Vísir - 31.03.1962, Page 8
8
—
CJtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsson.
Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn G. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178.
Auglýsinge og afgreiðsla: IngólfSstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
í lausasölu 3 kr. eint. ■ Sfmi 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
-----------------------------------------------------)
Htæðsla kommúnista
Mikill ótti og ringulreið ríkir nú í herbúðum
kommúnista. Þeir sjá fram á mikið fylgishrun í bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosningunum í vor, vegna mis-
taka flokksforustunnar í verkalýðsmálunum og
Moskvudekursins, sem almenningur í flokknum hef-
ur fyrir löngu fengið nóg af.
Eina leiðin, sem flokksforustan sér, til þess'að
leyna fylgistapinu svo sem verða má, er að fá Fram-
sókn í kosningabandalag sem víðast í kaupstöðum og
sjávarþorpum. Og svo hræddir eru kommúnistar við
að bjóða fram einir, að nú ganga þeir víða eftir Fram-
sókn og bjóða henni gull og græna skóga í samstarf-
inu, ef hún vilji styðja þá. Hingað til hefur þetta ver-
ið öfugt. Kommúnistar hafa sett Framsóknarmönnum
skilyrðin og venjulega hafa þeir lítið eða ekkert feng-
ið fyrir stuðninginn. Nú sér Framsókn sér leik á borði
og lætur sums staðar ganga mikið á eftir sér.
Hugsanlegt er líka, að ýmsir forustumenn Fram-
sóknar séu nú farnir að sjá það, að samvinnan við
kommúnista er ekki vel séð út um landið, og svo hitt,
að fylgishrun kommúnista verður svo mikið, að stuðn-
ingur Framsóknar nægir ekki til þess að tryggja þess-
um flokkum sigur, nema ef til vill á örfáum stöðum.
Bæri Framsóknarflokkurinn gæfu til þess, að
hafna allri kosningasamvinnu við kommúnista í vor,
e-r nokkurn veginn víst, að þeir mundu fá þá útreið,
sem nægði til þess að gera þá áhrifalausa í bæjar- og
sveitarstjórnum víðast hvar á landinu. Og vilji Fram-
sóknarflokkurinn framvegis kallast lýðræðisflokkur,
ber forustumönnum hans skylda til að hafna öllu
samneyti við Moskvumenn nú þegar.
Hin rétta stefna
Árangur viðreisnarstefnunnar er orðinn öllum
þorra fólks svo auðsær, að það er hætt að taka mark
á áróðri stjórnarandstöðunnar. Jafnvel Tíminn kemst
ekki hjá því að viðurkenna þetta stundum í öðru orð-
ínu. En því fyrr sem Framsóknarflokkurinn snýr til
fulls frá villu síns vegar og játár að viðreisnarstefna
stjórnarflokkanna sé sú rétta, því betra.
Það mun koma skýrt í ljós í kosningunum í vor,
að stór meirihluti þjóðarinnar lýsir yfir trausti sínu
á viðreisnarstefnunni. Hafi Framsóknarflokkurinn þá
enn ekki áttað sig á því, að hann hefur verið á villi-
götum, er trúlegt að hann geri það fyrir næstu Al-
þingiskosningar. Að öðrum kosti má hann búast við
svipuðum örlögum og kommúnistar óttast nú.
Kommúnistar hafa þegar gert sér ljóst, að þeir
muni tapa fylgi, en þeir ráða ekki sjálfir stefnu sinni
og eiga því erfiðara með að breyta um, þótt einhverj-
ir þeirra vildu. Framsókn á hins vegar að geta ráðið
sinni stefnu sjálf. Hún getur hvenær sem er hætt að
sækja „línuna“ upp á ritstjórnarskrifstofu Þjóðviljans.
VÍSIR
Laugardagurirm 3i. marz 1962.
Djúpskipið Trieste, sem Piccard og sonur hans notuðu
HANN KANNAÐI HÁ-
LOFT OG HAFDJÚP
Hinn frægi svissneski vis-
indamaður, Auguste Piccard,
sem frægur er fyrir rannsókn
ir sínar á hafdjúpunum og
háloftunum, Iést af hjarta-
slagi á heimili sínu í Laus-
anne, þann 24. febrúarl^S ára
aldri. Piccard var á sínum
tíma, sá maður, sem hæst
hafði komist í loft upp og
dýpst í sjó niður. Varð hann
af þessu mjög frægur og var
við lát sitt, einn af þeklctustu
vísindamönnum okkar tíma.
Fursti háloftanna.
„Draumur minn, um að
verða Columbus háloftanna,
hefur ræzt“, skrifaði Piccard,
árið 1931, eftir að honum og
aðstoðarmanni hans hafði tek
ist að komast í 51.775 feta
hæð, yfir Tyrol. Þetta var það
hæsta sem nokkur maður
hafði komist og á svipstundu
varð nafn hins óþekkta verlt-
fræðings kunnugt um allan
heim. Piccard var skyndilega
kallaður „fursti háloftanna”
og „hetja aldarinnar".
Auguste Piccard fæddist 28.
janúar, 1884 í Basel. Var
hann tvíburi, en einnig átti
fyrir bróður hans að liggja
að ná frama á sviði flugmála.
Faðir þeirra var prófessor í
efnafræði, við háskólann þar
í borg. Piccard tók próf í
vélfræði árið 1907 og varð
síðar doktor í náttúruvísind-
um.
I ioftbelg um álfuna.
Árið 1913 fór Piccard í sína
fyrstu ferð í loftbelg. Flaug
hann þá, ásamt bróður sínum,
frá Zurich, yfir Þýzkaland og
til Frakklands. Tilgangurinn
Auguste Piccard.
með ferðinni var að rannsaka
þrýsting og hita innan í loft-
belgnum. Allir vinir hans
reyndu að telja hann af fleiri
loftferðum, en hann skeytti
því engu og-hélt áfram. Fræg
astur varð hann fyrir ferð
þá er fyrr getur, þegar hann
fór í 51.775 feta hæð. Til sam
anburðar má geta þess að
Mount Evrest er 29.140 fet og
þáverandi hæðarmet í flugvéi
var 43.166 fet, svo að ekki
var um neitt smáræðis afrek
að ræða.
Piccard fann sjálfur upp
loftþéttan aluminium klefa,
sem hann notaði til ferðarinn
ar. Var honum haldið. uppi
af belg fylltum vatnsefni.
Flugið.
Ári seinna sló Piccard sitt
eigið met og fór í 55.000 feta
hæð. Komu þessi flug hans
af stað algjöru flugbrjálæði
og gat nú fólk ekki hugsað
sér neitt meira spennandi en
að svífa um háloftin. Fáir
komust þó langt, enda tæki
flestra harla léleg.
Þegar komið var fram á ár-
ið 1937 hafði Piccard flogið
27 sinnum og endað síðasta
flugið með því að belgurinn
féll Iogandi til jarðar. Fór
hann aðeins eina flugferð
eftir það. Var hún farin að
beiðni Alberts Einstein, og
tókst með henni að sanna
ýmis atriði afstæðiskenning-
ar hans. Lét þá Piccard af
flugferðum fyrir bænastað
konu sinnar.
t hafdjúpin.
1946 sneri Piccard sér að
fullu frá háloftunum að haf-
djúpunum. Þegar hann var
stúdent í Zurich hafði hann
dreymt um að fara dýpra i
hafið en nokkur maður hafði
áður farið. Þessi draumur
rættist, eftir tveggja ára til-
raunir, árið 1948.
Þann 30. september 1948
Framh. á 11. síðu.
Auguste Piccard látinn