Vísir - 18.04.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagurinn 18.'apríl 1962.
VISIR
Gunnar Thoroddsen:
Viðreisnin tryggir
að æskan taki við
betra landi
MARGHÁTTAÐAR
UMBÆTUR.
Á þeim tveim árum, sem
liðin eru síðan viðreisnin
hófst, hefur verið unnið að
margháttuðum umbótum á
mörgum sviðum þjóðlífsins.
Afkoma þjóðarinnar í heild
hefur rétt við. Ár hvert, síð-
an styrjöldinni lauk, hafði
halli verið á þjóðarbúskapn-
um og skuldum safnað, þang-
að til í fyrra. Þá varð
greiðslujöfnuður þjóðarbús-
ins hagstæður um 200—250
milljönir.
1 beinu sambandi við af-
komu þjóðarbúsins út á við
er gjaldeyrisástandið. Skort-
ur á erlendum gjaldeyri hef-
ur lengst af verið þjóðinni
þrálát plága og fjötur um fót.
Nú hefur skipt um, Þegar við
reisnin hófst, í lok febrúar
1960, var gjaldeyrisskuld
bankanna 216 milljónir,
reiknað með núverandi gengi.
En nú, tveim árum seinna, er
gjaldeyriseignin 704 milljónir.
Bati á þessum tveim árum er
því um 920 milljónir króna.
Fjárhagsafkoma ríkissjóðs
er einn af hyrningarsteinum
efnahagslífsins. Á því eina
heila ári, sem vinstri stjórnin
sat, 1957, varð greiðsluhalli
hjá ríkissjóði. Á þeim 2 ár-
um, sem núverandi stjóm
hefur haldið um stjórnarvöl-
inn, hefur nokkur tekjuaf-
gangur orðið bæði árin.
Sparifjársöínun almennings
er ómissandi hlekkur í við-
reisninni. Ör vöxtur spari-
fjár er undirstaða heilbrigðr-
ar lánastarfsemi. Til þess að
bæta úr þeim tilfinnanlega
lánsfjárskorti ,sem þjakað
hefur þjóðina um langan ald-
ur, er fyrst og fremst nauð-
synlegt að auka spariféð. Það
hefur tekizt, bæði vegna
hinna háu innlánsvaxta,
vegna stöðugrar og mikillar
atvinnu og loks vegna þess,
að fólkið hefur fengið nýtt
og aukið traust á fjármálum
og efnahag þjóðarinnar.
Sparifé í bönkum og spari-.
sjóðum hefur á þessum tveim
ámm, frá febrúarlokum 1960
til febrúarloka 1962, aukizt
um eitt þúsund og sautján
milljónir eða rúman milljarð.
MIÐAÐ VIÐ
FRAMTÍÐINA.
Þær aðgerðir o.. umbæt-
ur, sem núverandi ríkis-
stjóm hefur staðið að og
beitt sér fyrir, hafa vem-
leg áhrif á afkomu manna
á Iíðandi stund. En allar
. era þær fyrst og fremst
miðaðar við framtíðina,
þær stefna að því að skapa
æsku íslands sem bezta
aðstöðu í lífsbaráttunni.
Með viðreisninni er lagður
heilbrigður og traustur grund
völlur að framtíðarstarfi. —
Með viðreisninni er reynt að
tryggja, að æskan taki við
betra landi og að henni verði
búin betri starfsskilyrði en
fyrr. Það er unnið að því, að
tryggja fjárhagslegt sjálf-v
ca. 2 milljónum upp í rúmar
13 milljónir.
•
NÁMSKOSTNAÐUR DREG-
INN FRÁ SKÖTTUM.
I skattafrumvarpinu nýja er
það nýmæli, að draga skuli
frá tekjum, áðui en skattur
er á lagður, námskostnað,
sem stofnað er til eftir tví-
tugs aldur. Með þessu er ver-
ið að létta undir með náms-
mönnum, sem oft koma skuld
um hlaðnir eftir langt og dýrt
nám og eiga sérstaklega
fyrstu árin eftir að þeir taka
við starfi full erfitt með að
standa undir vöxtum og af-
borgunum námsskuldanna.
•
LÆGRI HÚSNÆÐISKOSTN-
AÐUR STÆRSTA KJARA-
BÓTIN.
Húsnæðismálin eru eitt
stærsta áhugamál æskunnar.
Miklar endurbætur hafa ver-
ið gerðar á þessu þingi á lög-
um um Húsnæðismálastjórn
og um verkamannabústaði,
og lánsupphæðir hækkaðar
stæði þessa lands svo að ís-
lenzk æska þurfi ekki að taka
við drápsklyfjum erlendra
skulda og stynja undir þeim
allt sitt líf. Það er reynt að
skapa fjárhagslegt jafnvægi í
stað verðbólgu, öruggan at-
vinnugrundvöll, svo að at-
vinnuleysi hefji aldrei fram-
ar innreið sína í þetta land.
©
BÚIÐ 1 HAGINN
FYRIR NÁMSMENN.
Það hefur verið búið í hag-
inn fyrir íslenzka námsmenn
á marga lund. Áður fyrr var
það oft örðugleikum bundið
fyrir námsmenn að fá á rétt-
um tíma nauðsynlegan gjald-
eyri vegna gjaldeyrisskorts.
Nú eru þeir erfiðleikar úr
sögunni. Mikið hefur verið
gert til þess að létta undir
með námsmönnum með aukn
um framlögum til styrkja og
lána. Ný löggjöf verið sett
um Iánasjóð íslenzkra náms-
manna. Árið 1958 voru fram-
lög í fjárlögum til styrkja og
lána til námsmanna samtals
tæpar tvær milljónir króna.
í gildandi fjárlögum eru þau
rúmar átta milljónir. Þegar
með er talið eigið fé 'lána-
sjóðs og þau bankalán, sem
hann hefur fengið til útlána,
hefur fé til námslána og
styrkja hækkað á 4 árum úr
Kaflar úr úfvarpsræðu G.Th.
i eldhúsumræðunum
verulegar. Lánsfjárskorturinn
hefur háð og háir mjög hús-
byggingum, ekki síður unga
fólksins en annarra. En með
hinni öru sparifjáraukningu,
sem er ein afleiðing viðreisn-
arinnar, mun bráðlega breytt
til batnaðar í þessu efni, svo
að auðveldara verður en áður
að fá byggingarlán. En eitt
mikilvægasta verkefnið er að
lækka byggingarkostnað og
gera húsnæðið þannig ódýr-
ara. Lægri byggingar- og
húsnæðiskostnaður mundi
vera ein stærsta kjarabót fyr-
ir æskulýð þessa lands, —
og að því verður að vinna.
©
FRJÁLSLYND OG VÍÐSÝN
UMBÓT ASTEFNA.
Stefna viðskipta- og at-
hafnafrelsis, stefna frjáls-
lyndis og víðsýni skapar æsk-
unni aukið svigrúm og holl-
ara andrúmsloft. Hver sá
æskumaður, sem hefur orku
og áræði, krafta í kögglum,
eld í æðum, fær nú fleiri
tækifæri, margfalda mögu-
leika, til þess að afla sér fjár
og frama, ryðja nýjar brautir,
þjóðinni allri, sér og sínum
til farsældar.
íslenzk þjóð verður að
fylgja frjálslyndri og víð-
sýnni umbótastefnu, til þess
að vel fari.
9
Ádolf Björnsson
bankafulltrúi
Adólf Björnsson, bankafulltrúi í
Útvegsbanka íslands, verður fimm
tugur í dag. Hann er fæddur í
Hafnarfirði 18. apríl 1912, sonur
hjónanna Ragnhildar Helgadóttur
og Björns Helgasonar, skipstjóra.
Adólf lauk prófi frá Verzlunarskól-
anum 1933, en hafði áður stundað
nám í Flensborg í Hafnarfirði og
Menntaskólanum á Akureyri.
Að loknu námi erlendis um sex
mánaða skeið réðist Adolf 1. júní
1934 til Útvegsbanka íslands og
Adolf Bjömsson.
hefur því starfað þar i nálega 28
ár, lengst af í aðalbankanum í
Reykjavík.
Auk starfa sinna í Útvegsbank-
anum, hafa Adólf verið falin fjöl-
mörg önnur trúnaðarstörf. Þannig
var hann fulltrúi Alþýðuflokksins
í Viðskiptanefnd, hefur átt sæti í
niðurjöfnunarnefnd Hafnarfjarðar-
kaupstaðar, verið form. útgerðar-
ráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
og er þá aðeins það helzta upp-
talið, þar sem hann hefur auk
þess átt sæti í stjórnum ýmissa
félaga, bæði hér í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Hæst ber þó störf Adólfs að fé-
lagsmálum bankamanna. Hann hef-
ur um langt skeið verið forystu-
maður í starfsmannafélagi Útvegs-
bankans og innt af hendþ geysi-
mikið starf í þágu starfsfólksins
þar. Því miður brestur mig kunnug
leik til að greina nánar frá því, en
hitt veit ég, að hann nýtur ótak-
markaðra vinsælda samverkafólks
síns í Útvegsbankanum.
Adólf hefur verið í stjóm Sam-
bands íslenzkra bankamanna í
fjöldamörg ár. Hann var formaður
sambandsins 1951 —1953 og aftur
1957 — 1958, og nú er hann vara-
formaður þess. Hann hefur átt
sæti f stjórn Norræna banka-
mannasambandsins og sótt fundi
þess erlendis á vegum S.Í.B. Adólf
var um árabil í ritnefnd Banka-
blaðsins og ritstjóri þess 1943 —
1946.
Þessi upptalning sannar bezt,
hvert traust íslenzkir bankamenn
hafa borið til Adólfs Björnssonar,
og hann hefur að sínu leyti reynzt
þessu trausti fullkomlega verðug-
ur með þróttmiklu og sívakandi
starfi í þágu samtaka bankamanna.
Óskandi er, að íslenzkir banka-
menn fái enn f fjölmörg ár að njóta
starfskrafta hans í félagsmálum
þeirra, víðsýni hans og lipurð. Ad-
ólf er einkar vinsæll maður og
— fimmtugur
senda vinir hans honum í dag hug-
heilar árnaðaróskir.
Ól. S. Valdimarsson.
iizta hátíð
krístninnar —
Framh. af 8. síðu.
ingartíma um píslir Krists. Há-
marki náði föstutíminn í dymbil-
vikunni, og þá sérstaklega á
þrem síðustu dögum hennar,
triduum sacrum, en þá skyldu
kirkjuklukkur þegja unz Gloria
in excelsis væri sungin í messu
á aðfaranótt páskadags.
í Gallfu var skírdagur
snemma nefndur natalis calicis,
fæðingardagur kaieiksins, en
hlutverk þess dags hefir alltaf
verið fyrst og fremst minning
um coena Domini, máltfð
drottins. Hátíðaliald föstudags-
ins langa náði hámarki upp úr
1000, er farið var að sýna greftr
un Krists á táknrænan hátt.
Var þá annað hvort vígð obláta
eða kross lagt niður og byrgt,
greftrað, með táknlegum hætti.
Púskamir hófust svo sem fyrr
segir með páskavökunni. Þeirri
vöku tengdust brátt ýmsir tákn-
rænir siðir, eins og t.d. tendr-
un og vígsla eldsins, páska-
ijóssins, sem táknaði hinn upp-
risna Krist, vígsla skírnarvatns-
ins og jafnvel vígsla fæðuteg-
unda, til marks um að nú var
fastan á enda. Þá var einnig
oblátan eða krossinn, tekin úr
gröf sinni.
Mjög snemma var hyllzt til
þess að framkvæma skímarat-
hafnir um páskana. Skfrnir trú-
nemanna fóru oft fram f fyrstu
á aðfaranótt páskanna, páska-
vökunni, en seinna tengist sá
siður meir vikunni eftir pásk-
ana, sem þá var kölluð HIN
HVÍTA VIKA, og dregur hún
nafn sitt af hinum hvitu klæð-
um skírnþeganna, hvítaváðun-
um.
Þannig verður þessi æva-
gamla hátíð að kristinni hátíð,
þar sem þungamiðjan er upprisa
Krists og sigur hans yfir dauð-
anum og valdi hins illa. Þetta
er líka og verður þungamiðja
kristindómsins, eða eins og Páil
postuli orðar það: „Ef Kristur
er ekki upprisinn, þá er ónýt
prédikun vor, ónýt Ifka trú yð-
ar“.
Samkvæmt fornum og nýjum
kristnum skilningi er Kristur
hið rétta páskalamb, og dauði
hans hin eina fullkomna fóm.
Á sama hátt er upprisa hans
hinn fullkomni sigur.
Innan fárra daga munu kirkju
klukkur um allan hinn kristna
heim hringja inn enn einu sinni
þessa hátíð hátíðanna. Boðskap
ur páskanna er æ hinn sami:
„KRISTUR ER UPPRISINN“.
Og svar hinna kristnu safnaða
er og verður æ hið sama:
„KRISTUR ER SANNARLEGA
UPPRISINN“.
Mætti allur hinn kristni heim
ur rísa upp með Kristi, kon-
ungi sínum og Iausnara, til nýs
Iífs, til friðar og bróðurkær-
leika, til nýrrar hlýðni við lög
Guðs föður.