Vísir - 30.03.1962, Page 9

Vísir - 30.03.1962, Page 9
Föstudagur 30. marz 1962. VISIR . - í , * eftir Þorstein Thorarensen samvmna a p^orðurlandaþjóðirnar hafa oft verið táknaðar sem fimm drifhvítir svanir, er fljúga sam- an í oddaflugi yfir himininn. Þessir fimm svanir hófu sig enn til flugs í fönn og frosti Heisingforsborgar, þegar Norð- urlandaráð kom þar saman til árlegs fundar í síðustu viku. Að þessu sinni var minnzt merkisafmælis Norðurlandaráðs þar sem 10 ár voru liðin frá því það var stofnað. Var af- mæhsins minnzt með veglegri hátíð. Þó hefur aldrei verið ríkj andi eins mikil óvissa og nú um framhald norrænnar samvinnu. Menr. óttast að svo kunni að fara á næstunni, að svanirnir skilji leið og fljúgi sitt í hvora áttina. Þessi ótti setti svip sinn á afmælishátíðina og raunar öll störf ráðsins að þessu sinni. Á- stæðan fyrir honum eru viðræð ur þær sem eru nú að hefjast um sambandið við Efnahags- bandalag Evrópu. Það virðist þegar ljóst, að tvö Norðurland- anna, Danmörk og Noregur muni ganga í Efnahagsbanda- lagið, vafasamara er um Sví- þjóð og ísland og ólíklegt er að Finnland geti gengið þá sömu leið. Svo mikið er víst að mjög óiíkra viðhorfa gætir í þessum löndum. Ef Norðurlönd sundr- ast þannig í jafn miklu grund- vallaratriði sem efnahagsmálun um mun mörgum finnast að tómt mál sé að tala um nor- rænt samstarf. Norðurlandaþjóðirnar eru ná- skyldar og er margt líkt með skyldum. Hvergi í heiminum annarsstaðar er hægt að finna fimm sjálfstæðar þjóðir sem eru jafn skyldar og líkar hver ann- arri og Norðurlandaþjóðirnar. Þróun stjórnmála og menningar mála hefur jafnan orðið mjög tík meðal þeirra svo að hug- myndin um norrænt samstarf virðist sjálfsögð. Kannski væri það skynsamlegast að þau mynduðu öll eitt ríki í stað þess að hafa yfir sér til margfalds kostnaðarauka marga konunga og margar ríkisstjórnir. í byrjun þessarar aldar fór að hefjast margháttað raun- hæft samstarf þessara líku þjóða á ýmsum sviðum, sér- staklega þó milli hinna þriggja skandinavfsku þjóða Dana, Norðmanna og Svía, sem hefur síðan þróazt og aukizt á marg- an hátt. ísland og Finnland hafa síðan fylgt með í þessu samstarfi, þó sérstaða þeirra sé allmikil. Þetta samstarf hófst með sam ræmingu og ýmiskonar löggjöf almenns eðlis, samræmingu hegningarlaga og borgarlegrar löggjafar. Á síðari árum hefur þetta starf mikið fiutzt inn á svið félagsmálalöggjafa/innar og loks inn á nokkuð mjög tak mörkuð svið framkvæmda og efnahagsmála. Eitt frægasta dæmið um slíkt samstarf var stofnun skandinaviska flugfé- lags SAS. En þó ber því ekki að neita að norrænt samstarf hefur mæti undarlega miklum hindr- unum jafn skyldar og þjóðirn- ar eru.Eftir ófriðinn mikla hef- ar t.d ríkt grundvallar mismun u: í jafn þýðingarmiklu máli, sem landvörnum. Okkur virðist sjálfsagt að Norðurlöndin eigi samstöðu með vestrænum þjóð- um í landvarnarmálunum, — vegna þess að ein sér eru þau einskis megnug gegn öðru eins stórveldi og Rússum. En Svíar hafa verið ófáan- legir til að láta af hlutleysis- stefnu sinni. Áður en Atlants- hafsbandalagið var stofnað var gerð tilraun til að stofna land- varnabandalag Norðurlanda, en það fór út um þúfur vegna þess að Sviar settu það skil- yrði að engrar aðstoðar yrði leitað til vesrænna þjóða, en Norðmenn og Danir sáu að slíkt bandalag yrði máttlaust. ^ síðustu árum hafa svo verið gerðar tilraunir tii að sam ema löndin efnahagslega, en þar hefur einnig verið við ramm an reip að draga. Samstarfið í SAS hefur ekki gengið vel og f félaginu verið stöðugur rígur milli þjóðanna. Hugmyndin um tollabandalag Norðurlanda rann út f sandinn á s.l. ári, og sam- starfið í EFTA eða fríverzlun- arsvæðinu byggðist mest á því að Bretland yrði með í samtök- unum og er nú einnig að leys- dSl Upp. Þessi vandkvæði á efnahags- legu samstarfi stafa af því, að hörð samkeppni er milli þessara lando á ýmsum sviðum og á- rekstrar milli atvinnugreinanna. Efnahagslíf landanna hefur ver ið byggt þannig upp sjálfstætt, að erfitt er að koma í veg fyrir slíka hagsmunaárekstra. \ það má rifja það upp nú á 10 ára afmæli Norðurlanda- ráðs, að hinn kunni norski stjórnmálamaður C. J. Hambro olli hneyksli á fyrsta fundinum 1952 þegar hann sagði að það fyrsta sem Norðurlandaráð skyldi gera væri að kaupa nægi lega mikið af bréfakörfum til að flokka niður í þær öll þau óþörfu skjöl og mál sem fram myndu kom á því. Þeir sem síðan hafa fylgzt nieð störfum Norðurlandaráðs hafa orðið að viðurkenna, að Hombro gamli hafi mikið til sins máls, það hefði þurft að kaupa fleiri bréfakörfur, því að skjalafjöldinn, langar skýrslur og langlokuumræður hafa geng- íð langt úr hófi, mikill hluti þessa þarflaust og árangurinn ekki í samræmi við pappírs- magnið. Þar með er ég ekki að segja aö starf Norðurlandaráðs hafi verifi til einskis. Það hefur vissulega verkað á sinn hátt örvandi á norræna samvinnu, aukið kynni milli þjóðanna. Það liefði vissulega átt að bera á- vöxt þegar hinir beztu menn Norðurlandabjóðanna, 70 þing- menn margir þeirra sérstakir á- nugamenn um norræn ættar- tengsJ komu saman árlega til að ræða allar leiðir til að bera fjvað viðvíkur sjálfu Norður- landaráði er hlutverk þess enn jafn óljóst og við stofnun þess og þingið hefui hvergi öðlast sjálfstæði gagnvart hin- um einstöku ríkisstjórnum. Það hefur ekkert vald öðlast, ekki einu sinni framkvæmdastjórn sjálfs sín, eins og flest meiri- báttar alþjóðasamtök þó hafa. 'Aðalgiidi þess virðist vera að þar sé vettvangur til að veltja upp hugmyndir um norræna samstöðu á takmörkuðum svið- um. 1 hátíðaræðu þeirri sem Sví- 'r.n Bertil Ohlin einn helztu for ustumanna f norrænu samstarfi in geti orðið aðiljar að efna- hagsbandalaginu, enda þótt tengslin yrðu ekki öll með sama hætti. Heppnist það mun aftur birta til yfir norrænni samvinnu og þá þarf að skipuleggja sam- starfið betur en verið hefur. Fari hinsvegar svo að þróun markaðsmálanna verði óhag- kvæmari fyrir norræna sam- vinnu, þá mun dimma yfir leið- inni. En einmitt þá þurfum við að tvöfalda átak okkar og koma fastara skipulagi á starfsem- ma. Jafnvel þó slíkt bæri lftinn árangur fyrst í stað, mætti geyma glóðina, við getum skap að vörn til að hindra undan- Fimm norrænir svanir á Norðurlandafrímerkinu, sem gefið var út fyrir nokkrum árum. hugsjónina um norræna sam- vinnu fram til sigurs. En þegar þessi hópur lítur um öxl eftir 10 ára starf, neyð- ist hann til að viðurkenna, að árangurinn hefur ekki örðið eins mikill og þeir vonuðu f fyrstu. Sú von leyndist með mörgum fulltrúum á fyrsta fundi Norður landaráðsins að þetta gæti orð- ð upphafið að sameiningu Norð urlanda. Þá mátti þegar benda á það hve vænlega horfði með samstarf og sameiningarvið- leitni Benelux-landanna. En eftir 10 ár sjáum við að þær vonir hafa ekki rætzt. Bilið milli landanna f meginmálum hefur ekki mjókkað. Eftir að hugmyndirnar um tollabanda- lag fóru út um þúfur stefnir til efnahagslegs aðskilnaðar frem- ur en sameiningar. Og ágrein- ingurinn í utanríkis og land- varnamálum er lítið minni en áður. flutti á afmælishátíðinni í Hels- ingfors kom hann inn á þá hug mynd að stofna skyldi fram- kvæmdastjóm og ráða fram- kvæmdastjóra Norðurlandaráðs í líkingu við það sem tfðkast hjá SÞ, Efnahagsbandalaginu og Evrópuráðinu. Ohlin gerði sér þó grein fyrir að nú blési ekki byrlega. Hann sagði ma.: „J^annski bera menn því nú við að hinar ytri aðstæður í Evrópu séu ekki þannig að vænlegt sé að stofna sjálfstæða framkvæmdastjórn Norður- lanaaráðs. En ég vil svara því til, að einmitt þegar erfiðleik- arnir fara vaxandi eykst þörfin á sterkri framkvæmdastjórn. Kvert á svar okkar að verða við þeirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu. Það hlýtur að verða að við reynum að stuðla að því að markaðsmál Evrópu þróist þannig að öll Norðurlönd hald og verið reiðubúnir til framsóknar hvenær sem að- stæður bötnuðu.“ Þannig mælti Bertil Ohlin og lík viðhorf komu fram hjá ýms- um öðrum forustumönnum, að horfurnar væru ekki sem bezt- ar fyrir norrænt samstarf. — Daninn Erik Eriksen sem lengi hefur verið forustumaður í nor rænu samstarfi og var nú frá- farandi forseti Norðurlandaráðs gekk jafnvel svo langt, að hann sagði að þýðingarmesta sviðið í framtíðinni yrði að auka sam- starf í vísindum. En jafnvel þar lýsti hann vonbrigum yfir þvl að ríkisstjórnir landanna væru alltof tregar að hefjast handa og því drægist málið á langinn. ^ þingi Norðurlandaráðs voru að þessu sinni lögð fram mörg mál sem endranær. Voru 35 frumvörp frá einstökum þing Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.