Vísir - 14.04.1962, Qupperneq 1
VISIR
52. árg. — Laugardagur 14. apríl 1962. — 88. tbl.
viðreisnarinnar
Síðari hluti cldhússdagsum-
ræðnanna á Alþingi fór fram í
gærkvöldi. Hafa þá stjómmála-
flokkamir lagt spilin á borðið,
og fór ekki á milli mála, að
stjómarflokkamir unnu glæsileg
an sigur. Af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins töluðu Ingólfur Jóns-
son landhúnaðarráðherra, Jó-
hann Hafstein fyrrv. ráðherra og
Bjami Benediktsson dómsmála-
ráðherra.
Með tölum og dæmum af-
sönnuðu þeir fullyrðingar stjóm
arandstæðinga um kreppustefnu
og óbærilegt dýrtíðarástand.
Þeir minntu á hin mörgu og
stóru hagsmuna- og velferðar-
mál, sem núverandi Alþingi hef-
ur fjallað um fyrir forgöngu rík-
isstjómarinnar og stuðnings-
Frá útvarps-
umræðunum
i gærkveldi
I gærmorgun strandaði vélbát
urinn Þorlákur AR-5 austur í
Þorlák'sKöfn og var þessi mynd
tekin af honum í klöppunum i
gærdag. Þarna lauk ferli mikils
happa- og aflaskips. Hann var
kenndur við heilagan Þorlák og
því ekki furða þótt hann hafi
fært í land á undanförnum ár-
um þúsundir tonna af spriklandi
fiski, sem veiddur var rétt fyrir
utan þessa nýju höfn. Við at-
hugun í gær kom það í íjós að
helmingurinn af kili bátsins var
rekinn í land og þýðir það að
hann stendur í klöppinni með
botninn úr og verður ekki bjarg
að, enda var hann orðinn nærri
hálfrar aldar gamall.
Skipverium verður refsuð
Togarinn Karlsefni er enn í
Cuxhaven en búizt við að hann
leggi af stað heimleiðis um helg-
ina og verði þá kominn til
Reykjavíkur rétt fyriij' páska.
Jón Sigurðsson formaður Sjó-
mannasambandsins sagði Vísi í
gær ,að samtökin litu mjög al-
varlegum augum á verknað
þeirra Karlsefnis-manna. Hér
væri um hreint verkfallsbrot að
Skríða
Hellisheiðarvegurinn, sem lok-
aðist skyndilega í hríðarveðri í
fyrrinótt, var ruddur eftir hádeg
ið í gær og varð þá strax fær
öllum bílum að nýju.
Vestur á Snæfellsnesi féll
skriða á Búlandshöfðaveg, á leið
inni milli Grundarfjarðar og Ól-
afsvíkur, þannig að hann lokað-
ist og var unnið að því í gær
að ryðja hann. Var búizt við,
að það tæki ekki langan tíma.
Þá er Norðurlandsvegur, milli
Akureyrar og Reykjavíkur, fær
stórum bílum frá og með deg-
inum í dag að telja. Vegurinn
verður ruddur, þar sem helzt
gerist þörf, ef heldur áfram að
hlána.
ræða og yrði gripið til harðra
gagnráðstafana til að gefa sjó-
mönnum það fordæmi að slíkt
hendi ekki oftar.
★
Það er tvennt, sem kemur til
greina, sagði Jón, — að víkja
mönnunum úr Sjómannafélaginu
vissan tíma, svo að þeir geti
hvergi fengið vinnu, eða þeir fái
inngöngu í neitt annað verka-
lýðsfélag.
í öðru lagi er hægt að grípa
til sektarákvæða ,en slíkt hefur
| ekki verið gert í 30 ár. Þegar
Karlsefni kemur í höfn munum
i við þegar í stað fara út í skipið
jog ræða við sjómennina.
segir Jón Sigurðsson
Vísir sneri sér einnig til Ragn-
ars Thorsteinssonar útgerðar-
stjóra Karlsefnis og spurði hann
hvað hann segði um hótanir ráð-
herra Emils Jónssonar um að
útgerð Karlsefnis yrði sótt að
lögum til þyngstu refsingar fyr-
ir brot á útflutningslöggjöfinni.
Ragnar svaraði því til, að
hann teldi slíka málsókn ekki
koma til greina vegna þess, að
neitun deildar ráðuneytisins á
útflutningsleyfi hefði verið gef-
in á algerlega röngum forsend-
um. Það væri tilgangur laganna
með útflutningsleyfum þessum,
að tryggja það að fisksölur færu
fram á þjóðhagslega hagkvæm-
an hátt. í þessu tilfelli hefði
ekki verið hægt að efast um að
fisksalan hefði efnahagslega ver
ið mjög hagkvæm fyrir þjóðar-
búið því að tryggt hefði verið
gott verð í hörðum gjaldeyri.
★
Það var á allt öðrum forsend-
um, sagði Ragnar, sem ráðherra
fyrirskipaði útflutningsdeildinni
að neita um útflutningsleyfi,
það var gert til að taka afstöðu
í kjaradeilu milli tveggja aðilja.
Ragnar Thorsteinsson:
Það var auðvitað ekki hlutverk
útflutningsdeildar ráðuneytisins
Framh. á bls. 12
manna hennar. Stuttum lánum
sjávarútregsins og landbúnaðar-
ins skal breytt í löng lán og þar
með létt af þessum höfuðat-
vinnuvegum þungum byrðum,
sem safnazt höfðu á þá hallær-
isárum vínstri stjómarinnar. —
Iðnaðurinn hefur einnig fengið
mikilsverða aðstoð. Unnið er að
5 ára áætlunum, framkvæmdir í
landinu, kannaðir möguleikar á
stóriðju, launamálum opinberra
starfsmanna komið í viðunandi
horf o. s. frv.
Árangurinn af viðreisnar-
stefnunni birtist í aukinni fram-
leiðslu, meiri sparifjármyndun
en nokkru sinni áður, og hlut-
fallslega meiri útlánum bank-
anna. Atvinna hefur verið stöð-
ug og framkvæmdir stórfeiidar.
Greiðslujöfnuður við útlönd hef-
ur í fyrsta sinn síðan heim-
styrjöldinni síðari lauk, orðið
hagstæður og innanlands er kom
ið jafnvægi á peningamarkaðinn.
Metveiði
Aðfaranótt s.l. föstudags fékk j
v.b. Höfrungur II. frá Akranesi
einhvem mesta síldarafla, sem
um getur á einni nóttu, eða
2484 tunnur.
Þenna afla fékk Höfrungur II.
í tveim köstum og kom með
hann til Akraness á föstudags-1
morguninn til löndunar. Eigandi j
bátsins er Haraldur Böðvarsson
útgerðarmaður, en skipstjóri
Garðar Finnsson. Garðar er hin
mesta aflakló og hefur veitt sam
tals 33 þúsund tunnur síldar
frá því vertíð hófst í haust,
þrátt fyrir ótíð og slæmar gæft-
ír.
MARIA A
FORSÍÐU
s/ó Myndsjá
rungt