við þá.
Lögreglumönnum
skipað brott.
Rétt í því komu tveir
franskir lögreglumenn inn i
barinn og sáu þeir atferli ill-
ræðismannanna. En foringi
OAS-mannanna gekk að lög-
regluþjónunum og skipaði
þeim að hverfa á braut.
Þessu hlýddu lögreglumenn-
irnir.
Á sunnudaginn flugu svo
eJlefu hinna ítölsku blaða-
Dauf
vertíð
BARÐI BARÐASON, tal-
stöðvarmaður við Granda-
radíó hér í Reykjavík, sagði
blaðinu í morgun, að það
væri ósköp dauft yfir ver-
tíðinni, hvergi nein kraft-
veiði, og sjómenn væru nú
komnir á þá skoðun að
fiskur hefði ekki fylgt loðn-
unni í göngu hennar á miðin.
Það er sama hvert leitað er
frétta, sagði Barði, það er
alls staðar dauft yfir.
, Komnir eru hingað inn
tveir bátar með 15 og 17
tonna afla: Rifsnes og Pétur
Sigurðsson. Þeir höfðu verið
með netin út af Skaga, en
gátu ekki dregið netin og er
það þriggja nátta fiskur sem
þeir eru með. Þetta getur
ekki talizt góður afli.
Við Vestmannaeyjar hefir
einn og einn síldarbátur feng
ið dálítið af síld og komizt
upp í 500 tunnur á sólar-
hring. En yfir síldveiðinni er
líka dauft, eins og sjá má. í
Vestmannaeyjum eru togar-
ar, sem taka þessa síld jafn-
óðum og hún berst að.
manna á brott frá Algeirs-
borg. Einn þeirra ákvað þó
að verða eftir og ætlaði að
láta hótanir OAS-manna eins
og vind um eyru þjóta. Hann
heitir Nieola Carciolo ættað-
ur frá Napoli, en blaðamað-
ur við II Giorno í Milano.
Hann lýsti því yfir að
hann neitaði að hverfa af
hólmi og gaf þessa skýringu:
— Eg er af gömlum ítölskum
aðalsættum. Ættmenn mínir
flýja aldrei hætturnar.
Hundeltur.
Þrátt fyrir það féllst hann
á að fylgja vissum varúðar-
reglum, svo sem því að sofa
aldrei nema eina nótt í
hverju herbergi. OAS-menn
voru á stúfunum eftir honum
og var jafnvel talið að þeir
ætluðu að gefa öðrum viðvör-
un með því að taka hann af
lífii Þeir komu á hótelið að
næturlagi og leituðu að hon-
um í mörgum herbergjum,
en íundu þó ekki.
Það var þó loksins á þriðju-
daginn, sem blað þessa djarfa
blaðamanns sendi honum fyr-
irmæli um að snúa tafarlaúst
heim þar sem hann var tal-
inn í svo bráðri lífshættu. Er
hann nú kominn heim. Ekki
er hann þó tálinn úr allri
hættu enn bví að OAS hefur
sent honum boð um að er-
indrekar féJassins muni
* „refsa“ honum á næstunni,
hvar sem þeir finna hann.
i